Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 14. september 2000 Fréttir 23 Landssímadeildin: KR 1 - IBV 0 m Draumur um íslands- mcistaratitil úti -KR með pálmann í höndunum ÍBV og KR mættust í næstsíðustu umferð Landssímadeildarinnar í Vesturbænum síðastliðinn sunnu- dag. Eins og undanfarin ár var fjölmennt á áhorfendabekkjum vallarins og óhætt að ætla að um 3500 manns hafi verið á leiknum. Leikurinn sjálfur var hins vegar lítil skemmtun framan af, liðin fóru varlega í sóknaraðgerðir og stillti Kristinn Jónsson þjálfari ÍBV, Steingrími einum frammi sem gafst illa. Seinni hálfleikur var skárri en sá fyrri en aðeins eitt mark var skorað, Hjalti Jónsson var svo óheppinn að skalla boltann í eigið mark og þar við sat. Eins og áður sagði var leikurinn tilþrifalítill til að byija með. Liðin fóru sér afar varlega, enda dýrt að lenda undir snemma leiks. ÍBV liðið var að spila illa í hálfleiknum, miðju- mennimir vom ekki að finna sig og frammi átti Steingrímur einn erfitt uppdráttar. Fyrsta færi ÍBV átti þó Steingrímur á 24. mínútu þegar hann átti skot úr þröngu færi en Kristján Finnbogason sá við honum. Þremur mínútum síðar átti Goran góðan sprett upp vinstri vænginn og átti stórhættulega fyrirgjöf en þá vantaði einhvem inn í teig KR-inga til að reka endahnútinn á sóknina. KR-ingar áttu fá færi í fyrri hálfleik, eins og reyndar í leiknum öllum en á 37. mínútu skomðu þeir mark eftir að vöm IBV hafði átti í vandræðum með að hreinsa boltann í burtu. En markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks þurfti Birkir svo að taka á honum stóra sínum þegar Andri Sigþórsson fékk stungusendingu inn fyrir vöm ÍBV en Birkir náði að skalla knöttinn í burtu enda kominn út fyrir vítateig. Tómas Ingi kom svo inn á í hálfleik og við það breyttist leikur ÍBV mikið. Nú var fækkað á miðjunni og spilað leikkerfið 4-4-2. ÍBV var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og fékk liðið þrjú ágætis færi sem ekki tókst að nýta. Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik komst Steingrímur einn á móti markverði KR-inga en þrátt fýrir að hafa ágætis tíma fyrir sig þá náði Steingrímur ekki að klára færið og skot hans var varið í hom. Tæplega tíu mínútum síðar átti Ingi svo góða fyrirgjöf á Goran, en hann náði ekki í boltann og færið rann út í sandinn. Á 76. mínútu áttu KR-ingar svo homspymu. Kjartan og sóknarmaður KR áttust við í skallaeinvígi en hvorugur náði að skalla boltann og Hjalti fékk boltann á hausinn á sér og þaðan fór hann inn. Slysalegt mark en líklega hefur Hjalti hreinlega ekki séð boltann. Eftir það höfðu heimamenn leikinn í hendi sér og héldu sínum hlut út leikinn. Leikur IBV olli nokkmm von- brigðum á sunnudaginn. Fyrirleikinn átti IBV möguleika á Islands- meistaratitlinum og því súrt að liðið náði ekki betri leik. Reyndar þurfti Baldur Bragason að yfirgefa völlinn en hann meiddist um miðjan fyrri hálfleik eftir glæfralega tæklingu Hollendingsins í liði KR og fór af velli stuttu síðar. Sóknarleikur ÍBV var á köflum mjög tilviljunarkenndur og munar mikið um að hafa ekki eins sókndjarfa bakverði eins og undanfarin ár. Nafnamir Páll Almarsson og Guðmundsson leysa reyndar vamarhlutverkið vel, en Páll Almarsson sem spilar hægra megin er meiri miðvörður en bakvörður og hinu megin er réttfættur maður í stöðu örvfætts manns. Fyrir vikið vantar oft þau hlaup upp í homin sem hafa skapað svo mikla hættu undanfarin ár. Hlynur Stefánsson sagðist alls ekki vera sáttur við niðurstöðu leiksins gegn KR. „Ég er að sjálfsögðu mjög ósáttur við úrslitin en mér fannst við eiga eitt ef ekki öll stigin skilið miðað við gang leiksins. En við lögðum upp með að veijast vel og vera þolinmóðir, því eftir sem lengra liði á leikinn myndi draga af KRingum og við fá okkar markfæri eins og kom á daginn. Mér fannst þeir ekkert eiga sigurinn skilið en það er ekki spurt að því í knattspymunni í dag og ekki orð um það meir. Núna em það nýkrýndir deildarbikarmeistarar Grindavík sem koma í heimsókn, en ég tel að þeir séu eitt af bestu liðum deildarinnar. En það er mikilvægt fyrir okkur að sigra og halda þriðja sætinu og vera á góðu róli fyrir bikarúrslitaleikinn." KR1-IBV0 ÍBV spilaði 4-5-1: Birkir Kristinsson, Páll Guðmundsson, Kjartan Antonsson, Hlynur Stefánsson, Páll Almarsson, Goran Alcksic, Momir Mileta, Hjalti Jónsson, Baldur Bragason, Ingi Sigurðsson, Steingrímur Jóhannesson. Varamenn sem komu inn á: Bjarni Geir Viðarsson, Tómas Ingi Tómasson, Jóhann Möller. Yngri flokkarnir: Annar flokkur karla Strákarnir urðu í 2* sæti Annar flokkur karla undir stjórn Zejlko Sankovic hefur náð nokkuð góðum árangri í sumar en standa þó uppi titilslausir sem verða að teljast nokkur vonbrigði miðað við mannskapinn sem er fyrir hendi. Síðasti leikur liðsins var á tinimtudaginn en fyrir leikinn var IBV í öðru sæti, stigi á eftir Keflavík og átti því möguleika á íslandsmeistaratitlinum ef Keflavík hefði tapað stigum gegn ÍA. Leikið var gegn Fylki á Týsvellinum og settu léleg vallarskilyrði mark sitt á leikinn. IBV var mun sterkari aðilinn í leiknum en gekk illa að skapa sér færi. Það var svo fyrirliði liðsins, Davíð Egilsson sem kom sínum mönnum á bragðið en Tómas Reynisson bætti svo öðru marki við. Lokatölur leiksins urðu 2-0 fyrir ÍBV en því miður sigraði Keflavík Skagamenn og urðu þeir því íslandsmeistarar en ÍBV fékk silfrið. GUNNAR Heiðar er marka- hæstur í 2. flokki Islandsmótsins með 18 mörk. SILFURHAFAR ÍBV ásamt þjálfara sínum. O I Handboltinn farinn að rúlla Karlalið ÍBV í handknattleik lék sína fyrstu opinbera æfingaleiki á Islandi nú um helgina en þá tók liðið þátt í Reykjavíkurmótinu. IBV spilaði þijá leiki, gegn Stjömunni, Fram og Selfossi. ÍBV sigraði Fram en tapaði hinum tveimur leikjunum. Erlingur Richardsson fyrirliði liðsins sagði að mótið væri hraðmót og því væri kannski ekki svo mikið að marka úrslit leikja. „Þetta er náttúrulega bara æfingamót og því spilum við kannski ekki eins og við munum gera í vetur, heldur em ýmsir hlutir pmfaðir og allir fá að spila. Hins vegar tökum við þessa leiki alvarlega og notum þá til þess að sjá hvað má betur fara í leik okkar." Kvennalið ÍBV tók ekki þátt í Reykjavíkurmótinu í ár. Bikarleikurinn á sunnudeginum - Pakkaferðir verða á leikinn Strax og ljóst var að ÍBV kæmist í úrslitaleik bikarkeppninnar létu þeir í Ijós áhuga á að færa leikinn fram á laugardaginn til þess að auðveldara væri um vik fyrir stuðningsmenn liðsins að komast á leikinn og til baka án þess að eiga það í hættu að missa dag úr vinnu. Skagamenn, mótheijar IBV í leiknum tóku undir ósk ÍBV og því sameiginlegur vilji liðanna að færa leikinn. En sú fomaldarstofnun sem gengur undir nafninu Knattspymusamband ís- lands sá sér ekki fært að færa leikdaginn og líklega ráða þar pen- ingasjónarmið ferðinni. Pakkaferðir verða á leikinn og hefur það fengist staðfest hjá ÍBV. Bæði verða í boði ferðir með Herjólfi og Flugfélagi íslands en verð og nákvæmari upplýsingar verður auglýst í næsta blaði. Bjarnólfur í Scunthorpe Hlutimir hafa gerst hratt að undan- fömu hjá Eyjapeyjanum Bjamólfi Lámssyni. Þegar síðast spurðist til Bjamólfs var hann á leiðinni heim í heiðardalinn og jafnvel að hugsa um að setjast á skólabekk í vetur. En skjótt skipast veður í lofti og nú er Bjamólfur genginn til liðs við Scunthorpe sem nú er í sjötta sæti í ensku 3. deildinni en liðið féll úr 2. deild á síðasta tímabili. Bjamólfur mun hafa skrifað undir samning sem gildir út tímabilið og er því enn möguleiki á því að hann gangi til liðs við ÍBV á komandi sumri. Framundan Laugardagur 16. september Kl. 14.00 ÍBV-Grindavík Lands- símadeild karla. Sunnudagur 24. september Kl. 14.00 ÍBV - ÍA mætast í úrslitum Bikarkeppninnar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.