Fréttir - Eyjafréttir - 01.07.1999, Síða 28
Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 * Fax 481-1293
ÍBV strákarnir í 6. flokki A stóðu uppi sem meistarar á
Shellmótinu um síðustu helgi. Bls. 12og13
FUÍTNINGAR - VESTUANKAEYJUU
Daglegar farilr hrort á land um w.
Vöruafgreiðsla
Skildingovagi 4 Sfnii 4S1 3440
Vöruafgreiðsla í Reyk|avík
Aðolfiuiningar Höðinsgöta 2
Sfmi S81 3030
Sigmar hættur efflr brjá-
tfu ár sem verslunarstjóri
í dag taka nýir eigendur við rekstri
verslunarinnar Vöruvals í
Kúluhúsinu við Vesturveg. Sigmar
Georgsson og Edda Angantýsdóttir
hafa selt Ingimar, bróður Sigmars,
og konu hans Hjördísi Arnars-
dóttur, verslunina.
„Við skrifuðum undir samninginn á
mánudaginn var og Ingimar tekur við
rekstrinum í dag, fimmtudag," sagði
Sigmar. Þetta er búið að eiga sér
nokkum aðdraganda. Ingimar hafði
sýnt þessu áhuga og Edda var tilbúin
að selja honum sín 50 prósent í versl-
uninni. Svo fór ég að hugsa málið, ég
er búinn að vera verslunarstjóri í 30 ár
og líklega kominn tími til að prófa
eitthvað nýtt svo að ég ákvað að stíga
skrefið til fulls. Það hafa allir gott af
því að breyta ul.“
Sigmar hefur rekið Vöruval í sex ár.
Áður var hann verslunarstjóri á Tang-
anum í fimmtán ár og þar áður í m'u ár
hjá Kaupfélaginu. Ingimar hefur aftur
á móti unnið í 20 ár hjá Heildverslun
Karls Kristmanns.
„Ingimar er svo sem enginn ný-
græðingur í verslun. Hann þekkir vel
inn á þessa hluti og hefur oft leyst mig
af þegar ég hef farið í frí. Eg verð
áfram héma í nokkra daga honum til
aðstoðar en hætti svo alveg. Það
verða í rauninni einu breytingamar að
við Edda hættum, allt starfsfólkið
verður áfram og reksturinn með svip-
uðu sniði að ég held.
Nei, ég er ekki að fara í útgerð,"
sagði Sigmar og hló við spumingunni.
„Það er alveg óráðið enn hvað ég tek
mér fyrir hendur en líklega verður það
alls óskylt verslunarrekstri. Það
verður bara að koma í ljós,“ sagði
Sigmar.
„Eg tek við Vöruvali í dag, raunar
þarf ég að klára fyrra starfið af en
Simmi verður mér innan handar í ein-
hverja daga. Þetta er í sjálfu sér ekki
nein bylting hjá mér, ég hef unnið við
verslun nær alla ævi og ástæðan fyrir
því að við fömm út í þetta er að mig
langar til að skapa mér og fjöl-
skyldunni atvinnu. Afkoman hefur
líka verið góð hjá Vöruvali. Eg reikna
ekki eð að miklar breytingar verði á
rekstrinum, alla vega ekki til að byrja
með. Kannski bryddum við upp á
einhveijum nýmælum með haustinu,“
sagði Ingimar Georgsson, hinn nýi
eigandi Vöruvals.
Sumarstúlkan 1999
Undirbúningur fyrir Sumarstúlkukeppnina á
laugardaginn er á lokastigi og stefnir í að úr verði
glæsilegasta skemmtun ársins. í boði er skemmtun
með kvöldverði af veisluhlaðborði frá Fjörunni,
skemmtiatriðum, glensi og gríni, tískusýningu þar
sem stúlkumar verða í aðalhlutverki og loks dansleik
sem stendur fram á nótt.
Eins og kemur fram í auglýsingu í miðopnu hefjast her-
legheitin með því að Kiwanishúsið verður opnað kl.
19.30 og ljóst er að þama getur fólk á öllum aldri átt
saman ánægjulega stund.
Margir koma við sögu við undirbúninginn sem fram-
kvæmdastjórinn, Bima Vigdís Sigurðardóttir, hefur stýrt
af röggsemi. Þeir sem hafa lagt keppninni lið með
Fréttum em m.a. íslandsflug, Vestmannaeyjabær, Spari-
sjóður Vestmannaeyja, Eyjablóm, Sprett úr spori, Apótek
Vestmannaeyja, Hárgreiðslustofa Guðbjargar, Kúltúra,
Hressó, Eðalsport, Jazz, Selma Ragnarsdóttir, Fjaran,
Smart, Snyrtistofan Anita, Rúnar Karlsson, Súsanna
Georgsdóttir, Davíð Amórsson og Samvinnuferðir
Landsýn.
Eins og gefur að skilja em stúlkumar í öndvegi og fá þær
allar myndarlegar gjafir auk þess sem Sumarstúlka
Vestmannaeyja fær glæsileg verðlaun. Allar fá stúlkumar
m.a. flugfar fyrir einn frá Islandsflugi, þjóðhá-
tíðarlagadiskinn sem er að koma út, nýju Ecolylínuna frá
Heildsölugallerínu og Hárgreiðslustofu Guðbjargar. Auk
þess fær sigurvegarinn gjafir frá Apóteki Vestmannaeyja,
Eðalsporti, Snyrtistofu Anitu. Hressó, gjafabréf frá Smart
og síðast en ekki síst viku sólarlandaferð til Mallorka í
haust frá Samvinnuferðum Landsýn.
Dansleikur er á eftir með Hálft í hvom með Eyjólf
Kristjánsson og Gunnar Inga í fararbroddi en urn mið-
nætti verður Ijóst hver verður Sumarstúlka Vestmanna-
eyja, Ljósmyndafyrirsætan og vinsælasta stúlkan.
VlkulilhjCLá
•k
vikuna 1. júlí til 7. júlí
Vara fyrir* eftir*
Pepsi, 21 - 6 flöskur í kippu. Handklæði fylgir með. kr. 938,-
Lenor mýkingarefni, 2x500ml kr. 335,- kr. 279,-
Ariel Future, 2,5kg kr. 1.134,- kr. 889,-
Bounty eldhúsbréf, 6 rúllur saman kr. 765,- kr. 429,-
Mr. Propper eldhús og glerhreinsir kr. 275,- kr. 218,-
Crest tannkrem, 3 á verði 2ja kr. 275,- kr. 218,-
*Verðhrun
Góð vers/o,? / alf lei0\
Vettmannabraut