Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 14. september 2000 Eyjavefurinn www.eyjar.com var formlega opnaður síðastliðinn mánudag: Bylting í kynningu á Netinu Eyjavefurinn www.eyjar.com var formlega opnaður síðastliðinn mánudag. Eyjavefurinn er samstarf Vestmannaeyjabæjar, LandMats ehf. Mannfræðistofnunar Háskóla Islands, og Rannsóknasetursins í Vestmannaeyjum auk þess sem fleiri aðilar hafa komið að verkinu. Það eru þeir Gísli Pálsson og Davíð Bjarnason sem leitt hafa verkefnið. Gísli Pálsson sagði við formlega opnun vefsins að upphaflega hafi ver- ið lagt af stað með töluvert aðra hugmynd, en nú er orðin að vemleika. „Við ætluðum fyrst og fremst að vinna með Byggðasafnið, samfara endur- bótum á því. A Mannfræðistofnun hafði verið í undirbúningi verkefni sem við kölluðum Islandsvef, en þar var meiningin að taka kort af landinu og setja ofan á það margs konar lög af upplýsingum um hvert bæjarfélag, hús, gatnakerfi, upplýsingar um mannvirki, sögu og svo framvegis. Upp úr þessu kom hugmyndin um sérstakan Eyjavef og við ákváðum að einbeita okkur að henni og gera það vel, sem er þessi Eyjavefur sem nú hefur formlega verið opnaður." Til heiðurs Þorsteini Þ. Víglundssyni Gísli sagði að upphaflega hafi hug- myndin verið að heiðra minningu Þorsteins Þ. Víglundssonar fyrrver- andi skólastjóra og sparisjóðsstjóra á hundrað ára afmæli hans. „Við fengum til liðs við okkur starfsmenn LandMats, en þar er fólk sem ég hef starfað með að öðmm málum og einn fyrrverandi nemandi minn, Davíð Bjamason, hefur mikið til stýrt tækni- vinnunni þar. Það vildi svo til að þeir vom að prófa sig áfram með nýja tækni þar sem gengið var út frá landakortum og þrívíddarmyndum, þannig að notandi vefsins gat vafrað um landakort eins og hann væri í raunvemlegu rými. Hann gat staðsett sig, eins og í þessu tilviki á mörgum stöðum og tekið það sjónarhorn sem hann vildi. Við ákváðum að gera lilraun til þess að beita þessari tækni við Vestmannaeyjar og ég held að þar hafi tekist ákaflega vel til. Þetta er mjög margþættur vefur, en við feng- um ágæta styrki frá Sparisjóði Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæ. Við fengum einnig styrk frá Ný- sköpunarsjóði námsmanna sem gerði okkur kleift að leggja töluverða vinnu í þetta og það var hópur stúdenta sem vann að þessu sl. sumar, meðal annars Frosti Gíslason tækniskólanemi, sem er úr Eyjum og reyndist mjög öflugur verkmaður í þessu verkefni. Hópur manna var og hefur verið að skrifa menningarefni, auk þess sem Gunn- hildur Hrólfsdóttir rithöfúndur, Sigur- geir Jónasson ljósmyndari og Páll Steingrímsson kvikmyndagerðar- maður lánuðu okkur efni, svo og ýmsir aðrir Eyjamenn. Margþættar upplýsingar Gísli segir að á vefnum sé að finna mjög margþætt menningarefni, auk upplýsinga um bæjarkerfið og upplýs- ingaveitur fyrir bæinn. „Trompið okkar er þrívíddarmynd, þar sem hægt er að ferðast um Eyjar, eins og viðkomandi væri á staðnum. Þessi tækni er það sem koma skal, en Eyjavefurinn, er nú langt á undan öllum vefjum sveitarfélaga í landinu og það er gaman að segja frá því að starfsmönnum Reykjavíkurborgar var sýndur þessi vefur fyrir nokkrum dögum og það var eins og rynni upp fyrir þeim að Reykjavík væri langt á skoða hverju sinni, og skipta um upplýsingalög. Með tilkomu þrí- víddarmyndanna getur skoðandinn einnig ferðast um ákveðið umhverfi. Það má því segja að þetta sé sambland af ólíkri tækni sem byggir á land- fræðilegum upplýsingakerfum og alls kyns margmiðlunartækni, eins og Flash-tækni og panorama-tækni.“ Hvað er þetta Flash? „Það er í rauninni ákveðið forrit og foritunarmál, sem býður upp á ólíka framsetningu margmiðlunarefnis á vefnum í aðgengilegu formi. En við erum að blanda þama saman ólíkri tækni svo að úr verður heildstætt viðmót." Þarf notandinn að hafa einhver aukaforrit í tölvunni sinni til þess að geta notið vefsins að fullu? „Nei. Kortaviðmótið og hring- myndaviðmótið er þannig hannað að notandi þarf ekki neitt og í raun leggjum við hjá LandMati áherslu á að notandinn þurfi ekki að hlaða inn neinum þungum viðhengjum fyrir þetta umhverfi sem við þróum. Fyrir þrívíddarkortið sem unnið er í Flash þarf að hlaða inn smá bút en um 90 prósent tölvunotenda em með það. Þannig að svarið við þessari spumingu er nei.“ Mikil þróunarvinna Hvað hefur tæknivinnan tekið langan tíma? „Það er eitt og hálft ár síðan hugmyndin byrjaði að þróast, á sama tíma hefur LandMat verið að þróa þessa tækni sem vefurinn byggist á. Þannig að töluverð þróunarvinna liggur að baki, en við höfum einnig notað þessa tækni á öðmm sviðum fyrir aðra aðila.“ Hvemig sérðu hugbúnaðarhliðina á þessum vef þróast næstu misseri og ár? „Ég sé fyrir mér mjög mikla og öra þróun. Það sem hamlar okkur mest núna er bandbreiddin, það er að segja tengihraði einstaklingsins. Einn af höftiðverkjum okkar er að við höfum því þurft að skala þetta þannig niður að vefurinn gangi á módemi í heimahúsi. Eftir því sem það breytist og fleiri tengjast breiðbandi, ljósleið- umm og slíku, er hægt að þjóna þyngra efni yfir vefinn. Eins er líka mikil þróun í þessari tækni, sérstaklega hvað varðar þrívíddamm- hverfi á Netinu, þannig að við gemm ráð fyrir því að fólk ætti að geta gengið um í því innan nokkurrra mánaða. En þetta er bara fyrsta útgáfa vefsins og vonum að það muni skapast gmndvöllur til þess að þróa vefinn og nýta tæknina enn frekar fyrir bæjarfélagið að kynna sig út á við og einnig sitt innra starf.“ En er þróunin í flutningsgetunni og möguleikamir sem hægt er að setja út á vefinn ekki úr takti og ekki nógu samstíga gagnvart hinum almenna notanda? „Það em ansi stórir hlutir að gerast í bandvíddarmunum og munu gerast á næstu misserum. En auðvitað er hluti þessarar tækniþróunar að leysa þetta vandamál. Þangað til það verður al- mennt er hins vegar ekki hægt að loka augunum fyrir því miðað við modem og flutningsgetu og annað slíkt að þetta helst ekki alveg í hendur, eins og nú er hjá hinum almenna notanda. Ég gæti trúað að innan eins til tveggja ára muni tengigetan og efhið, sem verið er að setja á vefinn, haldast í hendur. En það em alls kyns verkefni í gangi bæði varðandi ljósleiðara og breiðband og hver veit hvað verður næst,“ sagði Davíð Bjamason. FORVÍGISMENN Eyjavefsins, Gísli, Davíð og Pall Marvin Jónsson. FJÖLMENNI var við vígslu Eyjavefsins. eftir í þessum efnum. Mér finnst líklegast að þessi vefur setji markið fyrir önnur sveitarfélög í landinu og að menn fari að nýta sér þessa tækni í vaxandi mæli.“ Gísli segir að þó vefurinn sé form- lega tekinn í notkun eigi eftir að fullvinna ákaflega margt. „Þar vil ég til dæmis nefna Byggðasafnið. Við gerum fljótlega ráð fyrir því að fólk geti bókstaflega gengið um sali ímyndaðs safns, sem bara er til á vefnum. Ég held að það yrði mikil framför, en auk þess bætast við myndavélar, þar sem hægt er að skoða í beinni útsendingu ýmislegt það sem mannlíf og náttúra Éyjanna hefur upp á að bjóða, eins og Keikó, fuglalíf og svo mætti lengi telja. Þetta yrði gagn- virkt samband, þar sem skoðandinn gæti stýrt myndavélinni sjálfur með einfaldri aðgerð á tölvunni sinni. Ég held að stutt sé í þetta og yrði forvitnilegt fyrir náttúruunnendur og áhugafólk um mannlíf og ferða- mennsku." Fljótlega þýtt á ensku Nú er þetta aðgengilegt um allan heim, en vefurinn aðeins á íslensku. Hvemig er með þýðingar á önnur tungumál? „Við vonumst til að fljótlega verði vefurinn og allt umhverfið þýtt á ensku, þannig að menn geti vafrað um vefinn svo til óháð tungumáli. Ég tel að það yrði ákaflega mikilvægt stökk. Þýðing er miklu einfaldari en fmm- samning á textanum. Næstu skref em DAVÍÐ útskýrir leyndardóma vefsins. háð fjármagni, en við vonumst til að fá viðbótarfjármagn í vefinn til þess að gera þetta enn þá betra. En ég tel að þýðing vefsins ætti að hafa algeran forgang, því tungumálið hefur mikil áhrif á nálgun erlendra ferðamanna og fræðimanna gagnvart Eyjunum." Gísli segir að kostnaður við vefinn fram að þessu sé á þriðju milljón. „Við höfúm fengið styrki til þessa verkefnis eins og ég sagði áðan, en stærsti styrkurinn er frá Vestmannaeyjabæ og Sparisjóði Vestmannaeyja. Þegar upp er staðið kostar vefurinn, eins og hann er núna, miklu meira, eða um fjórar milljónir. Margir hafa lagt fram vinnu kostnaðarlaust, einfaldlega vegna þess að þeir hafa haft gaman afs þessari frumraun. Vil ég sértaklega nefna Landmat, sem lagt hefur miklu meiri vinnu í verkefnið en þeir ætlast til að fá greitt fyrir. Þeir sjá þama tækifæri til að prófa ákveðna tækni í þessum efnum og þetta er um leið auglýsing fyrir þá. Þetta hefur verið spennandi verkefni fyrir ungt og öflugt fyrirtæki sem er að þróa nýjar leiðir. Við höfum einnig samið við marga efnishöfunda á þeirn nótum um að hafa tengingar inn á aðrar heimasíður, þannig að hægt verður að fara inn á Eyjavefinn af öðmm síðum og öfugt.“ Þrívíddarmyndir Davíð Bjamason, verkefnisstjóri hjá LandMati, segir að Eyjavefurinn byggi á gagnvirku kortaviðmóti, sem tengt sé gagnagrunni, sem geri kleift að sýna alls kyns hluti á kortum. „Á sama tíma gefur þetta fólki tækifæri til að vera í meiri snertingu við vefinn, þannig að það getur leikið sér með nálægð og ljarlægð þess sem það er að

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.