Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Qupperneq 47
skógræktarfrömuði sem óraunsæja sérvitringa. Kuldi, vindgangur, beit, lélegar plöntur og rýr jarð- vegur sameiginlega hefði ákveðið að Íslandi væri ætl- að að vera sá uppblásni berangur sem blasti alls stað- ar við síðustu 5-600 árin eða svo. En flest það sem þarna var nefnt, nema helst vindbeljandinn, hefur breyst skógrækt í hag. Og skógræktin sjálf dempar loks vindinn. Hlýnandi veður sem nálgast það sem var þegar land var hvað byggilegast og „smjör draup af hverju strái“ hefur ráðið úrslitum. Beit sauðfjár hefur minnkað um helming og nú er jafnvel viður- kennt að hófleg beiting (stýrð og skipulögð) og skóg- rækt geti farið bærilega saman. Skógræktarþekkingu hefur fleygt fram, plöntuúrval orðið mikið og plöntur sem standast þokkalega vind og kulda eru aðgengi- legar. Ekki þykir öllum að erlend kvæmi, hraðvaxin og frek, boði endilega góð tíðindi og kannski er rétt að flýta sér hægar í þeim efnum en við höfum sum gert á undanförnum árum. Á meðan ljóst þótti að á Íslandi væri óvíða upplögð skilyrði til skógræktar, var næst- um óþarft að fara að öllu með gát. En svo hófst spretta. Margur hefur skyndilega glutrað niður góðu útsýni og er tregur til að rétta þess hlut, þar sem skógræktin kostaði svo mikið erf- iði. Staldra við og taka mið Nú er svo komið, að jafnvel þeir sem tóku trú á skóg- rækt eftir langa efasemdartíð eru orðnir aðeins hugs- andi. Það er hverju orði sannara að lítið brot landsins er enn þakið skógi. En hitt er líka rétt að skógur á ekki alls staðar rétt á sér. Löngum var nauðsynlegt að friða lágvaxnar skógarplöntur fyrir margvíslegum ágangi. Þetta hefur stórlega breyst til batnaðar. Það er ríkulegt fagnaðarefni. En menn mega ekki í gleði sinni neita að viðurkenna að kominn sé tími til að friða svæði fyrir skógrækt. Völlurinn, þúfurnar og sá smágerði jarðargróður sem er við nefið á okkur um sumarsins stutta skeið má ekki verða að skógarbotni. Hans sjálfs vegna og okkar þarf að sýna varúð. Sú jarðarbót sem felst í því, að breyta ofþurrkuðu landi á ný í vott getur verið heilladrýgst. Og raunar um leið elskulegasta skógræktaraðgerðin, þótt hún fari sér hægt. Virtur skógræktarmaður var eitt sinn spurður, hvort við gætum ekki með flumbrugangi í skógrækt verið að ganga dálítið á vistkerfið sem far- fuglarnir sæktust eftir, ásamt hinni eilífu birtu sumarlandsins síns. Hann svaraði einlæglega að það mætti svo sem vera. En skógarnir bættu það bara allt saman upp með því að skapa skilyrði fyrir aðrar fuglategundir. Þetta svar dugar einhverjum, en fjarri því öllum. Sífellt meira land er brotið undir sumar- bústaði og þar er byggt þéttara en æskilegast væri. Réttbornir þegnar sumarlandsins Farfuglarnir, sem skáldin hafa lofsungið lengi og snert streng í brjósti margra, ganga ekki að sumar- landinu sínu vísu eins og þeir gerðu áður. Sjálfsagt er glannalegt að gefa lóunni hærri einkunn en starr- anum. En hafa farfuglarnir ekki öðlast hér þegnrétt eftir þúsunda ára tryggð? Það er vissulega bæði satt og rétt að þeir dvelja aðeins fjórðung úr ári hér og drýgstan hluta þess í sínum erlendu heimkynnum. En Ísland er ekki aðeins sumarlandið þeirra. Það er fæðingarreiturinn og uppvaxtarlandið og það er römm taug sem dregur þessa fugla óravegu þangað aftur. Sum lönd, t.d. Bandaríkin, láta þá reglu gilda að sérhver sá sem fæðist á bandarískri grundu eigi óskoraðan rétt til þess að bera bandarískt vegabréf eftir það. Slík regla mætti að ósekju gilda um ís- lensku farfuglana. Tómas Guðmundsson sagði: Og það er til vitnis um virðulegt innræti spóans: Hann velur sér gjarna prúðasta þúfnakoll móans og hneigir sig fyrir fjólum og berjalyngi, sem fagna af dýpstu rót sínum ljóðsnillingi. Frá suðrænum heimi hann hafði langvegu flogið að heimsækja gamla móann okkar við Sogið. Því skáld af guðs náð þeim einum er unnt að vera, sem átthaga sína og land sitt í hjartanu bera. Og hversu langt sem hann flýgur til fjarlægstu stranda til fundar við gullið blómskrúð sólheitra landa, hið fátæka holt, þar sem ungur hann átti sér hreiður mun alla tíð reynast honum hinn máttugi seiður. Munnmæli, sagnfræði og skáldskapur geyma sögur af nánu sambandi dýra og manna. Sumir finna aðeins fölskvalausa vináttu í slíkum böndum. Gæludýrin ein- oka ekki það svið. Hross, kýr, forystusauðir, heimaln- ingar eða fílar koma við sögu og ótal mörg dýr önnur. Iðulega er gefið til kynna að dýrin geri mörg mann- fólkinu skömm til þegar að heilindum vináttunnar kemur. Hátignarlegur hundavinur Margir vitna til Friðriks mikla II. Prússakonungs, sem þóttist því meir meta hundinn sinn, sem hann kynntist mönnunum betur. Friðrik II. lést 17. ágúst 1786 (daginn áður en Reykjavík fékk kaupstaðarrétt- indi). Hann gaf þau fyrirmæli í erfðaskrá að jarðsetja skyldi hann við hlið hundanna sinna. Arftaki kóngs og bróðursonur, Friðrik Vilhjálmur II., ákvað að hunsa þessa ósk síns mikla fyrirrennara og lét leggja Frið- rik II. til hvíldar við hlið föður síns í grafhýsi hans. Adolf Hitler hafði Friðrik í hávegum og þótt sú að- dáun væri ekki kónginum að kenna, sló hún skugga á minningu hans. Þegar endalokin tóku að blasa við þúsund ára ríki Hitlers, eftir aðeins 12 ára valdatíð, lét hann færa lík átrúnaðargoðsins í saltnámu, svo sprengjuregn myndi ekki skaða það. Bandamenn fundu Friðrik II. eftir stríðið og fengu honum verð- ugri hvílustað og fáum árum síðar var líkið enn flutt. Eftir sameiningu Þýskalands var loks ákveðið að virða óskir Friðriks mikla og jarðsetja hann við hlið sinna elskulegu greifingjahunda. Það var gert hinn 17. ágúst 1991 við veggi hinnar fögru Sanssouci- hallar í Potsdam, þar sem Friðrik lést 17. ágúst 1786. Hingað heim Íslenskir hundar og frægir og jafn frægir eigendur þeirra koma víða við sögu. Gott dæmi um það er kvæði Þórarins Eldjárns Hundar og menn: Ódysseifur og Argos Gunnar og Sámur Breiðfjörð og Pandór Kári litli og Lappi við Trýna. Þar koma við sögu farfuglar og Friðrik mikli *Maðurinn hefur tekið sér allanrétt gagnvart dýrunum og ekkiverður séð að þar verði aftur snúið. En þessum freka rétti fylgja einnig ríkar skyldur. Meðferð á öllum stig- um verður að uppfylla meira en lág- marksskilyrði. Neytendur eru aðilar að öllu ferlinu og eiga að veita að- hald og þá ekki aðeins það sem snýr að verðinu út úr búð. Morgunblaðið/Kristinn 5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.