Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 22
22 Fréttir Fimmtudagur 14. september 2000 Handbold karla og kvenna: Æfingatafla 3. fl karla '83-84 Mán. 20.30-21.30 IÞ Mið. 21.10-22.10 IÞ Fim. 22.00 - 23.00 IÞ Lau. 16.00- 17.00 IÞ 4. fl. karla '85 - '86 Mán. 16.20-17.10 IÞ Mið. 20.20-21.10 IÞ Sun. 17.20-18.10 IÞ 5. fl. karla '87 - '88 Mið. 17.50-18.40 IÞ Fös. 17.00- 17.50 IÞ Sun. 12.20-13.10 IÞ 6. fl. karla '89 - '90 Þri. 18.20- 19.00 IÞ Mið. 16.10-17.00 IÞ Lau. 13.00-14.00 IÞ 7. fl. karla '91, '92, '93 Fim. 16.10-17.00 TH Sun. 13.10-14.00 IÞ 8. fl. karla '94 og yngri Lau. 16.30-17.30 TH Unglingafl. kvenna '82.- '84 Mið. 19.30-20.20 IÞ Fim. 21.10-22.00 IÞ Sun. 16.30- 17.20 IÞ 4. fl. kvenna '85 - '86 Mán. 17.10-18.00 IÞ Mið. 19.30-20.20 IÞ Sun. 15.40- 16.30 IÞ 5. fl. kvenna '87 - '88 Mið. 18.40- 19.30 IÞ Fös. 16.10-17.00 IÞ Sun. 11.30- 12.20 IÞ \ Bl/ ^ / 6. fl. kvenna '89 - '90 Þri. 16.10-17.00 TH Mið. 17.00- 17.50 IÞ Lau. 14.00- 15.00 IÞ 7. fl. kvenna '91 - '93 Sun. 14.00- 14.50 IÞ Mið. 15.30- 16.30 TH 8. fl. kvenna '94 og yngri Lau. 17.30- 18.30 TH Taflan tók gildi fímmtud. 7. sept. 2000. Þessi tafla er rétt, hendið jyrri töflu. 1Þ = íþróttahús TH = Týsheimili Yngri flokkarnir: Þrjú í landsliðum Landa- KIRKJA Fimmtudagur 14. september Kl. 17.00. TTT- starfíð í kirkjunni fyrir 10-12 ára krakka. Fyrsta samveran er ótrúlega spennandi. Föstudagur 15. september Kl. 13.45. Litlir lærisveinar, yngri hópur, mæting í Safnaðarheim- ilinu. Kl. 14.30. Litlir lærisveinar, eldri hópur, mæting í Stafkirkjunni á Skansinum. Laugardagur 16. september Kl. 14.00. Afram ÍBV! Sunnudagur 17. september Kl. 11.00. Fyrsta bamaguðsþjón- usta haustsins. Nýir söngvar og nýtt efni í sunnudagaskólanum. Fjöl- mennum til að eiga góða stund í húsi Guðs. Kl. 14.00. Guðsþjónusta með skím. Athugið breyttan messutíma. Kafftsopi á eftir í Safnaðar- heimilinu. Kl. 20.30. Æskulýðsfundur í um- sjón Óla Jóa og samstarfsmanna hans. Þeim leggst alltaf eitthvað til - mikil ðsköp! Þriðjudagur 19. september Kl. 16.30 - 17.30. KKK - Krakkaklúbburinn kirkjuprakkarar hefur göngu sína. Fyrsta samvera með leikjum, föndri, söng, bæn og ýmsum öðmm uppátækjum. Miövikudagur 20. september Kl. 18.00. Fundur með foreldmm fermingarbama og fermingar- börnunum sjálfum í Safnaðar- heimilinu. Stutt kynning á ferm- ingarfræðslu vetrarins og ferm- ingarmessum vorsins. Kl. 20.00 - 22.00. Opið hús fyrir unglinga í KFUM&K húsinu við Vestmannabraut. Fimmtudagur 21. september Kl. 17.00 - 18.00. Helgistund á Heilbrigðisstofnuninni, dagstofu 3. hæð. Heimsóknargestir hjartanlega velkomnir. Kl. 18.00. Fundur með hand- verksfólki í Eyjum vegna sýningar í lok mánaðarins. Umsjón sr. Bára Friðriksdóttir. Stafkirkjan á Heimaey Kirkjan verður opin til sýnis laugardaginn 16. septemberkl. 11- 12 og sunnudaginn 17. september kl. 13-14. Auk þess er hægt er að biðja um skoðunartíma fyrir hópa hjá umsjónarmanni í síma 866 9955. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagurinn Kl. 20.30 Biblíulestur um ísrael, hvað er framundan? Föstudagurinn Kl. 20.00 - 22:00 Unglingasam- vera með gestum úr Veginum í Reykjavík, sérstaklega ætlaðar aldurshópnum 10 - 14 ára Laugardagur Kl. 20.30 Vakningarsamkoma, ræðumaður Ed Femandez frá Filippseyjum, fjölbreytt ívaf í söng, drama og dansi Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma með Ed Femandez frá Filipps- eyjum. Allir hjartanlega velkomnir á samkomur sem hafa áhrif. Samskot tekin til prédikarans. Hvítasunnumenn Allir hjartanlega velkomnir Aðventkirkjan Laugardagur 16. september Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Kl. 11.00 Guðsþjónusta, Björgvin Snorrason. Allir hjartanlega velkoninir. Sigur hjá stelp- unum í f lokki Nýkrýndir bikarmeistarar í öðrum flokki kvenna tóku á móti KR á laugardaginn. Þessi lið mættust einmitt í úrslitaleik bikarkeppninnar og því búist við hörkuleik. Leikið var á Týsvellinum og reyndar með ólíkindum að leikurinn skuli hafa farið fram þar, því völlurinn er mjög illa farinn á meðan besti völlur landsins stendur ónotaður nokkrum metrum í burtu og vekur furðu að ekki megi nota hann þegar svo lítið er eftir af Islandsmótinu. En leikurinn byrjaði ekki nógu vel fyrir IBV og voru gestirnir betri framan af en náðu samt sem áður ekki að skapa sér nein færi. Eyjastelpur nýttu sín færi hins vegar mun betur og sigruðu í leiknum með tveimur mörkum gegn einu. Þótt ótrúlegt megi virðast þá á flokkurinn eftir að spila tvo leiki, báða gegn Breiðabliki en að öllum líkindum verður leikið helgina 22. - 24. september. Mörk ÍBV í leiknum: Elfa Asdís og Margrét Lára. Tveir af efnilegustu knattspyrnu- mönnum IBV, þeir Atli Jóhannsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson hafa nú verið valdir í U-18 ára landslið Islands sem mun mæta Danmörku í tveimur æiingjaleikj- um í næstu viku, 19. og 21. sept. Leikimir em liður í undirbúningi landsliðsins fyrir Evrópukeppni U-18 ára landsliða en Island mun leika gegn Armeníu, Póllandi og Litháen um miðjan næsta mánuð. Lind Hrafnsdóttir, leikmaður annars og meistaraflokks IBV, hefur staðið í ströngu að undanfömu með U-18 ára landsliði kvenna sem var að leika í riðlakeppni Evrópukeppninnar. ísland lék tvo leiki, fýrst gegn Moldavíu sem vannst 3-0 og þótti Lind vera með bestu mönnum íslands. Seinni leikurinn var svo gegn Wales á þriðjudaginn. Lind skoraði fyrsta mark leiksins með glæsilegu skoti af 25 metra færi á 19. mínútu og kom Islandi í 1-0. Walesstúlkur jöfnuðu hins vegar leikinn undir lok fyrri hálfleiks og staðan því í hálfleik 1 -1. í seinni hálfleik bættu íslensku stelp- umar við einu marki og sigmðu leikinn 2-1 og tryggðu sér fyrsta sæti riðilsins. ísland er þar með komið upp úr forriðlinum og mun næst taka við keppni í milliriðli. BRYGGJUMÓT SJÓVE fór fram í blíðaskaparveðri á laugardaginn. Þátttaka var góð og tók 41 þátt í mótinu, bæði strákar og stelpur. Veiði var dræm og einn datt í sjóinn en það skipti engu því á eftir fengu allir pylsu og drykk og verðlaunapening. Friðrik Þór hirti alla bikarana þrjá.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.