Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 15
'immtudagur 27. júlí 2000 Frhttir 15 Árin frá 1968 til 1970 voru þungbær fyrir íslensku þjóðina: Eldsvoðar og skipstapar urðu tugum sjómanna að fiörtjóni SVANUR ÍS var í hópi báta sem smíðaðir voru fyrir íslendinga í Austur-Þýskalandi. í sjómannablaðinu Víkingi er sagt frá þeim hörmungarslysum í mars 1969, sem voru bara örfá dæmi um þá slysaöidu sem reið yfir íslenska sjómenn á þessum árum „Að morgni níunda mars þótti útséð um afdrif tveggja fiskiskipa okkar," segir í greininni í Víkingi. „Sex manna var saknað á tveimur bátum, Fagranesi ÞH 123 frá Akranesi og Dagnýju SF 61 sem keyptur var til Stykkishólms og var á leiðinni þangað. Mennimir voru úr Stykkishólmi, af Akranesi og úr Reykjavík. Síðast heyrðist í Fagranesi um sjöleytið að kvöldi 7. mars þegar báturinn átti eftir 20 mínútna siglingu til Akraness. Dagný sendi skeyti kl. 6 sama kvöld, er báturinn var staddur út af Garðskaga og kvaðst hann verða í Reykjavík upp úr kl. 9. Ekki gátu skipverjar þess að neitt væri að en veður var mjög vont, kafaldsbylur og geysileg ísing.“ Fagranes var 17 tonna bátur og Dagný var 27 tonna bátur. Þrátt fyrir mikla leit fundust mennimir ekki. Daginn áður varð hörmulegt slys um borð í síðutogaranum Hallveigu Fróðadóttur RE þegar eldur kom upp í mannaíbúðum og fómst þar sex menn. 1 Víkingi er einnig sagt frá því að ungur maður hafi farist af reykeitrun um borð í síðutogaranum Agli Skallagnmssyni RE í erlendri höfn en ekki er tekið fram hvenær slysið varð. Að taka slysum með karlmennsku „Allir þessir þrettán sjómenn vom á besta aldri og margir þeirra höfðu ný- iega byrjað sjómennsku. Afhroð það sem þjóðin hefir beðið við missi þeirra er tilfinnanlegt en því tjóni verður að mæta með karlmennsku og endur- nýjaðri sókn við að vinna að bættum öryggisbúnaði á allan hátt til að forða okkur frá því að siík slys geti skeð á ný,“ segir í greininni í Víkingi. I 1. til 2. tölublaði Vikings sama ár er sagt frá giftusamlegri björgun áhafnarinnar á Svani IS 214 frá Súðvík þegar bátnum hvolfdi út af Ísaíjarðardjúpi eftir að ólag reið yfir hann. „Mátti ekki tæpara standa að skipverjar næðu að komast í gúmmí- björgunarbátinn og úr honum hálf- ónýtum yfir í heila gúmhátinn," segir í grein Víkings. „Þó mun hafa ráðið úrslitum um hina giftursamlegu björgun þessara ungu og hraustu manna að þeir gátu gert öðmm skipum vart við sig með neyðartalstöðinni sem er af LINKLINE gerð og mjög traust- byggð. Skipstjóri og 1. vélstjóri sýndu mikla ráðsnilii við að losa um björg- unartækin og hagnýta þau og mátti ábyggilega ekki skeika mörgum mínútum að illa færi. Voru allir skipverjar sammála um að neyðartalstöðin hefði bjargað lífi þeirra því þeim tókst að senda út neyðarkall með henni auk þess sem leitarskip náðu að miða út sendingar stöðvarinnar. Það var svo Sólrún frá Bolungarvík sem fann gúmmíbjörg- unarbátinn en þeim var síðan bjargað um borð í varðskipið Þór sem var staddur við Vestfirði þegar slysið varð.“ Austurþýsku bátamir Svanur var smíðaður í Austur- Þýskalandi en margir bátar af þessari gerð voru smíðaðir fyrir Islendinga á þessum árum. I Vestmannaeyjum var Leó VE meðal báta af þessari gerð. Árið 1970 ferst Sæfari BA frá Tálknafirði með allri áhöfn og árið 1969 mátti litlu muna að Leó VE færist úti við Surt þegar hann lagðist á hliðina eftir að hann fékk á sig brot. Þetta varð ekki til að draga úr afreki Ömólfs Grétars Hálfdánarsonar skipstjóra á Svani ÍS. Á sjó- mannadaginn 1969 voru honum veitt sérstök afreksverðlaun og í frásögn Víkings segir: Ömólfur var með Svan IS 214 þegar þegar báturinn sökk í fárviðri út af Vestfjörðum íjanúarsl. Áhöfnin, sex menn, bjargaðist eftir fjögurra tíma hrakninga í gúm- björgunarbát. Annar gúmbátur rifnaði en fyrir snarræði og hugdirfsku skip- stjórans tókst skipverjum að komast í hinn björgunarbátinn. Einnig tókst honum að ná í neyðartalstöðina. Mikil blóðtaka fyrir lítið þ°rp Talið er fullvíst að snarræði Ömólfs Grétars hafi bjargað lífi áhafnarinnar. Þá má geta þess að Svanur var þriðji báturinn sem fórst frá Súðavík á innan við tveimur ámm. Árið 1967 fórst Freyja IS með fjögurra manna áhöfn, árið eftir fór Trausti IS með sex manna áhöfn og svo Svanur 29. janúar 1969. Þetta var mikil blóðtaka fyrir lítið þorp, sem taldi 400 til 500 íbúa og í tengslum við öll þessi slys segir Ömólfur Grétar að hann hafi verið varaður við. „Halldór Magnússon, sveitarstjóri í Súðavík, sagði mér merkilegan draum sem tengdist því þegar kirkja var flutt frá Hesteyri til Súðavíkur. Hann dreymir þrjá krossa yfir kirkjunni, tvo kolsvarta og sá þriðji var ijósleitari. Halldór sagði mér þennan draum einhvem tímann milli jóla og nýárs áður en Svanur sökk. Hann réð drauminn þannig að þrír bátar frá Súðavík myndu farast og það gat passað með Freyju og Trausta en þriðja bátinn vantaði. Halldór bað mig um að fara varlega því hann óttaðist um okkur. Það var rétt liðinn mánuður af árinu þegar Svanur sökk og var það þriðji báturinn á innan við þremur ámm því aldrei náði að líða heilt ár á milli þess að þessir þrír fæmst. Það vantaði alltaf nokkra daga upp á,“ sagði Ömólfur Grétar. Mikil slysaár frá 1968 til 1970 Meðal sjóslysa á þessum ámm má nefna að árið 1967 fórst Freyja ÍS frá Súðavík með fjómm mönnum. Árið 1968 fórst Trausti ÍS frá Súðavík með sex mönnum, 4. febrúar fórst Heiðrún ÍS frá Bolungarvík með 6 mönnum, enski togarinn Ross Cleveland sökk á Isafjarðardjúpi og komst aðeins einn af 19 manna áhöfn lífs af og sama dag strandaði Notts County við Isfjaraðardjúp og fórust tveir með honum, samtals fómst því á þriðja tug sjómanna við Djúpið þennan dag. Ekki fóm Vest- mannaeyingar varhluta af þessari slysaöldu því um haustið fórst Þráinn með 11 manna áhöfn. Samtals fórust 62 til sjós þetta ár en alls fórst 81 af slysförum þetta ár. Árið 1970 sökk svo Sæfari frá Tálknafirði með sex manna áhöfn. Tekið skal fram að þetta er ekki tæmandi listi. Ó.G. JílorjEjnuliIníiiJ) 20 daga stranga norðanátt þyrfti Mynfsafnarafólog fsfancfs sfofnað Prjónastofa á Egilsstöðum Kastaði sér i sjóinn í brunagaddi á eftir björgunarbátnum Heiðraður fyrir björgun G manna ÍAUGlVSIHGARl MIKIÐ var fjallað um björgun áhafnarinnar á Svani í fjölmiðlum. Frásögnum blaða frá þessum tíma ber undatekningarlítið sama við það sem kemur fram hjá Örnólfl Grétari. Einnig eru því gerð góð skil þegar hann á sjómannadaginn fær sérstaka viðurkenningu fyirr afrek sitt. Námskeið fyrir skot- veiðimenn Lögregla vill beina því til þeirra sem hafa liugsað sér að fara í veiði nieð skotvopnum að hafa gild skotvopnaleyfi og veiðikort meðferðis. Fyrir þá sem ekki eru með gild skotvopnaleyfi og veiðikort er ætlunin að halda veiðinámskeið á næstunni ef næg þátttaka fæst. Hægt er að skrá sig í það námskeið á lögreglustöðinni en námskeiðið verður síðan auglýst með tveggja vikna íyrirvara. Síðastliðinn mánudag færði Vestmannaeyjadeild Sjúkraliðafélags íslands kapellu Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum kristalsvasa og blóm að gjöf til að prýða altari kapellunnar. Einnig gaf deildin kapellu Hraunbúða vasa af sama efni og blóm nokkrum dögum fyrr. Myndin er tekin í kapellu Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum þegar Bjarney Pálsdóttir formaður Vestmannaeyjadeildarinnar afhenti séra Kristjáni Björnssyni vasann og blómin. Aðrir á myndinni eru fr. v. Selma Guðjónsdóttir, Guðný Jóhannsdóttir og lengst til hægri er Halldór Halldórsson djákni. Þiggjendur vasanna vildu koma á framfæri kæru þakklæti til gefenda fyrir þann hlýhug sem fylgdi gjöfunum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.