Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Síða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Síða 59
5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Sveinn Yngvi Egilsson, prófess- or í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, er höfund- ur bókarinnar Náttúra ljóðsins – Umhverfi íslenskra skálda. Rauði þráðurinn í afar læsilegri og fróðlegri bók er rómantíkin og arfleifð hennar frá Jónasi Hallgrímssyni til núlifandi skálda. Auk listaskáldsins góða koma einkum við sögu Stein- grímur Thorsteinsson, Matt- hías Jochumsson, Hulda (Unn- ur Benediktsdóttir Bjarklind), Snorri Hjartarson, Hannes Pét- ursson og Gyrðir Elíasson. Þetta er bók sem allir sannir ljóðaunnendur ættu að hafa yndi af að lesa. Vel skrifað og upplýsandi verk. Ljóðskáld og náttúra Í október er von á spánnýrri skáldsögu eftir Ófeig Sigurðsson sem ber nafnið Öræfi. Vorið 2003 kemur ung- ur maður örmagna og blóðugur inn í Þjónustumiðstöðina í Skaftafelli eftir hrakninga á öræfum. Hann heitir Bern- harður Fingurbjörg, austurrískur ör- nefnafræðingur, og erindi hans til landsins var að halda í rannsóknarleið- angur inn á Vatnajökul og vitja um vettvang hroðalegs glæps sem framinn var tuttugu árum fyrr og beindist meðal annars að móður hans. Ófeigur hefur undanfarin ár hlotið mikið lof fyrir bækur sínar og fékk Skáldsaga um Jón, sem kom út árið 2010, meðal annars Bókmenntaverð- laun Evrópusambandsins. Þar kynntust lesendur séra Jóni Steingrímssyni, eld- klerkinum í Skaftáreldum, sem ungum manni og fylgdust með upphafi nú- tímans á Íslandi gegnum örlagaríka sögu af mótun manns og lands. Ófeigur Sigurðsson sendir frá sér skáldsögu um mann sem fer á vettvang hroðalegs glæps. Morgunblaðið/Einar Falur VATNAJÖKULL OG GLÆPUR Japaninn Haruki Murakami er einn af vinsælustu höfund- um heims og á síðustu árum hefur nafn hans iðulega verið nefnt í sambandi við Nóbels- verðlaunin í bókmenntum. Nú fréttist að nýjasta skáldsaga Murakami sé væntanleg á ís- lensku og ber nafnið Hinn lit- lausi Tzukuru Tazaki og pílagrímsár hans. Ingunn Snædal skáld þýðir verkið sem kemur út núna í október. Murakami var á sínum tíma gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík og sló í gegn, sér- staklega hjá yngra fólki. Ensk gerð þessarar nýju skáldsögu hefur verið til sölu í Eymundsson og salan hefur verið gríðarlega góð. Enska þýðingin er svo ofarlega á metsölulistum í Bretlandi, en Murakami var þar á dög- unum og hundruð biðu í biðröð eftir að fá hjá honum áritun og höfðu sumir beðið í tólf til sextán tíma eftir að komast í nánd við goðið sitt. Víst er að fáir nútímahöfundar eiga slíkum vinsældum að fagna. Aðdáendur Murakami bíða svo spenntir eftir því hvort hann muni fá Nóbelinn þetta árið, en sumir segja reyndar að almennar vinsældir hans dragi fremur úr líkum hans en auki þær. Við skulum bíða og sjá. MURAKAMI Á ÍSLENSKU Nýjasta skáldsaga Murakami kemur út á íslensku. Manndómsár er lokabindið í þríleik Lev Tolstoj, en fyrstu bækurnar Bernska og Æska komu út fyrr á þessu ári. Bæk- urnar eru skáldsögur en byggj- ast á ævi skáldsins. Þetta eru undragóðar sögur sem sýna glöggt hversu næmt auga Tol- stoj hafði fyrir mannlífi og fólki og þar varpar hann fram ýms- um siðferðilegum spurningum. Í þessari bók býr Níkolaj sig undir háskólanám. Áslaug Agn- arsdóttir þýðir listavel. Lokabindi frábærs þrí- leiks Tolstojs Borgir, Tolstoj, skáld og kostu- legur fakír NÝJAR BÆKUR VEGLEG BÓK UM BORGIR OG BORGARSKIPULAG ER KOMIN ÚT. LOKABINDIÐ Í ÞRÍLEIK EFTIR TOL- STOJ ER BÓK SEM RÍKULEGA ER MÆLT MEÐ. FJALLAÐ ER UM LJÓÐSKÁLD OG NÁTTÚRU Í AF- AR LÆSILEGRI BÓK. ÞÝDD SKÁLDSAGA UM FAKÍR SEM BREGÐUR SÉR Í IKEA ER GÓÐ SKEMMTILESN- ING. Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp er afar fjörug og bráðskemmtileg skáldsaga eftir Romain Puértolas. Indverski fak- írinn Patel ætlar sér að kaupa for- láta naglarúm á tilboði í IKEA en lendir fyrir misskilning í við- burðaríkri Evrópureisu þar sem hann lærir ýmislegt um það sem skiptir raunverulegu máli í mannlíf- inu og kynnist hinni einu sönnu ást. Skemmtilegur fakír í IKEA Borgir og borgarskipulag er vegleg bók eftir Bjarna Reynarsson þar sem hann fjallar um þróun borga á Vesturlöndum, í Kaup- mannahöfn og Reykjavík. Um 500 myndir, kort og skýring- armyndir prýða bókina. Þeir sem hafa áhuga á skipulagi borga og almennri menningarsögu hafa örugglega mikinn áhuga á að kynna sér þetta fyrsta yfirlitsrit á íslensku um þróun borga frá örófi alda til okkar tíma. Fyrsta yfirlitsritið um þróun borga * Sönn vinátta er ein sál í tveimur lík-ömum.Aristóteles BÓKSALA 24.-30. SEPT Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 NáðarstundHannah Kent 2 Afdalabarn - kiljaGuðrún frá Lundi 3 RottuborgariDavid Walliams 4 KvíðasnillingarnirSverrir Norland 5 SegulskekkjaSoffía Bjarnadóttir 6 Lífið að leysaAlice Munro 7 Handan minningaSally Magnusson 8 Jóga fyrir allaSólveig Þórarinsdóttir 9 Hot StuffRagnar Th. Sigurðsson 10 Þegar dúfurnar hurfuSofi Oksanen Kiljur 1 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 2 KvíðasnillingarnirSverrir Norland 3 SegulskekkjaSoffía Bjarnadóttir 4 Lífið að leysaAlice Munro 5 Þegar dúfurnar hurfuSofi Oksanen 6 Amma biður að heilsaFredrik Backman 7 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson 8 Ævintýraferð fakírsins sem festistinni í Ikea skáp Romain Puértolas 9 Leikur hlæjandi lánsCarlos Ruiz Zafón 10 MörðurBjarni Harðarson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Nauðsyn brýtur lög.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.