Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 14. september 2000 Fréttir 21 Skýrsla um árangur reynslusveitarfélaga: Lægri kostnaður og betri þjónusta -Ljóst er að vel hefur tekist til í nær öllum málaflokkum en Vestmannaeyjabær sér um málefni fatlaðra í fyrradag var kynnt í félags- málaráðuneytinu skýrsla frá fyrirtækinu Pricewaterhouse Coopers um árangur svonefndra reynslusveitarfélaga á árunum 1995 til 2000. Vestmannaeyjabær er í hópi þessara sveitarfélaga en talið er að markmiðin, sem sett voru í upphafi, á sviði byggingarmála, málefna fatlaðra, öldrunarmála og heilsugæslu, hafi náðst. Árangurinn er mismunandi eftir tegund verkefna, mestur þar sem málaflokkar vom í heild sinni fluttir frá ríki til sveitarfélags með tílflutningi íjármagns og ábyrgðar. Þar er unt að ræða málefni fatlaðra, öldrunarmál og heilsugæslu. Mikill hluti skýrslunnar byggist á viðhorfskönnun meðal íbúa þessara reynslusveitarfélaga. Þar kemur í ljós að íbúar þessara sveitar- félaga gefa sínu sveitarfélagi hærri einkunn fyrir frammistöðu í hverjum málaflokki ef sveitarfélagið hefur tekið yfir viðkomandi þjónustuþátt. Mestur munur kemur þar fram á áðumefndum þrentur þáttum, mál- efnum fatlaðja, öldrunarmálum og heilsugæslu. I skýrslunni segir að það sé vísbending um að tilraunir sveitar- félaganna hafí bætt þjónustuna. Fjölbreytt verkefni Þeim sveitarfélögum, sem valin vom sem reynslusveitarfélög, var skipt í þijá flokka og var Vestmannaeyjabær í fyrsta flokknum, ásamt Akureyri og Homafirði. Þessir bæir unnu að nokkmm fjölþættum verkefnum sem fólu í sér flutning fjármuna frá ríkinu til sveitarfélaganna, ásamt yfnfærslu ábyrgðar á mótun þjónustuþáttanna. Sem dæmi um árangur má nefna að á tímabilinu 1997 til 1999 Iækkaði meðalkostnaður á íbúa í málefnum fatlaðra um 0,7% á Akureyri en um 4% í Vestmannaeyjum og er þá miðað við fast verðlag. Þróun meðalkostnaðar á skjólstæðing er sambærileg hjá öllum reynslu- sveitarfélögunum. Hann lækkar um 24% á Akureyri en hækkar lítillega í Vestmannaeyjum, eða um 3%. Sú hækkun er öll á árunum 1996 til 1999. Þama vegur þungt að skjólstæðingum fjölgaði um 28,3% á Akureyri en aðeins um 12,2% í Vestmannaeyjum og skýrir það þennan mun. Á öllum sviðum þjónustu við fatlaða, sem mæld voru, jókst þjónustan þrátt fyrir raunlækkun framlaga. Einstak- lingum, sem njóta félagslegrar lið- veislu, Ijölgaði um 31% á Akureyri og 54% í Vestmannaeyjum. Þeim sem njóta frekari liðveislu fjölgaði um 20% á Akureyri og 25% í Vest- mannaeyjum. I könnun meðal aðstandenda fatl- aðra, sem fram fór í árslok 1998, kom fram að 42% aðspurðra töldu að þeirra sveitarfélagi hefði tekist vel að rækja sitt nýja hlutverk. Athygli vekur að 30% notenda þjónustunnar töldu að breytingamar hefðu orðið til að auka þjónustu við fatlaða. Þá kemur einnig ffam það mat notenda þjónustunnar að ákvarðanir séu í meira mæli teknar heima í héraði og íbúar telja þá breytingu til batnaðar. Þegar notendur þjónustu á sviði öldr- unarmála vom spurðir um viðhorf til breytinga á skipulagi og framkvæmd þeirrar þjónustu, vom rúm 80% ánægð og 88% töldu að heima- þjónusta í sveitarfélagi þeirra hefði batnað. í skýrslunni er talið að önnur markmið laga um reynslusveitarfélög, þ.e. um aukna sjálfsstjóm sveitar- félaga, aðlögun að staðbundnum aðstæðum og bætta þjónustu við íbúana, hafi einnig náðst. Hera Einarsdóttir, félagsmálastjóri Vestmannaeyjabæjar, sagði í gær að hún væri ekki búin að fara gaumgæfilega yfir skýrsluna. Þó væri ljóst að margt benti til að vel hefði tekist um þessa framkvæmd í Vestmannaeyjum og náðst hefði að laga þessa þjónustu að aðstæðum hér. SAMBÝLIÐ heldur upp á tíu ára afmælið á sunnudaginn. Það heyrir undir málefni fatlaðra. Nánar verður fjallað um sambýlið og íbúa þess í næstu viku en hér eru nokkrir þeirra, f.v. Olafur Eggertsson, Guðríður Haraldsdóttir, Þóra Magnúsdóttir og Alfreð Hauksson. Friðbjörn enn ósóttur Friðbjörn Valtýsson, að Smáragötu 2 hefur aldrei farið leynt með andúð sína á skemmtihúsinu sem á að rísa á vatnstanknum sem er rétt fyrir neðan heimili hans. Þessu til áréttingar hefur hann sett út skilti þar sem hann varar við fleiri hugsanlegum „umhverfisslysum“. EYJAMENN Hér í þessu friðsœla hverfi er að rísa, aðalskemmtistaöur bœjarins,ó óbyrgð og með þátttöku bœjaryfirvalda. Nágrönnum öllum til leiðinda og ama, iIfttAt if ^4*. ■ -—- l. ^ i • . . . ( aoykkur? uti á lífinu EITT dularfyllsta golfmot arsins, VSV-open, fór fram um síðustu helgi og var þar á ferðinni starfsfólk Vinnslustöðvarinnar. Mikið fjör var, ekki sfst í veislunni á eftir þar sem veitt voru verðlaun. Dora, Víkingur og Eydis 1 goðuni gír I hioro kemur fra Senegal og Svetlana kemur fra Ukrainu Eydis og KoIIa með einn verðlaunagripinn Finnhogi og Víkingur *■ Þor Vilhjálms með verðlaunin Ekki mátti birta mynd af

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.