Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 14. september 2000 Fréttir 13 /ani ÍS þegar báturinn sökk á Vestfjarðamiðum í janúar 1969: Ikaldan sjóinn indi bátinn og tókst með þvi að bjarga áhöfn sinni ÖRNÓLFUR Grétar er með duglegri göngumönnum og má víða rekast á hann í göngutúrum sínum, ekki síst við sjóinn. Hann stundar Iíka sund og líkamsrækt og púttar með eldri borgurum í Vinaminni í Isfélaginu. SKBPVERJARNIR á Svani eru allir á Iffi. Þessar myndir voru teknar um borð í varðskipinu Þór eftir að þeim var bjargað þar um borð. Örnólfur Grétar, Brynjólfur Bjarnason stýrimaður og Þórður Sigurðsson matsveinn en hann varð seinna tengdafaðir Örnólfs Grétars. og skyrtunni þegar brotið kom. Ég áttaði mig strax á að ekki var allt með felldu þvf ég fann hvað við vorum lengi inni í sjónum. Sjálfur hentist ég af gólfinu upp í loft og þaðan í kojuna. Þá var orðið dautt á vélinni og ég gerði mér strax grein fyrir því hvað var að gerast. Þegar ég loksins komst fram í stýrishús sá ég hvers kyns var. Bát- urinn lá á stjómborðshliðinni og sendi ég vélstjórana strax út um bak- borðsdymar og upp á stýrishús til að leysa gúmmíbjörgunarbátinn og koma honum í sjóinn. Það gekk ágætlega og eins gekk vel að blása hann út. Þá rétti Svanurinn sig af og reif um leið þak- dúkinn og neðra flotholtið af gúmmíbjörgunarbátnum." Stakk sér tvisvar í sjóinn Þegar þama er komið sögu kemur í ljós að einn úr áhöfninni er niðri í káetu og átti hann í vandræðum með að komst upp. Fór Ömólfur Grétar niður til að ná í hann. „Hann gekk á veggjunum og vissi ekki neitt í sinn haus þama í myrkrinu. Þegar ég kom með hann upp vom hinir fjórir famir í björgunarbátinn sem var ekki merki- legur, bara einn hringur. Við fómm á eftir þeim en ég sá strax að þetta gekk ekki og stakk mér í sjóinn og tókst að komast um borð í Svaninn aftur. Þar komst ég að öðmm björgunarbát sem var fram við hvalbak. Gekk vel að losa hann og koma honum í sjóinn. Stakk ég mér svo aftur í sjóinn og synti að bjömnarbátnum eftir að búið var að blása hann upp. Fómm við svo allir um borð í hann og eftir það var vistin mun bærilegri.“ Fjómm eða ftmm dögum áður hafði Svanur fengið á sig brot og við það slitnaði björgunarbátur á hvalbaknum og lenti niðri á dekki. „Ég þorði ekki annað en að fara með hann í skoðun og fékk annan bát lánaðan á meðan. Ég gekk frá honum sjálfur og setti hníf, sem dýft hafði verið í feiti, í slíður við bátinn þannig að ég vissi að hveiju ég gekk þegar ég ákvað að fara aftur um borð. Ég þurfti að taka hann upp og bera út að lunningunni og henda honum í sjóinn. Það mátti ekki miklu muna að það tækist því Svanurinn var sökkva niður á rassgatið og hallaði talsvert í stjór. Þetta gekk þó allt furðuvel því það var allt svo merkilega rólegt eftir brotið. En þegar maður lítur til baka sér maður að allt gerðist þetta á örskotsstundu,“ sagði Ömólfúr Grétar. Neyðartalstöðin bjargaði miklu I frásögn Víkings segir að neyðartal- stöðin hafi skipt sköpum og Ömólfur Grétar tekur að nokkm leyti undir það en hún kom ekki að fullum notum því lofnetið brotnaði af í öllum atgang- inum. „Ég tók neyðartalstöðina og rétti hana til þeirra uppi á þakinu en þá brotnaði loftnetið. Ég reyndi að senda út neyðarkall á stóm stöðinni og ég held að þeir hafi heyrt það á varð- skipinu Þór sem lá undir Grænu- hlíðinni. Það vom margir á sjó þennan dag en það vom varðskipsmenn sem skipulögðu leitina. Var bátunum raðað upp með hálfrar mflu millibili og þannig kembdu þeir svæðið. Við gátum fylgst með leitinni á neyðarstöðinni og reyndum að kalla út en það heyrðist ekki nógu vel en dugði til að það tókst að miða okkur út.“ Það tók fimm klukkutíma að finna björgunarbátinn en dvölin í honum var ömurleg, enda komin ein tíu vindstig og samsvarandi sjór og ekki má gleyma kuldanum. „Sem betur fer settumst við allir vindmegin í bátinn þannig að vindurinn komst aldrei undir hann og náði ekki að velta honum. Við misstum aldrei vonina um að finnast í tæka tíð. Við heyrðum alltaf í bátunum, sem voru að leita, í neyðarstöðinni sem var okkur mikill styrkur. En við vorum allir blautir og kaldir. Sjálfur var ég fáklæddur en hinir voru sem betur fer þokkalega klæddir. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvemig okkur varð um þegar við sáum Þór en þetta var í fyrsta skipti í mörg ár sem ég var ánægður að sjá varðskip." Heimtir úr helju Það gekk mjög vel að koma mann- skapnum um borð í Þór og þar fengu þeir höfðinglegar móttökur. „Við vorum háttaðir, fómm í bað, fengum þurr föt og kojur til að leggja okkur í. Það var farið beint til Isafjarðar og þangað vomm við komnir tíu til hálf ellefu um kvöldið." Voru ekki fagnaðarfundir? „Jú, mjög svo. Foreldrar mínir komust reyndar ekki frá Bolungarvík vegna ófærðar en á þessum ámm var ég laus og liðugur. En auðvitað fannst öllum við vera heimtir úr helju." Eftir komuna til Isafjarðar vora skipveijamir keyrðir beint heim til sín og ekkert verið að hugsa um læknis- skoðun auk þess sem þá var ekki komin til sögunnar áfallahjálp sem þykir sjálfsögð í dag. Hefðuð þið þurft á henni að halda? „Nei, það held ég ekki en þama get ég bara talað fyrir sjálfan mig. Ég veit ekki um hina. Við sluppum við líkam- leg meiðsli nema hvað ég missti skinn bæði á höndum og fótum og seinna kom í ljós að Þórður Sigurðsson hafði farið úr axlarlið." Þú varst heiðraður sérstaklega á sjómannadaginn í Reykjavík sumarið eftir. Fannst þér það mikill heiður? „Ég pældi ekki svo mikið í því.“ Ömólfur Grétar var viku í landi eftir að Svanur fórst en þá réði hann sig á annan línubát frá Súðavík. „Nei, ég fann aldrei fyrir hræðslu á sjó eftir slysið enda hélt ég mig við sjóinn þangað til ég veiktist 1996. Allir hinir, nema einn, fóm á sjóinn aftur,“ sagði Ömólfur Grétar sem fýrir ljórum ámm fékk heilablóðfall sem hann hefur ekki náð sér af. Annað áfall Það átti ekki íyrir honum að liggja að flendast á Vestfjörðum. Næsta sumar var hann í Stykkishólmi, fór aftur vestur og fór þaðan eftir tvö ár. Þá kvæntist hann konu sinni, Sigurborgu Elvu Þórðardóttur og eiga þau fjögur böm í dag. Er hún dóttir Þórðar sem var á Svani þegar hann sökk. Ömólfur Grétar lýsir fjölskyldunni sem landshomaflökkurum síðan en sjálfur stundaði hann sjó á bátum, síðu- og skuttogurum og árið 1996 lá leiðin til Eyja þar sem íjölskyldan býr enn í dag. „Ég byrjaði á Suðurey VE en ákvað að leysa af einn túr á Andvara VE sem stundar rækjuveiðar á Flæmingjagrunni. Þetta var sama árið og við fluttum hingað. Við vomm nýfamir frá Nýfundnalandi þegar ég veiktist. Það gerði sér enginn grein fyrir því hvað þetta var alvarlegt og sjálfur hélt ég að þetta væri bara venjuleg flensa. Það var því haldið áfram á miðin þar sem við vomm í einn og hálfan sólarhring á veiðum. Jafnvægið vildi ekki koma aftur og þá sáum við að ekki var allt með felldu. Það kom svo í ljós að ég var með blóðtappa við heilann. Ég hef átt í þessu síðan og batinn kemur hægt. Það er aðallega jafnvægið sem vantar en úthald og annað er í góðu lagi. Ég stunda leikfimi og sund og labba mikið. Ég hef bætt við mig í labbinu eftir að ég hætti að reykja í vor. Þama fæ ég útrás og gönguferðirnar em að verða að fíkn sem tekið hefur við af sígarettunum sem er bara gott mál. Ég hef lítið unnið síðan, aðeins reynt að beita en á sjó fer ég aldrei aftur. Svo má þekkja mig langt að af göngulaginu því það er alltaf eins og ég sé hálffullur," sagði Ömólfur Grétar að lokum og glotti um leið. Ó.G. Sjá einnig blaðsíðu 13.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.