Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.10. 2014 Þ órdís Elva Þorvaldsdóttir og Víðir Guðmundsson kynntust fyrir um sex árum þegar leikverk eftir hana var sett upp í Borgarleik- húsinu og Víðir lék þar stórt hlut- verk. Á sama tíma var rithöfundurinn að skrifa bók um kynbundið ofbeldi og Víðir kynntist því fljótt baráttuhliðinni á konunni sem varð svo unnusta hans. Jafnréttismál og barátta gegn hvers kyns ofbeldi og staðal- ímyndum er þeim báðum raunar hjartans mál en í vikunni verður stuttmyndin Stattu með þér! frumsýnd í öllum grunnskólum landsins. „Það hefur aldrei áður verið gerð íslensk forvarnamynd gegn kynferðisofbeldi fyrir þennan aldurshóp, 10-12 ára. Þetta brýtur því blað í sögunni og ég er upp með mér að vera treyst fyrir því,“ segir Þórdís Elva Þorvalds- dóttir, handritshöfundur myndarinnar. Myndin er sjálfstætt framhald Fáðu já! sem sýnd var á síðasta ári en sú mynd var ætluð eldri aldurshóp og hefur notið fádæma vinsælda. Þórdís Elva skrifaði handritið upp úr hugmyndavinnu sem Brynhildur Björns- dóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson unnu með henni. Í Stattu með þér! heldur Þórdís Elva aftur um höfundapennann en Brynhildur leik- stýrir. Myndin er í stuttu máli samstarfsverk- efni þriggja ráðuneyta og liður í að efna samning Evrópuráðsins um varnir gegn kyn- ferðislegri misnotkun og misneytingu á börn- um, réttinn til að ráða yfir eigin líkama, að- steðjandi ógnir og mikilvægi þess að segja frá, og margt fleira. Þetta er ekki fyrsta og varla síðasta verk- efnið sem Þórdís Elva leggst í er snertir bar- áttu gegn kynbundnu ofbeldi. Bók hennar Á Mannamáli sem kom út árið 2009 var með því fyrsta sem vakti athygli þjóðarinnar á þessari hlið Þórdísar en hún hafði þá menntað sig í leiklist og skrifað leikverk. Bókin var viðamik- ið verk sem fjallaði um kynbundið ofbeldi frá ýmsum hliðum og í bókinni sagði Þórdís Elva meðal annars frá kynferðisofbeldi sem hún hafði sjálf orðið fyrir. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og vakti miklar umræður í samfélaginu um þennan málaflokk. Síðan þá hefur Þórdís gert margt tengt þessu hjartans máli sínu; hratt Öðlingsátakinu af stað þar sem karlmenn komu fram sem baráttumenn fyrir jafnrétti og hún gegndi stöðu stjórnarformanns Kvennaathvarfsins í tvö ár. „Við vorum einmitt að kynnast, við Víðir, þegar ég var að skrifa Á mannamáli. Hann þurfti að sitja undir margra klukkustunda fyr- irlestrum um það sem brann á mér hverju sinni við skrifin en hann átti þá heima í Innri- Njarðvík og ég í Reykjavík. Ég hugsaði með mér að þessi maður hlyti að vera bálskotinn í mér, að sitja undir öllu þessu fjasi en oft á tíðum kveikti það líka mjög eindregið í hon- um. Það var gott að finna að það var ekki bara minni réttlætiskennd sem var misboðið. Og ljómandi að fá hans sjónarhorn á það sem ég var að vinna; sem karlmanns og foreldris. Víðir segist sjálfur, í gegnum það meðal annars að vera faðir tveggja stúlkna, hafa lát- ið ýmislegt koma sér á óvart í hinu daglega umhverfi þótt Þórdís hafi svo átt stóran þátt í að hann fór dýpra í að hugsa um jafnrétt- isbaráttuna. „Að eiga ungar dætur fær mann til að hugsa út í stöðu kvenna og hvernig hlutskipti þeirra er í heiminum og auðvitað eru hlutir sem maður verður bara dags- daglega var við í sínu starfi. Ég hef talsett mikið af barnaefni fyrir Stöð 2 og RÚV og það er ótrúlegt að í teiknimyndaheimum eru meira að segja 70 prósent persónanna karl- menn, jafnvel þótt þetta séu einhverjar furðu- verur eða dýr. Þegar ég kynntist Þórdísi og hún var í miðju kafi að skrifa bókina fékk ég þessar upplýsingar hins vegar allar beint í æð og fékk um leið innsýn inn í nýjan heim. Seinna fór ég í kynjafræði við Háskóla Íslands og tók einn áfanga og það opnaði augun til fulls. Ég get eiginlega sagt að ég hafi misst húmorinn fyrir alveg hrikalega mörgu. Allt í einu hætti mér að finnast auglýsingar og brandarar sem voru með skírskotun í eðli kynjanna eða stað- almyndir fyndnar. Ég fór að sjá að þarna var yfirleitt verið að taka fólk og setja það í ein- hverja kassa og hólf og segja konum og körl- um hvernig og hvar í lífinu þau ættu að vera,“ segir Víðir en hann hefur einnig látið til sín taka í jafnréttismálum og var meðal þeirra sem töluðu hátt fyrir úrbótum í Þjóðarhátíð- armálum í Vestmannaeyjum til að sporna gegn nauðgunum og ofbeldi. Þórdís Elva segir að svo virðist sem baráttan hafi skilað sér og það líti út fyrir, þótt ekki sé hægt að vita með vissu, að hátíðin síðast hafi gengið mun betur hvað þessi mál varðar nú í sumar. Undir sama þaki án þess að kynnast Bæði Víðir og Þórdís Elva eru menntaðir leik- arar, Þórdís lærði í Georgia í Bandaríkjunum og Víðir hér heima í Listaháskóla Íslands. Þórdís ólst upp eins og barn sannra heims- borgara, í Svíþjóð, Bandaríkjunum og hér á Íslandi og var orðin þrítyngd fimm ára. Víðir ólst upp í saltfiski og sjávarslori eins og hann orðar það, í Grindavík, hafði prófað að vera ábyrgur fjölskyldufaðir, giftur með tvö börn á Suðurnesjum þegar þau Þórdís kynntust. Þórdís hafði þá skrifað nokkur leik- verk og þau vissu hvort af öðru. Reyndar vissi Víðir meira um hana en hún um hann. „Það er stundum hlegið að því hvernig í ósköpunum við fórum að því að hittast ekki fyrr en við vorum orðin þetta gömul því það voru svo ótalmargir snertifletir á lífi okkar. Við höfðum örugglega svona sextán sinnum áður en við kynntumst verið á sama stað, hreinlega undir sama þaki, í sama partíi eða sömu leiksýningu en aldrei heilsast. Við hefð- um í raun átt að vera búin að kynnast fyrir löngu,“ segir Þórdís Elva. Víðir nefnir að þau hafi verið búin að skrá sig á sama spænskunámskeið haustið 2007 en bæði hætt við á síðustu stundu og þau hafi líka verið á leiðinni að fara á samkvæmisdans- anámskeið. Það þarf ekki að koma á óvart að þegar þau loksins hittust hafi þau endað sam- an, sér í lagi þegar þau hlustuðu á sömu jað- artónlistarmennina og deila áhuga ljóðum. Þórdís trúir því að lífið hagi seglum eftir vindi og líklega hafi þau ekki átt að hittast fyrr. „Ég hafði fylgst með Þórdísi Elvu alveg frá því að ég var í leiklistarskólanum. Hún skrif- aði til dæmis leikverk sem heitir Áttu smit sem félagar mínir úr Leiklistarskólanum léku í og ég fór að sjá. „Helvíti er hún klár þessi,“ er líklega það sem skaut upp í kollinn á mér. Og svo fór ég náttúrulega og sá fleiri leikrit sem hún skrifaði. Verkið Brotið sem var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Hungur. Ég var líklega búinn að sjá öll hennar verk og fannst mikið til hennar koma sem leikskálds. Svo skrifaði hún líka frábæran leikdóm um okkur í Nemendaleikhúsinu þegar við sýndum Forð- ist okkur eftir Hugleik Dagsson, dóm sem birtist í Grapevine.“ „En ég verð að viðurkenna að ég var ekki að plokka út stöku leikara þar sem þetta var nemendaleikhúsið svo að ég, tja, ég vissi ekki alveg beint hver hann var.“ Þau hjónaleysin hlæja að þessu og Þórdís greiðir úr þessari flækju og segist reyndar hafa alveg verið með það á hreinu að hann væri ungur og upprenn- andi leikari. Þau kynntust svo við æfingar á leikverkinu Fýsn sem sett var upp í Borg- arleikhúsinu en handritið skrifaði Þórdís Elva. „Víðir hefur þetta strákslega yfirbragð og passaði því fullkomlega í hlutverk sem var erfitt að finna réttu týpuna í í leikaraflóru landsins en hann fór með hlutverk 15 ára vændisdrengs!“ Samband þeirra á því rætur sínar að rekja til samstarfs þeirra í leikhúsi og síðan þá hafa þau unnið saman með reglulegu millibili og segja að það henti sér vel og þau vinni vel saman. Í vetur leikstýrði Þórdís Elva í fyrsta skipti eigin verki sem Víðir lék í – Fyrirgefðu ehf. sem sýnt var í Tjarnarbíói. Hvernig tilfinning var það að vera í tilhuga- lífi og fylgjast með kærustu koma fram með stóra ádeilu á kynferðisbrotamál hérlendis með bókinni Á mannamáli og segja jafnframt opinberlega frá eigin reynslu, að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi sem unglingur? „Ég held að ég hafi lært mjög mikið af því. Ég var afar stoltur af henni og fannst hún standa sig vel. Ég hafði ekki hugmynd um hversu algengt kynferðisofbeldi var og ég held að ég, eins og mörgum hættir til, hafi lit- ið á þetta sem kvennamál, því það er búið að segja manni að það sé þannig. Þetta er samt í raun miklu frekar karlamál. Það eru jú þeir sem eru gerendur í flestum tilfellum. Ef það væru engir gerendur væri ekkert ofbeldi. Eft- ir að ég fékk kynjagleraugun á mig þá er svo margt sem maður sér sem hefur bara verið ósýnilegt fyrir manni áður. Þetta er allt frá teiknimyndasögum þar sem það þykir fyndið að konan hafi lumbrað á kallinum upp í að á skólaskemmtunum 11 ára barna eru spiluð lög á borð við„I wanna take a ride on your Disco Stick“ sem er eitt nýlegt dæmi sem ég varð vitni og það er bara af því að fullorðna fólkið er ekki meðvitað,“ segir Víðir. „Ég held að þegar talað er um að þegar fólk setji kynjagleraugun og missi húmorinn sé í rauninni það eina sem gerist að fólk vins- ar bara ruslið frá og skerpir skopskynið. Ranghugmyndir og staðalímyndir hætta að vera fyndnar og óhjákvæmilegar,“ bætir Þór- dís við. Stjúptengsl gerist smátt og smátt Þegar þau Víðir og Þórdís tóku saman varð til fimm manna fjölskylda en dætur Víðis af fyrra sambandi, Júlía Mist og Hafdís Líf, eru að verða 10 og 15 ára gamlar. Þá varð Þórdís fljótlega ólétt og eiga þau drenginn Hafliða Frey, fimm ára, en þau segja vel hafa gengið að sameina fjölskyldurnar en stjúptengsl geti verið vandmeðfarið fyrirbæri og það þurfi að stíga varlega til jarðar þegar ný fjölskylda er mynduð. Þau telja lykilatriðið vera að gefa sér tíma. Þá sé mikilvægt að gera ekki kröfu um að það myndist strax djúp tilfinningatengsl, slíkt gerist á lengri tíma og mikilvægt að virða að börn fari hvert á sínum hraða í að tengjast nýjum stjúpforeldrum. Júlía leikur einmitt í Stattu með þér en alls leika rúmlega 20 börn í myndinni. Nafnið Júl- ía datt í kollinn á Þórdísi Elvu þegar hún var Einhuga í baráttunni ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDSDÓTTIR OG VÍÐIR GUÐMUNDSSON KYNNTUST Í LEIKHÚSINU OG ÁTTU SITT TILHUGALÍF ÞEGAR ÞÓRDÍS ELVA VELTI FRAM STÓRUM STEINI Í SAMFÉLAGIÐ – BÓK UM KYN- BUNDIÐ OFBELDI SEM TILNEFND VAR TIL ÍSLENSKU BÓKMENNTA- VERÐLAUNANNA. PARIÐ ER SAMSTILLT Í JAFNRÉTTISBARÁTTUNNI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is * Í dag tíðkast hjákrökkum, allt niður í12 ára, að senda nektar- myndir á milli. Það er orðið viðtekinn hluti af daðri hjá unglingum. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir útskrif- aðist frá leiklistardeild University of Georgia árið 2003 og lauk meistaranámi í ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands 2011. Níu leikrit eftir hana hafa verið sett upp af atvinnuleikurum. Árið 2006 hlaut hún tilnefningu til Grímunnar sem leik- skáld ársins 2006. Fyrsta bók hennar, Á mannamáli, var ein af verðlaunuðustu bókum ársins og hlaut tilnefningu til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Þórdís Elva var meðal handritshöfunda stuttmyndarinnar Fáðu já! Auk ritstarfa hefur hún meðal annars sinnt fréttamennsku á fréttastofu RÚV, leikstjórn og 2012 til 2014 var hún stjórnarformaður Samtaka um kvenna- athvarf. Víðir Guðmundsson útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands vorið 2006. Starfaði hjá Borgarleikhúsinu til loka árs 2008. Hann er einn af stofnendum GRAL-leikhópsins. Víðir hefur léð rödd sína til fjölda teiknimyndapersóna í tal- setningu barnaefnis fyrir Stúdíó Sýrland. Víðir hefur unnið jöfnum höndum við kennslu í leiklist á grunn-, framhalds- og háskólastigi frá útskrift. Helstu hlutverk Víðis í leikhúsi: Mozart í Amadeus, Gosi í Gosa, Björn í Horn á höfði, Gengis í söngleiknum Gretti, séra Oddur í 21 manns saknað, Jón í Endalokum alheims- ins og Sonny í söngleiknum Grease. ÞÓRDÍS ELVA OG VÍÐIR Ferill í stuttu máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.