Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 14. september 2000 Þar fór þjóðvegurinn: Ekkert kemur í veg fyrir a Tilboð í ferjusiglingar Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar, til þriggja ára frá 2001 tii 2003, voru opnuð á mánudaginn. Tvö tilboð bárust í verkið frá Herjólfi hf. og Samskip hf. Tilboð Herjólfs hf. er 325.470.000. kr. fyrir þessi þrjú ár, sem gera á ári rúmlega 108 milljónir. Herjólfur hf. er einnig með fjögur frávikstilboð, sem samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verða skoðuð sérstaklega. Engin upphæð vegna frávikstilboðanna var lesin upp, enda engra upphæða getið í þeim. Tilboð Samskips hf. hljóðar upp á 192.270.000. kr. Samkvæmt tilboði Samskips hf. er því gert ráð fyrir rúmlega 64 milljónum til rekstrarins á ári. Mismunur tilboðanna nemur rúmlega 113 milljónum króna á þriggja ára tímabili. Mismunur tilboðanna á ársgrundvelli er því um 44 milljónir á ári. A ári greiðir ríkið 100 milljónir í reksturinn. Nú er verið að fara nánar yfir tilboðsgögnin hjá Vegagerðinni. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum kemur það nokkuð á óvart þar á bæ að Herjólfur hf. skuli bjóða svo hátt sem raun ber vitni. Að sama skapi kemur það ekki á óvart að fleiri skyldu ekki hafa boðið í verkið vegna þess hve tilboðsgjöfum eru settar þröngar skorður. HERJÓLFUR hefur reynst Vestmannaeyingum vel og með aukinni sanngirni í gjaldskrá hefur ríkt sátt um reksturinn. Vestmannaeyingar niður lægðir í Herjólfsmálinu og þar má kenna stjórnmálamönnum um en ekkl Samskip Mánudagurinn 11. september 2000 er sögulegur fyrir Vestmannaeyjar því þann dag misstu Eyjamenn forræðið yftr siglingum Herjólfs milli lands og Eyja. Tvö tilboð komu upp úr kass- anum hjá Vegagerðinni, annað frá Herjólfi hf. sem hljóðaði upp á 325 milljónir króna og tilboð frá Samskip upp á 192 milljónir. Munurinn er ótrúlega mikill og ljóst að ekki verður gengið fram hjá Samskipum. Þessi niðurstaða er mikið áfall fyrir Vest- mannaeyjar og lendir örugglega í mínusdálkinn þegar fólk fer að vega og meta framtíðarbúsetu hér. Daglegar siglingar hófust milli lands og Eyja sumarið 1976 þegar Herjólfur númer tvö byrjaði sigíingar til Þorlákshafnar. Þama var stigið mikið framfaraspor í samgöngum Eyjanna og enn var stigið skref fram á við þegar nýr Herjólfur kom árið 1992. Lengi fram eftir þótti dýrt að fara með Herjólfi, þessari einu þjóð- braut sem stendur til boða. Verulega var tekið til í fargjaldamálum fyrir nokkrum ámm og má segja að í dag kosti svipað fyrir fjögurra manna íjölskyldu, tvo fullorðna og tvö böm 11 ára eða yngri, að taka sér far með Herjólft og það kostar að keyra þessa 70 km eftir malbikuðum vegi. Um svipað leyti tekur Vegagerð ríkisins við rekstrinum sem er samt óbreyttur því hún gerir rekstrar- samning við Herjólf hf. Fljótlega eftir að Vegagerðin tók við fara að heyrast raddir um að reglur EES krefjist útboðs á Herjólfi. Mörgum Eyja- mönnum fannst þetta fáránlegt, að bjóða út þjóðveginn milli lands og Eyja og skaut það nokkuð skökku við því sátt var um reksturinn í bæjar- félaginu. Sturlu þáttur Böðvarssonar Ekkert gerðist samt í málinu fyrr en Sturla Böðvarsson tók við embætti samgönguráðherra. Eitt hans fyrsta verk var að ákveða útboð og því var fylgt eftir án þess að mikið bæri á mótmælum úr héraði eða frá þing- mönnum. Reyndar var bæjarstjóm að álykta gegn útboði en þau mótmæli vom ósköp hjáróma. Sama má segja um formann samgöngunefndar, Áma Johnsen 1. þingmann Suðurlands- kjördæmis (og Vestmannaeyja). Hann hefur ekki mikið haft sig í frammi í málinu sem vekur nokkra furðu. Eini þingmaðurinn sem borið hefur við að halda uppi vömum fyrir Eyjamenn er ísólfur Gylft Pálmason þingmaður framsóknarmanna. Nú þegar útboðið er orðið stað- reynd og ljóst að forræði yftr siglingum milli lands og Eyja er á leiðinni til Reykjavíkur er athyglisvert að skoða hvað er í húfi. Ljóst er að Samskip ætla ekki að reka Herjólf í einhverri greiðasemi við Eyjamenn, félagið ætlar sér að sjálfsögðu að græða á rekstrinum og þá er ekki víst að fari saman hagsmunir Vestmanna- eyja og Samskipa. Mikiðíhúfi Hægt er að mála dökka mynd af því að utanaðkomandi aðili taki við rekstri Herjólfs en reynslan verður að skera úr um hver áhrifin verða. Lágt tilboð Samskipa er þó ákveðin vísbending um uppstokkun og niður- skurð en spumingin er, hvar hægt er að skera niður? Utboðið gerir ráð fyrir óbreyttri þjónustu og að ekki verði breyting á gjaldskrá fyrr en árið 2002. En nú má gera ráð fyrir að Sam- skipsmenn hugsi sem svo, koma tímar og koma ráð. Þeim verður í lófa lagið að benda á að ýmislegt svari ekki kostnaði í rekstri Herjólfs og má þar nefna ferðir á laugardögum og sumar ferðir standa ekki undir kostn- aði yfir vetrartímann. Og hvað gerir Vegagerðin þegar koma rök um að reksturinn beri sig ekki við óbreyttar aðstæður? Það er alveg á hreinu að framlag ríkisins verður ekki hækkað og þá liggur beinast við að hækka gjaldskrá, minnka afslætti og draga úr þjónustunni um borð. Orð um annað í dag geta verið sögð í fyllstu einlægni en reynslan sýnir að þegar kemur að því að láta dæmið ganga upp vilja góðu orðin gleymast. Hvað Vestmannaeyjar varðar þá lítur dæmið þannig út að atvinna milli 20 og 30 manns er í uppnámi og það munar um minna eins og ástandið er hér í dag. Ekki er hægt að fækka í áhöfn en það er ekkert sem bannar að áhöfninni verði sagt upp og gerðir við hana nýir kjarasamningar. Ekki er víst að allir sætti sig við það og jafnvel óvíst að allir fengju endurráðningu. Þá má gera ráð fyrir að Samskip vilji koma sínu fólki um borð. Skrif- stofuhald flyst alfarið til Reykjavíkur og það er ekkert sem útilokar að símaþjónusta verði í Reykjavík. Minnumst ísólfs Gylfa Það er því morgunljóst að atvinnu- tækifærum mun fækka í Vest- mannaeyjum með þessum gjömingi, hvort þau verða fimm, tíu eða 30 á eftir að koma í ljós. En það er ekki við Samskip að sakast því þeir sjá þama nýtt sóknarfæri sem sennilega getur farið saman við þeirra rekstur. Sökin er stjómmálamannanna sem hafa horft upp á niðurlægingu Vestmanna- eyja í þessu máli án þess að hreyfa minnstu mótmælum. Undantekningin er Isólfur Gylfí Pálmason. Tilburðir bæjarstjómar em ekki merkilegir og meirihlutinn setti traust sitt á einn mann, Áma Johnsen alþingismann og formann samgöngunefndar, sem nú gerir ekkert annað en að skammast út í Samskip. Sumir kenna EES samn- ingnum um en til em þeir sem segja að þau rök séu mjög vafasöm. Aldrei kom til þess að látið væri reyna á þetta ákvæði. Það getur ekki talist björt framtíð fyrir Eyjamenn sem nú em á leiðinni inn í stærra kjördæmi að þingmenn núverandi Suðurlandskjördæmis skuli ekki hafa staðið vörð um hagsmuni þeirra í Herjólfsmálinu. Við verðum ósköp litlir í nýju kjördæmi og þá er hætt við að troðið verði á okkur í enn mikilvægari málum. Þá gæti ein- hveijum dottið í hug að fara að spúla dekkið án þess að við fáum nokkuð að gert. Og það skýtur skökku við að nú, þegar þingmenn og ráðherrar annarra kjördæma reyna hvað þeir geta til að ná ríkisstofnunum út í kjör- dæmin, að eina eiginlega ríkis- stofnunin skuli vera tekin af okkur. Ómar Garðarsson ritstjóri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.