Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 14. septembers 2000 Bókvitið 'askana Vestmannaeyingar Ljósprentuð útgófa biblíunnar Það er enginn vafi á því að bókvitið verður í askana látið; við lifum á tímum upplýsingabyltingarinnar og í dag er ekkert eins mikils virði og upplýsingar, eða með öðrum orðum, bókvitið. Við þurfum ekki annað en smá umhugsun til að skilja hversu mikilvægar upplýsingar geta verið: t.d. maður sem hefur „innherja- upplýsingar“ um fyrirtæki getur grætt á því milljarða, og upplýsingar um framleiðslu á undralyfi geta verið dýrmætar. En íhugum allar þær gífurlegu upplýsingar og þann fróðleik, sem er að finna í öllum bókum heims. Bækumar sitja ósköp sakleysislegar uppi í hillu, kannski nokkrar saman í hnipri, kannski slitnar, kannski í löngum röðum og rykfallnar, eða glæsilegar í skrautbandi, en þegar við tökum bók úr hiliunni, opnum hana og kíkjum á þessar endalausu raðir af svörtum stöfiim, þá blasa allar þessar upplýsingar við okkur, fróðleikur og þekking sem mannkynið hefur verið að viða að sér í árþúsundir. Auðvitað eru margar bækur óttalega ómerki- legar, innihalda bara hjal um hvers- dagslega hluti, eru endurtekningar á því sem sagt hefur verið ótal sinnum. eða þylja upp talnarunur. En þótt aðeins smáhluti allra bóka sem hafa verið prentaðar sem væri í raun einhvers virði, þýðir það að bókin er stórmerkilegt fyrirbæri, hún er til vitnis um mikilvægasta eiginleika mannsins, að geta safnað að sér þekkingu og geta skráð þessa þekk- ingu. Erlendur Jónsson er bókaunnandi vikunnar En bók er ekki bara safn upplýs- inga, hver bók hefur sinn eigin persónuleika. Tökum til dæmis bók bókanna, biblíuna. Það eru til stórar biblíur, litlar biblíur, þunnar biblíur og þykkar, myndskreyttar biblíur og ótal aðrar tegundir af biblíum. Eg tók upp á því einhvem tímann að safna biblíum á mismunandi málum, keypti mér ensku biblíuna í útgáfu Jakobs I. Englandskonungs, danska biblíu, ítalska og þýska. Nú nýlega átti ég kost á því að heimsækja kastala í Þýskalandi þar sem Marteinn Lúther sat í fangelsi og þýddi biblíuna á þýsku, eða nánar tiltekið Nýja Testamentið. Þar var til sölu ljósprentuð útgáfa af biblíunni eins og hún var prentuð af Lúther árið 1545, en það var víst þessi útgáfa sem Guðbrandur biskup Þorláksson lét þýða og gaf út 1584. Ég verð að segja að þessi útgáfa Lúthers er alskemmti- legasta útgáfa biblíunnar sem ég hef nokkru sinni eignast, í henni em myndir og svo hefur Lúther skrifað forspjall að öllum helstu bókum Nýja Testamentisins og mörgum bókum Gamla Testamentisins og þar að auki hafa fróðlegar athugasemdir hans verið prentaðar á spássíuna. Þýskar nútímaútgáfur á biblíunni em flestar byggðar á þýðingu Lúthers, en hafa verið „hreinsaðar“ af öllum slíkum athugasemdum og að auki hefur hið hreina, kraftmikla tungutak Lúthers látið á sjá eftir að margar kynslóðir hafa kmkkað í það. Hér er til dæmis smávegis úr upphafi forspjalls Lúthers að Rómverjabréfinu: „Þetta bréf er hinn sanni höfuðkafli hins Nýja Testamentis og er hið allra háværasta Evangelium. Sem er vissu- lega vel þess virði að það hver krist- inn maður frá orði til orðs lesi og utanbókar kunni og það á hverjum degi um gangist sem hið daglega brauð sinnar sálar. Því enginn getur í því of mikið eða of vel lesið eða það skoðað. Og því meir sem það hand- leikið er því gómsætara það verður...“ Bý heima, (eins og Jesús) Fyrir skömmu var haldinn stofnfundur félags sem hefur það að markmiði að varðveita Blátind VE. Á mynd, sem birtist af stofnfélögum ísíðasta blaði, var farið rangt með nafn eins þeirra, honum ruglað saman við bróður sinn sem hvergi kom nærri stofnun félagsins. Það leiðréttist hér með og hinn rétti félagi Blátindsfélagsins er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn ? Birgir Stefánsson. Fæðingardagur og ár? 11.júní 1978. Fæðingarstaður? Siglufjörður. Fjölskylduhagir? Bý í foreldrahúsum (Jesús gerði það líka fram að þrítugu). Menntun og starf? Búinn með 2. stig Stýrimannaskólans, er nú í námi til stúdentsprófs. Laun? Engin eins og er en hafa verið góð fram að þessu. Farartæki? Mitsubishi 3000 GT, Pjakkur, átta vetra hestur og svo gamalt motocrosshjól. Helsti galli? Er stundum óþarflega nákvæmur. Helsti kostur? Fljótur að aðlaga mig nýjum aðstæðum. Þeir sem til þekkja segja að hægt sé að treysta mér. Uppáhaldsmatur? Saltfiskur dags daglega. Lambafillet til hátíðabrigða. Versti matur? Kindabjúgu. Uppáhaldsdrykkur? Dags daglega léttmjólk. Til spari erþað ákveðinn kapteinn! Uppáhaldstónlist? Svokölluð tölvutónlist. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að fara á hestbak og aka greitt á bíl. Hvað er það leiðinlegasta sem þú veist? Þegar fólk ruglar okkur bræðrunum saman. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ávaxta hana vel. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Geir H. Haarde. Uppáhaldsíþróttamaður? Systir mín, knattspyrnu- maðurinn Kolbrún Inga. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? I Hestamannafélaginu og nýstofnuðu Blátindsfélagi. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttatengt efni. Uppáhaldsbók? Ævisaga Óskars Halldórssonar, síldarspekúlants. Hvað meturþú mest ífariannarra? Áreiðanleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Viktoríufossar í Zimbabwe. Afhverju hefur ungur maður, eins og þú, áhuga á að varðveita eldgamlan bát? Ég hefhaft brennandi áhuga á bátum frá því ég var smástrákur, varalltafá bryggjunum. Finnst þetta merkilegur bátur, sá eini sem enn er í heilu lagi af þeim sem smíðaðir hafa verið í Vestmannaeyjum. Ekki hefur þú verið skipverji á Blátindi? Nei, st/o gamall er ég nú ekki orðinn. Hvað áformið þið að gera á næstunni? Að taka hann í gegn og stefna að því að hann verði klár fyrir vorið. Heldurðu að ykkur takist að klára þetta fyrir næsta sjómannadag? Eigum við ekki að vona það. Eitthvað að lokum? Ég vil hvetja þá sem hafa áhuga á þessu málefni að leggja okkur lið. Þetta er sá eini af 72 bátum, sem smíðaðir voru í Eyjum frá aldamótum, sem enn er til og við megum ekki tapa honum líka. Þann 9. júlí eignuðust Sigríður Vigdís Ólafsdóttir og Hafþór Halldórsson dóttur. Hún vó 15 merkur og var 51 cm að lengd. A myndinni með honum eru systkini hennar Alma Lfsa og Fáfnir. Ljósfaðir stúkunnar knáu var pabbi sjálfur, Hafþór Halldórsson, son sem stóð sig eins og hetja. Þann 9. ágúst eignuðust Andrea Inga Sigurðardóttir og Guðmundur Ágústsson son. Hann vó 13 merkur og var 49 cm að lengd. Hann hefur verið skírður Daníel. Með honum á myndinni eru systkini hans ff.v. Ása Guðrún, Sigurður Ingi og Ásdís Ósk. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Orðspor_________________________________ - Það er ekki laust við að helftin af Eyjamönnum sé í uppnámi vegna niðurstöðunnar úr útboði Herjólfs. Eins og gengurfaraýmsarsamsæriskennigar á kreik þegar uppnám er annars vegar. Ein kenningin er sú að KR-ingar standi á bak við tilboð Samskipa. Kenningin er þessi: Látum Vestmannaeyinga fá bikarinn, þá verða þeir svo glaðir. Síðan hirðum við hinar tvær dollurnar Herjólf og Islandsmeistarabikarinn. - Áfram með knattspyrnuna og útboðið. Þegar tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni voru þarýmsir valinkunnir menn, meðal annars ástkærir, hm tja, að minnsta kosti fyrrverandi ástkærir, bæjarstjóri vor og formaður samgöngunefndar. Mun hafa verið hvíslað að bæjarstjóranum eftir að tölur voru Ijósar: „Er ekki vont að tapa svona tvo daga í röð.“ - Einnig er það haft fyrir satt að formaður samgöngunefndar hafi sagt allnokkuð stundarhátt þegar tilboðin voru opnuð: „Hvurn andsk. eru framsóknarmenn að leggja undir sig Eyjarnar." - Þegar talað er um framsóknarveldið og gamlar SÍS-klíkur er ekki langt í Olíufélagið og Samskip, enda munu þeir vera feðagar Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins og Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskips. Er þess vegna mikið spjallað um góða olíudíla á tanka Herjólfs, sem að öllum líkindum mun verða nefndur hinu hljómmikla nafni SAMJÓLFUR! Á döfinni 4* 15.-19. sept Ilmkerlasýnikennsla í Gollerí Heimalist 16. sept. Innanfélagsmót SjóVe 16. sept. Hjóna- og parakeppni ó golfvellinum. Áfram 18. sept. Sigurgeir og Katrín!!! Karlaleikfimin hefst í Týsheimilinu 18.-19. sept. Fyrri hluti nóms í Ökuskóla Vestmannaeyja 24. sept. Úrslitaleikur ÍBV og IA í kókakólabikamum. 25. sept. Laugardalsvelli. Áfram IBV eins og presturinn segir Tölvuskóli Vestmannaeyja. Nómskeiðin hefjast 30. sept. fjölbreytt að vanda. Allir í tölvunóm! Lundaballið í umsjó Elliðaeyinga 30. sept. og 1. okt. Nómskeið í list- og sköpunargófu ó vegum KÍ 02.-04. old. haldið ó Hallveigarstöðum Seinni hluti nóms í Ökuskóla Vestmannaeyja 14. okt. Eyjar 2010. 12. okt. Bjórhólíð ó Mónabar, stendur í þrjó daga! 15. okt. Poppmessa i Landakirkju kl. 20.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.