Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 20
Fréttir Fimmtudagur 14. september 2000 Viðurkenningar umhverfísnefndar og Rotarýklúbbs Vestmannaeyja árið 2000: Gaujulundur fékk sérstök neiðursverðlaun a -Fegursti garðurinn er að Hólagötu 41, fegursta fyrirtækið er Islandsbanki FBA og fegursta húseignin er: Helgafellsbraut 23 Síðastliðinn miðvikudag voru veitta umhverfisverðlaun umhverfisnefndar og Rotarýklúbbs Vestmannaeyja árið 2000 í Vestmannaeyjum. Viðurkenningarnar voru veittar við látlausa, en þó hátíðlega athöfn í húsakynnum Bæjarveitna að viðstöddum verðlaunaveitendum og að sjálfsögðu verðlaunaþegum. Það voru umhverfisnefnd og Rotarýklúbbur Vestmannaeyja sem sáu um framkvæmdina og mat garða og fyrirtækja. Sérstök heiðurverðlaun hlutu Guðiinna Olafsdóttir og Erlendur Stefánsson fyrir hinn sérstæða Gaujulund, sem hefur verið hugðarefni þeirra til fjölda ára og sýnir og sannar að hægt er að rækta skrúðgarð, þar sem áður var svört aska og hraun. * I l'i L 1 1 1 i 1 W m w 3ST L—•' * , . tt/k . 1 i £ di Að sögn Kristjáns Bjarnasonar, garðyrkjustjóra Vestmannaeyjabæjar, fór valið þannig fram að í sumar völdu félagar í Rotarýklúbbnum álitlegustu garða og fasteignir í bænum. Einnig mátu og skoðuðu nemendur og flokksstjórar vinnuskólans á annað hundrað fyrirtæki og voru niðurstöður þeirra hafðar til hliðsjónar við lokaskoðun og ákvarðanir. Eftirtaldir aðilar lentu í úrtaki: Asavegur 1 og 7, Bessahraun 8, Birkihlíð 9 og 16, Brattagata 47, Dverghamar 36 og 40, Heiðarvegur 66, Helgafellsbraut 23, Hólagata 33,35 og 41 og Strembugata 24. Fyrirtæki: Eyjaís, Flugstöðin, Islandsbanki og Sparisjóðurinn. Umhverfisverðlaun árið 2000: 1. Fegursti garðurinn: Hólagata 41. Eigendur eru Þorleifur Sigurlásson og Aðalheiður Oskarsdóttir 2. Fegursta fyrirtækið: Islandsbanki og veitti Börkur Grímsson bankastjóri verðlaununum viðtöku 3. Fegursta húscignin: Helgafellsbraut 23, hvar búa Arsæll Sveinsson og Sigrún Oskarsdóttir, Asta Haraldsdóttir, Leifur Arsælsson og Guðný Bjarnadóttir 4. Gau julundur: Heiðursviðurkenningu hlutu Guðfinna Olafsdóttir og Erlendur Stefánsson fyrir sérstæðan skrúðgarð. AÐALHEIÐUR, Þorleifur, Börkur, Guðfinna, Erlendur, Sigrún, Ársæll, Ásta, Guðný og Leifur við afhendingu verðlaunanna. HELGAFELLSbraut 23. HÓLAgata 41. ÍSLANDSbanki FBA Dagur friðar á þriðjudag Þriðjudagurinn 19. septembernk. er merkilegur dagur. Sameinuðu þjóðimar helguðu árið 2000 friðar- menningu og næsta áratug friðarmenningu handa jarðarböm- um. Skorað er á kennara og ungmenni að hugleiða friðinn kl. tólf á hádegi, þriðjudaginn 19. september. Ætlunin er að sjá fyrir sér fagra veröld og senda í hljóðri mínútu friðarbylgju um heimsbyggðina en verkefnið nefnist Friðarmínútan. Dagurinn er valinn með samþykkt Allsheijarráðs SÞ frá árinu 1981 í huga, um að þriðji þriðjudagur sept- embermánaðar verði árlega alþjóðadagur friðar í heiminum. Fyrir ári var stofnaður friðarbekkur í 5.E í Melaskóla í Reykjavík og hvatti hann Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, til að helga 1. janúar 2000 friði. Borgar- stjórinn tók áskomninni og nýársdagur varð Dagur friðar í Reykjavík. Núna hvetur ffiðarbekk- urinn 6. E í Melaskóla kennara og nemendur í öllum skólum á landinu til að kynna sér Alþjóðadag SÞ um frið með því að skoða vefslóðina www.wethepeoples.org/peaceday/ Tillaga er um að haga athöfninni á þennan hátt: Klukkan 12 á hádegi kunngerir valinn nemendi í bekk, eða kennari, eftirfarandi: „Við munum núna í nafni Sameinuðu þjóðanna leggja okkar af mörkum á friðardegi aldamótanna, með því að sjá fagra veröld í hljóðri mínútu; heim friðar og sældar, öllum til handa. Þegar mínútan er liðin munum við segja saman orðin: -Megi friður ríkja á jörðinni." „Þakka ykkur fyrir að rétta hjálparhönd og að vilja reisa heim varanlegs friðar.“ Þann 19. september verður þingi Allsherjarráðs SÞ í New York jafnframt afhent lengsta friðarljóð veraldar sem ritað er á yfir 70 tungumál. Hafist var handa við ljóðið árið 1996 en skólaböm hvaðanæva úr heiminum hafa samið það ásamt fullorðnum. Krakkamir í 6.E í Melaskóla sömdu tvær línur hvert af þessu tilefni, fyrir Islands hönd. Afmælis- veisla í sambýlinu ásunnudag Þar sem sambýlið er 10 ára um þessar mundir ætla íbúar og starfsfólk að gera sér glaðan dag nk. sunnudag kl. 15 til 18.00, ásamt gestum sem hér með em hvattir til að ljömenna í tilefni dagsins. Sæ- finna Sigurgeirsdóttir, forstöðu- maður sambýlisins, sagði að mikil tilhlökkun væri vegna afmælisins. „Við ætlum að hafa kaffi og meðlæti sunnudaginn 15. september og vonum að aðstandendur og þau frábæm félög, einstaklingar, vinir og áhafnir sem hafa styrkt okkur í gegnum árin sjái sér fært að koma og samgleðjast okkur á þessum tímamótum. Sérstaklega viljum við bjóða þeim sem búið hafa hjá okkur og flutt hafa í sjálfstæða búsetu," sagði Sæsa.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.