Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 14. september 2000 Sigga Vídó minnst í bæjarstjórn Áður en gengið var til dagskrár á i'undi bæjarstjórnar, sl. fimmtudag, minntist forseti bæjarstjómar, Sig- rún I. Sigurgeirsdóttir, Sigurgeirs Ólafssonar, sem lést 2. ágúst sl., með eftirfarandi orðum: „Sigurgeir var fæddur 21. júní 1925. Hann var stýrimaður og skipstjóri í mörg ár og útgerðar- maður. Sigurgeir var hafnarstjóri á árunum 1982 - 1991. Hann var forseti bæjarstjómar 1982 -1984 og sat í bæjarráði sama tímabil. Sigurgeir var varabæjarfulltriíi 1978 - 1982ogbæjarfulltrúi 1982- 1986 og sat alls 19 bæjarstjómarfundi. Ég vil biðja viðstadda að rísa úr sætum og minnast Sigurgeirs Ólafs- sonar.“ Stefón vill vera Jónasson Á fundi bæjarstjómar á fnnmtudag í síðustu viku voru allir liðir fund- argerðar skipulags- og bygginga- nefndar samþykktir, þó með breyt- ingu á fyrsta máli fundar- gerðarinnar. Þar stóð upphaflega: „Stefán óskar eftir að bókað verði,'1 en var með sjö santhljóða at- kvæðum bæjarstjórnar samþykkt að breyta í: „Stefán Ó. Jónasson óskar eftir að bókað verði.“ Fyrirmyndar- dansleikur framhalds- skólanema Alls vom 174 færslur í dagbók lög- reglu í síðustu viku. Er það nokkru minna en í vikunni á undan. Ekki var mikill erill hjá lögreglu, þó var nokkuð að gera í tengslum við dansleik á veguni Nemendafélags Framhaldsskólans. Að sögn lög- reglu fór þó sá dansleikur mjög vel fram. Saupsóttir við skól Ein líkamsárás var tilkynnt lögreglu um helgina. Þar höfðu lent í átök- um tveir menn sem báðir vom við skál. Ekki liggur l'yrir kæra í málinu. Ein kæra í umferðinni Aðeins eitt umferðarlagabrot var kært í vikunni og var þar um að ræða vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar. Er langt síðan jafn- rólegt hefur verið í umferðinni og vonandi að þau rólegheit haldist áfram. Virðið reglur um gangbrautir og útivist Enn vill lögregla minna ökumenn á að fara varlega í nágrenni skólanna og virða gangbrautaiTéttinn. Þá vill lögregla og minna foreldra og forráðamenn á útivistarreglumar. Þær eru börnunum til verndar og því er þetta spurning um að vernda bömin sín en ekki að vera „leiðinlegt" foreldri. Minnihlutinn til varnar IBV í þjóðhátíðarmálinu EÐLILEGA tekur nokkurn tíma að hreinsa til og taka niður búnað eftir þjóðhátíð en þetta framtak ÍBV gefur mikinn pening í bæinn. Á síðasta fundi umhverfisnefndar var m.a. rætt um viðskilnað þjóðhátíðarnefndar í Herjólfsdal. Frá þeim fundi var greint í Fréttum fyrir skömmu en ályktun nefndar- innar var stutt og skorinorð: „Nefndin harmar viðskilnað þjóð- hátíðarnefndar í Herjólfsdal.“ Formaður þjóðhátíðamefndar svaraði í Fréttum fyrir sína menn og taldi umhverfisnefnd fara offari í ásök- unum sínum. Nú hefur ÍBV og þjóðhátíðarnefnd borist óvæntur liðs- auki því að á fundi bæjarstjómar sl. fimmtudag báru fulltrúar Vestmanna- eyjalistans fram svohljóðandi bókun: „í 3. máli fundargerðar umhverfis- nefndar álykta sjálfstæðismenn með afar ósmekklegum hætti og án nokkurs rökstuðnings gegn þjóð- hátíðamefnd vegna viðskilnaðar í Herjólfsdal eftir þjóðhátíð. Við teljum að íþróttahrcyfingin eigi margt annað skilið en slíkar ályktanir vegna fram- lags síns til íþrótta- og menningarmála í Vestmannaeyjum. Við krefjumst þess að nú þegar verði gerður samn- ingur við íþróttahreyfinguna um með hvaða hætti skuli ganga frá Herjólfs- dal eftir þjóðhátíð og hvert hlutverk íþróttahreyfingarinnar annars vegar og bæjaryfirvalda hins vegar eigi að vera í því sambandi." Að lokinni þessari bókun bað Elsa Valgeirsdóttir, fulltrúi meirihlutans um fundarhlé og var það veitt. Síðan bar meirihluti sjálfstæðismanna fram svohljóðandi afgreiðslutillögu: „Leggjum til að 3. máli fundargerðar umhverfisnefndar 23. ágúst sl. verði frestað og óskað eftir greinargerð frá garðyrkjustjóra vegna málsins." Þessi afgreiðslutillaga var síðan sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum og þar með ljóst að þessi einkar stuttorða bókun umhverfisnefndar hefur farið fyrir brjóstið á fleirum en þjóðhátíðamefnd einni saman. KFUM&K þingaði í Eyjum námskeið sem hefur átt sinn þátt í eflingu starfsins þar. Tvær ungar stúlkur frá Reykjavík kynntu hugmyndir frá KFUM&K í Dan- mörku frá ráðstefnu sem haldin var í maí sl. I kjölfar erindis þeirra voru umræður í hópum um ýmsa þætti í starfinu sem vöktu þingfulltrúa til umhugsunar enda margar mjög athyglisverðar hugmyndir þar á ferð. Á þinginu létu tvær kjamakonur í stjóminni af störfum, þær em Stella Skaptadóttir fulltrúi Vestmannaeyja og Guðný Einarsdóttir fulltrúi Reykja- víkur og vom þeim þökkuð vel unnin störf í þágu félaganna. Núverandi stjórn skipa Björgvin Þórðarson, Böðvar Björgvinsson, Haf- dís Hannesdóttir, Jóhanna S. Erlu- dóttir, Jón Oddgeir Guðmundsson, Kristján Sigurðsson og Eyjamaðurinn Ólafur Jóhann Borgþórsson. Þinginu lauk með helgistund í stafkirkjunni og sá sr. Bára Frið- riksdóttir um hana. Þingfulltrúar gengu til altaris, er þetta fyrsta altansgangan í stafkirkjunni og því um sögulega stund að ræða. Að loknu þinginu var Vestmanna- eyingum þökkuð góð skipulagning og gestrisni og ekki skemmdi fyrir frábært veður. Þing Landssambands KFUM&K og tóku þátt í þingstörfum sem auk þess sem ýmis mál tengd félags- var haldið í Vestmannaeyjum stóðu allan daginn. starfinu vom rædd. Þar kom m.a. upp síðasta iaugardag. Þar voru saman- I frétt af þinginu segir að þar hafi á borðið vandamál landsbyggðar- komnir 32 fulltrúar víða aflandinu farið fram venjuleg aðalfundarstörf félaga og kynntu Akumesingar LOKAHNYKKUR þingsins var guðsþjúnusta í stafkirkjunni þar sem Bára Friðriksdóttir messaði og gengu allir þingfulltrúar til altaris og einum betur. FRETTIR I Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Omar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.