Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Qupperneq 18
18
Fréttir
Fimmtudagur l.júlí 1999
Fyrir fimmtán árum - sumarið 1984
Meistaraflokkur ÍBV í
knattspyrnu lék í 2.
deild árið 1984, féll úr
1. deild (sem nú heitir
úrvalsdeild) árið áður.
Þjálfari liðsins á tíma-
bilinu var Einar Frið-
þjófsson. Miklar
væntingar voru
gerðar til liðsins og
þess nánast krafist að
það næði aftur sæti í
1. deild. En gengi
liðsins var slakt og
ekki í samræmi við
það sem vænst hafði
verið af því. Einar
þjálfari var í opnu-
viðtali í Fréttum 28.
júní og var þá m.a.
spurður um móralinn í
liðinu en einhverjir
leikmenn höfðu sýnt
óánægju sína með að
vera teknir út af í
leikjum. Því svarar
Einar þannig:
„Margir þeirra eru ungir og eiga erfitt
með skap, em hreinlega ekki búnir að
læra hvað er að gerast. Það verða allir
að sætta sig við það að vera teknir út
af, það getur enginn leikmaður lejjft
sér það að verða trylltur við slíkt. Eg
líð það alls ekki.“
Þá er þjálfarinn spurður hvort hluti
leikmanna hafí verið drukkinn þegar
komið var heim úr síðustu keppnis-
ferð. Því svarar hann:
„Þeir voru ekki drukknir. Hins vegar
skal ég viðurkenna að einhveijir þeiira
höfðu fengið sér áfengi á leiðinni. Eg
er búinn að ræða það mál og ég fór
fram á að slíkt kæmi ekki fyrir aftur.
Hins vegar eru það hreinar línur frá
minni hálfu að ég er engin bamapía
yfir þessum peyjum og hafi þeir ekki
þroska til að skilja hvað um er að vera
þá er það þeirra mál. Eg get ó-
mögulega verið að þvarga í full-
orðnum mönnum dag eftir dag út af
hinu og þessu.“
En gengi ÍBV batnaði lítt og í byijun
ágúst var Einar látinn taka pokann
sinn og hætta. Við þjálfun liðsins tóku
þeir Kjartan Másson, Viktor Helgason
og Páll Pálmason. Jónas Sigurðsson í
knattspyrnuráði vildi ekki kalla þjálf-
arann sökudólg en sagði að Einar
hefði ekki getað unnið með hópnum
eða hópurinn með honum. Því hefði
verið einfaldast að skipta um
verkstjóra.
Einar sagði í viðtali við Fréttir að
hann væri sár yfir þessu og uppsögnin
hefði komið sér á óvart. Sér þættu
þetta kaldar kveðjur eftir margra ára
starf að knattspymumálum í Eyjum og
taldi að knattspymuráðsmenn væm að
reyna að bjarga eigin skinni.
Svo fór að ekki dugði að skipta um
þjálfara og Eyjamenn sátu eftir í 2.
deildinni þetta árið.
En man Einar Fríðþjófsson eftirþessu
sumri?
„Já, ég man vel eftir því. Og það
komu nokkur mögur ár eftir þetta hjá
ÍBV áður en birti til á ný. En ég hélt
mínu striki og hélt áfram að þjálfa í
mörg ár eftir þetta. Arið eftir var ég á
Seyðisfirði og svo í tvö ár hjá Fram í
Reykjavík þar sem ég þjálfaði 3.
flokk. Þá unnum við alla þá titla sem
hægt var að vinna. Margir þeirra
stráka em enn á fullu, t.d. Steinar Guð-
geirsson, Anton Bjöm og Agúst
Gylfason. Og ég var ekkert búinn að
segja skilið við Eyjar því að ég varð
framkvæmdastjóri Týs og sá um að
þjálfa 3. flokk. Það ár urðum við ís-
landsmeistarar innanhúss. Svo
þjálfaði ég 2. flokk í nokkur ár. Eg
hætti að þjálfa fyrir tveimur ámm en
hef verið í nánu sambandi við boltann,
er svona hálfgerður framkvæmdastjóri
fyrir Shell- og Pæjumótin. Svo kenni
ég við Framhaldsskólann á vetuma.“
Nú andaði fyrir fimmtán ámm heldur
köldu milli þín og ýmissa aðila, t.d.
knattspymuráðs ÍBV. Hefur gróið þar
um heilt síðan?
„Já, ég held að ég eigi mér enga
óvildarmenn í dag og sjálfur ber ég
engan kala til neinna af þessum
aðilum. Tveir þeirra starfa meira að
segja með mér í dag að Shellmótunum
og það samstarf gengur hið besta.
Auðvitað hrista menn svonalagað af
sér, það gengur ekki að vera í ein-
hverri fýlu,“ sagði Einar Friðþjófsson.
EINAR Friðþjófsson, fyrrum
þjálfari meistaraflokks IBV.
Fyrir fimmtán árum - sumarið 1989
Ný verslun á 15 ára fresti
í byrjun júlí 1984 opnuðu
þeir frændur Aðalsteinn
Jónatansson og Geir
Sigurlásson frá Reynistað,
nýja húsgagnaverslun og
bólstrun í nýju og glæsilegu
húsnæði í Lautinni við
Vesturveg. í Fréttum þann
11. júlí segir svo um
opnunina:
„Fyrirtæki þeirra frænda er ekki orðið gamall
þrátt fyrir mikil umsvif. 1981 hófu þeir rekstur
húsgagnaverslunar og bólstrunar að Skólavegi
13 og hlaut fyrirtækið nafnið Reynistaður.
Fljótlega kom í ljós að þjónusta þeirra naut
mikilla vinsælda svo að húsnæðið við Skólaveg
varð of þröngt. Bmgðu þeir þá á það ráð að efna
til húsgagnasýninga í húsnæði Vemdaðs
vinnustaðar við Faxastíg. Þessar sýningar mælt-
ust vel fyrir og urðu til að ýta undir hugmyndir
þeirra um að ráðast í byggingu verslunarhúss í
Lautinni.
Ohætt er að segja að mjög ör vöxtur hafi verið í
fyrirtæki þeirra frænda því að nú, þremur ámm
eftir stofnun þess em þeir fluttir í þetta glæsilega
eigið húsnæði á fomum slóðum Reyni-
staðarættarinnar og má segja að hinn nýi
Reynistaður sómi sér vel við Vesturveginn."
„Þú segir nokkuð," sagði Geir Sigurlásson
þegar við slógum á þráðinn til hans sl. föstudag.
„Em fimmtán ár síðan? Það hittist vel á. Við
vomm nefnilega að opna nýja verslun á Selfossi
í morgun, stóra og mikla, 460 fermetra í mjög
góðu húsnæði að Eyrarvegi 5, beint á móti
hótelinu. Við emm búin að vera með hús
gagnaverslun í eitt ár á Selfossi í öðm húsnæði,
svo misstum við það en fengum í staðinn þetta
líka fína pláss, akkúrat í miðri traffíkinni."
Geir og fjölskylda hans eiga og reka verslunina
Reynistað og auðvitað heitir verslunin á Selfossi
sama nafni. Aðalsteinn hætti í rekstrinum 1988,
býr nú í Los Angeles, þar sem kona hans er
viðskiptafræðingur en sjálfur vinnur hann við
tölvutalningu á lagemm fyrir stórfyrirtæki og
unir hag sínum vel úti í sólinni hjá fræga fólkinu.
„Þetta hefur gengið ágætlega á þessum fimmtán
ámm, auðvitað er þetta alltaf bamingur rétt eins
og í öllum rekstri en ég hef ekki ennþá komist í
auglýsingamar í Lögbirtingi. Svo höfum við
verið að smáfæra út kvíamar. Við höfum lengi
verið með veggfóður og skrautlista, teppi og
flísar og ákváðum að stíga skrefið til fulls í vor
og emm nú með málningu líka.“
„Nei, ég veit nú ekki hvort þetta verður fastur
liður hjá Reynistað að opna nýja verslun á
fimmtán ára fresti en þó er aldrei að vita. Alla
vega gengur þetta vel, bæði í Eyjum og á
Selfossi svo að það er aldrei að vita nema
Reynistaður skjóti víðar rótum á lands-
byggðinni," sagði Geir Sigurlásson.
GEIR, kaupmaður á Reynistað.