Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 14. september 2000 Leikfélagið í endurnýjun lífdaga: Fiölmenni á undirbúnigs fundi sl. laugardag Eftir nokkra kreppu hjá Leikfélagi Vestmannaeyja í fyrra virðist leik- Iistargyðjan Thalía vera að rísa til öflugs lífs á ný. Formaður Leik- félags Vestmannaeyja er Sigurhans Guðmundsson, en hann hefur verið viðloðandi leikfélagið síðan hann var peyi og fastur félagi síðastliðin fimm ár. Leikfélagið boðaði til fundar síðastliðinn laugardag og að sögn Sigurhans var mjög góð mæting á fundinn og fuUt af nýju og ungu fólki sem taka vill þátt í starf- semi vetrarins af fullum krafti. „Það mættu um 30 manns á fundinn og þar af var helmingurinn nýtt fólk, en vöntun á ungu og áhugasömu fólki hefur verið Akkilesarhæll félagsins undanfarin ár. Það eru því miklar gleðifréttir fyrir Leikfélagið að unga fólkið skuli hafa fjölmennt á fundinn. Að vísu virðist kvenfólkið vera áhugasamara um leiklistargyðjuna en karlpeningurinn, en ég held að hann Sigurhans hugsar hlýlega til gyðjunnar Thalíu. Hluti leiklistaráhugafólks á fundinum síðastliðinn laugardag þar sem mikill drifkraftur og áhugi Ijóntaði úr hverju andliti og allir reiðubúnir til að efla veg leiklistarinnar í Eyjum. muni ekki síður geta látið vel að gyðjunni þó að fáir séu.“ Þrátt fyrir mikinn áhuga kvenna sagði Sigurhans, sem náðist í stutt spjall ásamt hægri hönd sinni Ofeigi, sem þagði reyndar, en var þeim mun styrkari hægri hönd: „Við ætlum að setja Galdrakarlinn í Oz á svið undir leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar, sem fluttur er til Eyja. Það er mikill fengur að því að fá jafn færan leikhúsmann og Andrés til starfa hjá Leikfélaginu og við gerum fastlega ráð fyrir því að hann muni verða félaginu ein stór vítamínsprauta. Þetta hlutfall kynjanna sem ég nefndi áðan kemur vel út varðandi hlutverka- skipanina í leikritinu. I Galdrakarl- inum eru sex stór hlutverk sem þn'r leikarar munu leika, en það er alltaf þörf fyrir sviðsfólk og fólk til að sauma og hanna búninga. Það eru allir óðir í að byrja og mikil orka í krökkunum." Sigurhans sagði að áhugi væri fyrir því að Leikfélagið yrði sýnilegra í bæjarfélaginu og taldi ekki nokkum vafa leika á því að Andrés Sigurvins myndi verða það sprengiefni sem þyrfti til að ná athygli bæjarbúa. „Enda er maðurinn þokkalegur kraftaverkamaður," sagði Sigurhans. Sigurhans bætti við að stefnt væri að því að frumsýna Galdrakarlinn í Oz, þriðja eða fjórða nóvember. „Við viljum fmmsýna fyrir jólaprófin, því að margir þeirra sem em í Leikfélaginu eru námsfólk. Galdra- karlinn er mjög fjölskylduvænn og þess vegna geta heilu fjöskyldurnar farið að hlakka til frumsýningarinnar." Eins og Eyjmenn vita sviðsetti Leikfélagið Rocky Horror í fyrra í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og fékk mjög góðar viðtökur. Sigurhans sagði að áhugi væri fyrir því að taka upp slíkt samstarf við Framhaldsskólann á vormisserinu, en ekki væri þó ákveðið hvaða verk yrði tekið til sýningar. „Við emm að skoða þetta og ýmsar hugmyndir komið upp í því sambandi, en ekki tímabært að tjá sig um það að sinni. Við sjáum til hvemig til tekst með Galdrakarlinn,“ sagði Sigurhans ásamt sinni hægri hönd sem reyndar var allan tímann í tryggu telepatísku sambandi við formanninn og hélt áfram að segja ekkert upphátt. Frændur vorir Norðmenn skrifa um stafkirkju: „Það er harla gott," hugsar hann Frændur íslendinga, Norðmenn, einkavinir og sérstakir velunnarar Vestmannaeyinga hafa verið duglegir við að fjalla um stafkirkjuna í blöðum útgefnum í Noregi. Inn á borð Frétta hafa borist nokkrar úrklippur úr Bergens Tidene þar sem lokaundirbúningi fyrir vígslu stafkirkjunnar og vígslu hennar eru gerð skil í máli og myndum. Er sú lesning öll mjög jákvæð og hallar á hvoruga þjóð, nema síður sé. Fréttir litu stuttlega yfir úrklippurnar í lítið ýktri stemmningu Guð minn herra... I fyrirsögn Bergens Tidende 29. júlí segir: Stafkirkjan á hraunlandinu - Nýja stafkirkjan í Vestmannaeyjum stendur á nýnumdu landi af hrauni frá Eldfellinu. Kirkjan er mjög áberandi frá innsiglingunni á Heimaey og blasir við hveijum þeim sem leið á hjá. Síðan er umhverfinu lýst og veðurfari, en þó sagt að kirkjan standi á einum veðursælasta stað á Heimaey í skjóli hraunsins sem rann í gosinu 1973. Farið er yfir söguna sem liggur að baki stafkirkjunni allt frá för Gissurar og Hjalta til nútíma að Árni Johnsen vill gera söguna lifandi og ferska á Skanssvæðinu með því að endurreisa stafkirkju í Eyjum. Blaðamaður er nokkuð hátt uppi og lýsir af innlifun þeim munum sem koma til með að skreyta kirkjuna innandyra, ekki síðri er hrifning hennar af umhverfmu. Minnist hún einnig á Landlyst og væntanlegt safn sem hún mun hýsa. Svo þeytisLblaðaniaður í guðlegri trylling og vímu yfir sviðið: j;Annasamur dagur er að kveldi kominn. Kirkjuklukkan, gjöf íbúa Lom, rýfur þögnina í klukknaportinu. Hátíðarkórinn gengur til kirkjunnar og lokar á eftir sér; síðasta æfing fyrir vígsluna á morgun. „Guð minn herra, þitt dýrðamafn og heiður“ og „Kirkja vor er gamalt hús,“ ómar mildilega í sumarkvöldinu á meðan liðið frá Stokk og Stein mundar hamrana og ber tjöru á viðinn. Það er laugardagur og allt að verða tilbúið fyrir vígsluna daginn eftir. Heimamenn eru þekktir að dugnaði og leggja síðustu hönd á svæðið umhverfis nýju kirkjuna sína. Kirkjan bíður athafna framtíðarinnar, skímir, hjónavígslur og ljölbreyttar guðsþjónustur í farvatninu. Bæjartækniffæðingur stendur við vegghleðsluna og lítur yfir verkið. „Það er harla gott,“ hugsar hann. „Það er fullkomnað.“ Það besta sem Norðmenn geta gefið 1 Bergen Tidende 31. júlí er grein um vígslu stafkirkjunnar og fyrirsögnin er: „Það besta sem Norðmenn geta gefið." „Nýja staf- kirkjan á Heimaey er byggð úr besta efni og af besta fólki sem Norðmenn geta boðið upp á. Þess vegna er kirkjan einlæg gjöf frá norsku þjóðinni" og er haft eftir Trond Giske kirkjumálaráðherra Noregs þegar hann afhenti íslensku þjóðinni stafkirkjuna. Giske þakkaði síðan norskum völundum fyrir sitt góða handverk og Islendingum fyrir að búa kirkjunni það fagra og athyglisverða umhverfi, sem raun ber vitni. Síðan er sagt Ifá þeirri miklu veðurblíðu sem var vígsludaginn og minnti hátíðleiki dagsins blaðamann á eina sanna þjóðhátíð með kóngafólkinu, en hvort það er líking við þjóðhátíð í Eyjum skal ekki kveðið upp úr með hér. „Forsætisráðherra Davíð Oddsson tók við kirkjunni sem tákn um góðan hug norsku þjóðarinnar til Islendinga, með von um að efla mætti sameiginlega sögu þjóðanna í þúsund ár,“ eins og segir í greininni. Víðar er komið sögu um vígsludaginn og minnst á gestina sem komu frá Lom í Noregi mjög svo skrautbúnir, hvar þeir skipuðu sér í kringum kirkjuna. Einnig er sagt frá sýningu Blömlo leikhússins þar sem kristnitakan var sviðsett á táknrænan hátt í verkinu „Sverðið og krossinn.“ Lýkur svo þeirri grein Bergen Tidende á þessum orðum: „Hin nýja stafkirkja er arfur frá Ólafi konungi Tryggvasyni sem reisti hina fyrstu stafkirkju á Heimaey.“ Stavkirken pá lavalandet

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.