Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 14. september 2000
Fréttir
19
5 Samskip fái Heriólf
VESTMANNAEYINGAR mega sæta því að búa við þjóðveg, leið 38, sem boðin hefur verið út og eiga nú allt undir utanaðkomandi stjórn.
Þá hefur hallað undan fæti í tluginu eftir að íslandsflug hætti.
Aðrir sem reikna vitlaust
-segir Magnús Jónasson framkvæmdastjóri um tilboð Herjólfs
Magnús Jónasson, framkvæmda-
stjóri Herjólfs hf., segir fráleitt að
halda því fram að stjórn ielagsins
hafi haft það að leiðarljósi að hafa
sem mest út úr ríkinu með tilboðinu
í rekstur Herjólfs. Segir hann að
tekið hafi verið mið af rekstrinum
síðustu fjögur ár sem hafi aðeins
skilað tæpum 3 milljónum króna.
Þá hafi verið teknar inn hækkanir,
s.s. á olíu, launum og tekið tillit til
leigu á skipi og fasteignum í landi
sem gerir 70 milljónir umfram
rekstrarkostnað síðasta árs sem
Vegagerðin virðist hafa lagt til
grundvallar í kostnaðaráætlun
sinni.
Mismunur tilboðana nemur rúm-
lega 133 milljónum. Tilboð Herjólfs
hf. er 325 milljónir fyrir þijú ár frá og
með næstu áramótum sem gera á ári
rúmlega 108 milljónir á ári. Herjólfur
hf. er einnig með fjögur frávikstilboð,
sem samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni verða skoðuð sérstak-
lega en þau breyta engu um
niðurstöðuna. Tilboð Samskips hf.
hljóðar upp á 192 milljónir, eða 64
milljónir á ári. Mismunur tilboðanna á
ársgrundvelli er því um 44 milljónir á
ári. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar
hljóðaði upp á 222 milljónir.
Þessi mikli munur á tilboðunum
hefur valdið mönnum furðu og segist
Magnús í sjálfu sér alveg geta tekið
undir það en hann vísar því algjörlega
á bug að stjóm Herjólfs hafi ætlað sér
að ná þama í pening með lítilli
fyrirhöfn.
„Frá því við gerðum rekstrar-
samninginn við Vegagerðina árið
1996 hafa tekjur skipsins verið frá 132
milljónum upp í um 150 milljónir og á
síðasta ári voru tekjurnar 140 millj-
ónir. Samkvæmt samningnum tekur
ríkisstyrkurinn að nokkru leyti mið af
tekjum og viðgerðarkostnaði. Var
hann þessi fjögur ár frá 67 milljónum
upp í 103 milljónir og á síðasta ári
losaði hann 90 milljónir. Niðurstaðan
úr rekstri Herjólfs þessir fjögur ár er
tap 1996 upp á 23 milljónir, 2 milljóna
tap 1997 en hagnaður var árið 1998
upp á 8,3 milljónir og um 20 milljónir
á síðasta ári. Samtals er hagnaðurinn
2,8 milljónir þessi fjögur ár sem sýnir
að reksturinn hefur verið íjámum,"
sagði Magnús.
Hann segir að tilboð Heijólfs hf.
hafi verið byggt á forsendum sem
koma fram í töflunni hér til hliðar.
Magnús segir að mismunurinn,
77,9 milljónir á milli niðurstöðu
ársreiknings 1999 og tilboðsfjárhæðar
skýrist annars vegar af nýjum
gjaldaliðum sem eru leiga skips og
mannvirkja og hins vegar af mikilli
hækkun á olíu auk almennra launa og
verðhækkana.
„Við höfum ekkert að fela, unnum
tilboðið samkvæmt bestu samvisku og
komu tveir löggiltir endurskoðendur
að starfinu með okkur. Taka varð tillit
til mikillar hækkunar olíu, leigu á
skipi og mannvirkjum og eðlilegri
hækkun á öðrum liðum, ekki síst
launum þar samningar eru lausir á
næsta ári. Þetta urðum við að gera því
við höfum ekkert bakland. Ég veit
ekki um forsendur fyrir kostnaðar-
áætlun Vegagerðarinnar og hvemig
Samskip ætla að reka Herjólf með
óbreyttri þjónustu en mín reynsla af
rekstrinum segir mér að einhvers
staðar sé vitlaust reiknað," sagði
Magnús að lokum en hann hefur
starfað sem framkvæmdastjóri í 14 ár.
Forsendur fyrir tilboði Herjólfs hf.
Raunkostnaður
1999
Samtals
Olía og orka
Hafnargjöld
Viðhald
Annar kostnaður
Samtals
95.2 m
34.2 m
10.2 m
13.3 m
57,0 m
200,0 m
Rekstrartekjur
Skip 122,9 m
Mismunur vörasölu
og vörakaupa
kaffiteríu 6,7 m
Samtals gjöld - tekjur
Frá dregst
Leiga skips og mannv.
Samtals
Raunkostnaður
1999
70,4 m
0
70,4 m
Tilboð
Herjólfs
148.3 m
39,9 m
108.4 m (x 3 ár=325 m)
Tilboð okkar er fyllilega raunhæft
-segir Kristinn Þór Geirsson framkvæmdastjóri rekstrarsvið Samskips hf.
Kristinn Þór Geirsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs Sam-
skips hf., sagði að hann vildi ekki
gefa upp þær reikningsforsendur
sem lægju að baki tilboði Samskips,
enda ekki eðlilegt. En miðað við
tölurnar eins og þær liggja fyrir
núna, þá teldi hann yfirgnæfandi
líkur á því að Snmskip myndi fá
verkið. Hann sagði og að eðlilega
vissi hann ekki hvers vegna tilboð
Herjólfs væri um 100 milljónum
króna hærra en þeirra.
„Við miðuðum við þær rekstrar-
forsendur sem Vegagerðin lagði ífam,
enda er tilboð okkar í samhengi við
þær forsendur. Við geram ráð fyrir
eðlilegum hagnaðarkröfum sem er
ákveðin framlegð miðað við kostnað.“
Kristinn Þór sagði að hagrætt yrði í
yfirstjóm og rekstri feijunnar og
miðasölu. „Hins vegar er tíðni ferða
og þjónustustigið mjög vel neglt niður
í útboðinu og ákveðnar skuld-
bindingar sem ekki er hægt að breyta
út frá. Samkvæmt útboðinu eram við
skuldbundnir til þess að fara að
lágmarki 436 ferðir á ári, en Herjólfur
var á síðsta ári að fara 419 ferðir og
við munum ekki fara færri ferðir en
það.“
Kristinn Þór sagðist ekki gera ráð
fyrir mannabreytingum í áhöfninni, né
þeirri þjónustu sem skipið nýtur í
Vestmannaeyjum „Mönnun er sam-
kvæmt lágmarksforsendum og fjöldi í
áhöfn bundin ákveðnum reglum, sem
ekki verður breytt. Hins vegar álykta
ég að Herjólfur muni segja upp
starfsmönnum, ef við fáum verkið,
enda era þeir í vinnu hjá Herjólfi hf.
en ekki Samskip. Varðandi þjón-
ustuna sem skipið fær í Eyjum er
ekkert sem mælir frekar með því að
hún verði sótt eitthvað annað. Éf litið
er raunsætt á málið verður jxtta svipað
og verið hefur, enda tel ég starfsmenn
og þjónustuaðila í Eyjum standa
sterkar að vígi. Einnig á þetta við í
sambandi við skrifstofúhald. Samskip
rekur Flutningamiðstöð í Eyjum og
ekki ólíklegt að skrifstofuhald verði
samrekið þeirri skrifstofu."
Spurður hvort Samskip myndi nýta
skipið til aukinna fraktflutninga sagði
Kristinn, að hann ætti ekki von á því,
en ákveðnir möguleikar væra í því
sambandi ,,Það er hugsanlega hægt að
bæta við seinni ferð, en svigrúmið er
hins vegar ekki mjög mikið og engar
nýjar forsendur sjáanlegar."
Kristinn sagði, vegna ummæla
Áma Johnsen í fjölmiðlum um að
tilboð Samskips væri óraunhæft, að
hann skildi það ekki. „Tilboð okkar er
í beinni línu við kostnaðaráætlun
Vegagerðarinnar, svo það hlýtur að
vera eitthvað undarlegt við þetta mat
Áma. Ef Herjólfur hf. er 100 millj-
ónum yfir kostnaðaráætlun Vega-
gerðarinnar þá hljóta Heijólfsmenn að
vita eitthvað sem við vitum ekki.“
Kristinn var spurður að því hvort
Samskipsmenn hefðu hugsanlega
gleymt að taka kostnað við leigu á
Herjólfi og mannvirkjum inn í tilboð
sitt. „Við tókum tillit til Ieigu á
Herjólfi og mannvirkjum í okkar
kostnaðarmati,“ sagði Kristinn Þór
Sæmundur Guðlaugsson fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Samskipa
hf. sagði að hann sjálfur hefði ekki
komið nálægt tilboðsgerðinni í rekstur
Heijólfs.
Hann sagði þó að tilboðið væri
ásættanlegt fýrir þann hagnað sem þeir
gæfu sér af rekstrinum. „Við eram
ekki að bjóða í þetta á þeirri forsendu
að sjá ekki einhvem hagnað í því.
Utboðið var mjög bundið og for-
sendur tilboðsins miðast við óbreyttan
rekstur."
Spurt er.
Hvernig
Ifst þér á
að Sam-
skip taki
við rekstri
Herjólfs?
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir,
------ forseti
bæjarstjórnar:
| „Engan veginn. Það
| áfall þegar ég heyrði
fréttirnarafþví. Ég
vil hafa þennan
rekstur í höndum
heimamanna."
Jóhann Pétursson, liigniaður:
„Mér líst ekki
nógu vel á það eins
og málið liggur
fyrir. Ég er
hræddur um að
þjónustustigið
lækki, miðað við
fyrirliggjandi
tilboð."
fyrrv.
Friðþjófur Másson,
starfsmaður Herjólfs:
„Illa. Ég vil að
þessu sé stjómað frá
Vestmannaeyjum
en ekki af utanað-
komandi aðilum."
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir,
tannsmiður:
TZ'- „Mér líst ekkerl á
það. Ég vil hafa það
eins og verið hefur,
heimamenn sjái um
þann rekstur."
Sigríður Sigmarsdóttir, Sam-
vinnuferðum Landsýn:
„Æ, ég veit það
ekki. Ég hef svo-
lillar áhyggjur af
því. En það er best
að segja sem minnst
meðan maður veit
ekki meira um livað
málið snýst."
Aðalsteinn Ingvarsson, golf-
vallarstjóri:
„Mér líst illa á það,
miðað við þessa
upphæð. Ég held að
þetta geti ekki
gengið upp."