Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 14. september 2000 Mikil vinna í Vinnslustöðinni: Metframleiðsla á saltfiski Góður kraftur hefur verið í Vinnslustöðinni frá því vinnsla hófst á ný eftir sumarstopp. Salt- fiskverkun ásamt frystingu á karfa er meginuppistaða vinnsiunnar. Einnig er ætlunin að vera með tvo báta á humarveiðum fram að síld- arvertíð. Þorsteinn Magnússon, framleiðslu- stjóri, segir að vinnsla hafi byrjað á ný 21. ágúst eftir tæplega þriggja vikna sumarhlé. „Síðan má segja að við höfum verið á fullu, bæði í saltfiski og karfafrystingunni,“ segir Þorsteinn. „Saltfiskvinnslan hefur gengið þokka- lega en um 2000 tonn af þorsk- og ufsaafurðum vom framleidd hjá okkur á rekstrarárinu sem lauk þann 31. ágúst sl. Þetta er meira magn en mörg undanfarin ár og lítur út fyrir aukn- ingu í ár. Til að skjóta enn styrkari stoðuni undir saltfiskvinnsluna verð- um við í haust með tvo netabáta í stað eins. Til þessa hefur Brynjólfur verið eini netabáturinn okkar en nú bætist Guðjón við auk þess sem alltaf fellur eitthvað til af Jóni Vídalín og Dranga- vík í saltfiskvinnsluna.“ Góður markaður fyrir karfa Þorsteinn segir að mikil karfavinnsla hafi verið í sumar og framhald verði á því í haust. „Við lausfrystum karfa- flökin og flytjum út til Þýskalands. Markaðurinn hefur verið góður og ekki annað að sjá en að söluhorfur séu góðar." Hefðbundinni humarvinnslu lauk í ágúst en á tímabilinu maí til júlí vom unnin 30 tonn, miðað við slitinn humar og segir Þorsteinn að milli 30 og40 unglingarhafiunniðíhumriog karfa í Vinnslustöðinni þegar mest var í sumar. „Megninu af humrinum var pakkað heilurn og fór framleiðslan á Spánar- og Italíumarkað en einnig vom frystir halar á Bandaríkjamarkað. Nú ætlum við að reyna fyrir okkur í haust og vera með humarbáta fram að sfid. Við vomm með einn bát í fyrra á þessum veiðum og það kom ágætlega út. I ár verður aftur unnin sfld í Vinnslustöðinni en loðnu- og sfldar- skipið Sighvatur Bjamason, sem nú er í viðhaldi í Póllandi, mun sjá vinnslunni fyrir hráefni þegar síld- veiðar hefjast upp úr miðjum október. Það má segja að vinnsla á síld til manneldis hafi verið í nokkurri lægð -Síld unnin til manneldis í haust ÞAÐ var létt yfir konunum í saltfiskinum enda nóg að gera og mikið framundan. undanfarin ár en nú virðist markaður fyrir heilfrysta sfld í Rússlandi að opnast á ný eftir nokkurra ára hlé og að auki munum við framleiða flök bæði í frystingu og söltun. I dag starfa um 50 manns í fiskvinnslunni hjá okkur og það er Ijóst að við verðum að bæta við okkur fólki þegar sfldin byrjar," segir Þorsteinn sem ekki óttast verkefnaskort í Vinnslustöðinni á næslum vikum og mánuðum. VSV-open Síðasta vetur var stofnað starfs- mannafélag í Vinnslustöðinni og er því stjórnað af Eydísi Asgeirsdóttur. Félagið hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum, m.a. grillveislu í Her- jólfsdal í maí og á föstudaginn var haldið golfmót „VSV open“. Eftir að hafa tekið golfið með trompi var slegið upp veislu í golfskálanum. Þar fór fram verðlaunaafhending með tilheyrandi spennu. Eins og alltaf geta ekki allir unnið, en með olympíu- hugsjónina að leiðarljósi, fóru allir sáttir heim. STEFNT er að því að framieiða 2000 tonn af karfaflökum í ár. Barna- starf Landa- kirkju að hefjast Barnastarfið sem svo mörg börn hafa spurt eftir í sumar er að hefjast í Landakirkju. Fastir liðir í barna og foreldrastarfinu verða Tíu Til Tólf ára starf (TTT) á fimmtudögum og verður fyrsti fundur í dag, fimmtudaginn 14. september kl. 17 -18. Sunnudaginn 17. sept. hefst sunnudagaskólinn með nýjum söngvum, fallegum kirkjubókum, Jesúmyndunum og frænda fuglsins Dindils, að ógleymdum Silla sem verður fastur liður í barnastarfinu með öllum sínurn kostum og kynjum. Við sýnum gleðina í söng og dansi í vetur. Krakkaklúbburinn Kirkjuprakkarar (KKK) verður á þriðjudögum kl. 16.30 -17.30 og byrjar 19. september. Foreldramorgnar verða á fimmtudagsmorgnum kl. 10 og verður fyrsti fundur 5. október. Þar er vettvangur fyrir heimavinnandi foreldra að koma með börn sín, njóta samvista og fá harnaefni við hæfi allra yngstu barnanna. Æskulýðsfundir eru á sunnudagskvöldum kl. 20.30 í Landakirkju og opið hús fyrir unglinga í KFUM&K-húsinu kl. 20 á miðvikudögum. Barnaefnið í vetur er vandað og spennandi. Öflugir leiðtogar eru í öllu barnastarfinu og líturn við fagnandi til vetrarins. Markmiðið með barnastarfi kirkjunnar er að styðja foreldra í kristilegu uppcldi og siðgæði. Starfsfólk Landakirkju vonast til góðrar samvinnu við foreldra í sókninni, að saman styðjum við börnin til góðs og uppbyggilegs þroska. Sjáumst í kirkjunni. Prestar Landakirk ju. jyrn cj l þM J Hjóna- og para- keppni ó laug- ardag Hjóna- og parakcppnin verður í golfinu á laugardag. Eins og nafnið gefur til kynna leika tvö saman í liði og er hægt að velja um að slá annað hvort högg eða að annar aðilinn slær öll högg á braut og hinn sér um að pútta. Skráning er hafin í Golfskálanum og lýkur henni á föstudag kl. 20. VSV- open er með athyglisverðari golfmótum sumarsins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.