Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 14. september 2000 Ótrúlegt afrek Örnólfs Grétars Hálfdánarsonar skipstjóra á S\ Stakk sér í nel Náði í heilan gúmbjörgunarbát um borð í sökkvc ÖRNÓLFUR Grétar og Sigurborg Elva hafa staðið saman í gegnum súrt og sætt og ætla að gera það áfram. Þeim líkar vel í Vestmannaeyjum og eiga myndarlegt heimili að Ásavegi 8, en sjaldan er ein báran stök því fyrir skömmu greindist hún með liðagigt sem skerðir möguleika hannar á vinnu. Árin um og fyrir 1970 voru mikil slysaár til sjós á Islandi ekki síst á Vestfjörðum þar sem hvert stóráfallið af öðru reið yfir. Á árunum frá 1967 til 1970 fórst bátur á hverju ári, einn eða fleiri og oftast með allri áhöfn. Hámarki náði slysafaraldurinn þegar hátt í 40 sjómenn, flestir enskir, fórust í Isafjarðardjúpi 2. febrúar 1968. Árið eftir héldu ósköpin áfram en þá fórust 13 íslenskir sjómenn, bæði af völdum' eldsvoða í skipum og með bátum sínum með nokkurra daga millibili í mars. Þessi slys hjuggu stór skörð í íslenska sjómannastétt en Ijósið í myrkrinu var björgun áhafn- arinnar á Svani IS frá Súðavík þegar báturinn fórst út af Isafjarðardjúpi þann 29. jan- úar sama ár. Þar réði úrslitum að áhöfninni tókst að láta vita af sér og mikið afrek skip- stjórans þegar hann stakk sér í helkaldan sjóinn úr ónýtum björgunarbát sem mannskap- urinn var kominn í. Synti hann yfir í Svan, sem var að því kominn að sökkva, komst um borð, losaði björgunarbát, henti honum fyrir borð og stakk sér aftur í sjóinn. Þeim tókst að blása bátinn upp og komast yfir í hann og hann veitti þeim það skjól sem þeir þurftu þá klukkutíma sem liðu áður en þeim var bjargað um borð í varðskip. Kom aldrei annað til greina en að fara á sjóinn Ömólfur Grétar Hálfdánarson hefur búið í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Ættu flestir Eyjamenn að þekkja Ömólf Grétar í sjón. Eftir að hann fékk blóðtappa við heilann árið 1996 hefur hann verið óvinnufær. Stór liður í endurhæfmgu hans em göngur og getur fólk átt von á að hitta hann á labbinu, jafnvel seint á kvöldin. Þegar Örnólfur Grétar er beðinn um að rifja upp atburðinn sem átti sér stað fyrir rúmlega 31 ári síðan tók hann því af ljúfmennsku. Sjálfur gerir hann ekki mikið úr afreki sínu en hver mínúta af þeim tíma sem áhöfnin barðist fyrir lífi sínu stendur honum Ijóslifandi fyrir sjónum. Ömólfur var 24 ára þegar slysið varð og var Svanur ÍS fyrsta skipið sem hann var með. „Eg byrjaði sem stýrimaður á Svaninum og var það í eitt ár þangað til ég tók við bátnum í október 1968,“ segir Ömólfur Grétar þegar hann rifjar upp aðdraganda atburðarins sem varð 29. janúar 1970. ,Ég er fæddur og uppalinn á Bolung- arvflc þar sem pabbi var með trillu. Eg var ekki orðinn tíu ára þegar ég fór fyrst á sjó með honum en ég byrjaði að stunda sjóinn fyrir alvöm 1959. Þá var ég 14 ára og var lögskráður á bát í fyrsta skipti. Þá var ég á Guðmundi Péturs ÍS I frá Bolungarvík sem var svokallaður tappatogari, smíðaður í Austur-Þýskalandi, og Einar Guð- finnsson átti hann. Við remm með línu allt árið nema á sumrin þegar við vomm á síld.“ Allt snerist um sjóinn á Vestfjörð- um á þessum ámm og segir Örnólfur Grétar að aldrei hafi staðið annað til en að hann yrði sjómaður. „Það var aldrei rætt um neitt annað.“ Sjómennska við ömurlegar aðstæður Sjósókn hefur aldrei verið auðveld á Vestfjörðum og þegar Ömólfur Grétar er beðinn um að lýsa sjómennskunni sem hann ólst upp við segir hann án þess að hika: „Það var ömurlegt. Það var engin sæla og það var alltaf verið að tala um að hætta til sjós og fara suður á togara." Á ámnum unt og fyrir 1970 gekk kuldaskeið yfir landið og var ísing algeng á Islandsmiðum, jafnvel allt suður fyrir land. Ömólfur Grétar segir að baráttan við ísinguna hafi verið hryllingur. „Klakabamingurinn gat tekið í. Þegar ég var í Stýrimanna- skólanum fór ég páskatúr á Sólrúnu ÍS. Við remm suður í Breiðaljörð og á heimleiðinni urðum við að stoppa þrisvar til að berja klaka af bátnum. Þetta var bara ein geðveiki og maður var oft skíthræddur,“ segir Örnólfur Grétar. Ekki velgjunni fyrir að fara Þær vom ekki allar stórar fleytumar sem settar vom undir sjómennina en þrátt fyrir það var róið á togaraslóð, út á Hala, suður í Kolluál og á Flákann út af Breiðafirði. „Allir rem með línu frá Vestfjörðum og var róið daglega. Við byrjuðum á haustin, í september eða október og var verið að fram á vor. Þetta var hreinn viðbjóður, enda ekki velgjunni eða yfirbyggingu fyrir að fara á þessum ámm. Við vomm yfirleitt fimm eða sex á. Máttum ekki vera færri því það varð að vera skipstjóri, stýrimaður, tveir vélstjórar, kokkur og háseti. Tekjumar vom ekki miklar og þótti gott að fá 100 kg. á bala. Fiskiríið skánaði ekki fyrr en í mars og apríl en þá höfðum við verið að éta undan okkur alla vertíðina þannig að það var ekki mikið eftir þegar vertíðin var gerð upp.“ Siglingatæki, sem skipstjómarmenn höfðu á þessum ámm, vom ekki flókin, þau vom dýptarmælir, radar og miðunarstöð sem gat komið að góðum notum en á Vestfjarðamiðum vom ekki radíóvitar nema á Látrabjargi og Homi. Að öðru leyti urðu menn að treysta á reynslu og eigið hyggjuvit. Lagt upp í hinsta róðurinn Þetta vom þær aðstæður sem flestir vestfirskir sjómenn störfuðu við og oft var kappið í sjósókninni meira en forsjáin. Þannig var það að kvöldi 28. janúar 1969 þegar Svanur IS lagði upp í sinn síðasta róður. „Ég man eðlilega vel eftir þessum róðri. Veðrið var gott en spáin slæm. Stefndi í vitlaust veður, norðaustan storm sem er ekkert bamagaman á Vestfjarðamiðum yfir háveturinn. Einnig var mjög slæmt í sjóinn. En auðvitað var farið út því það vom róðramir sem töldu. Þama vom komnir til sögunnar nokkrir stærri bátar á Vestfjörðum og við urðum að róa eins og þeir. Annars vom menn taldir aumingjar." Þeir fóm út klukkan 10 urn kvöldið en þá var tímamerki sem hefur verið sambærilegt blússinu í Vestmanna- eyjum sem gaf línubátunum merki um að þeir mættu halda í róður. „Það byrjaði að snjóa með morgninum," segir Örnólfur Grétar þegar hann byrjar lýsingu á þessum örlagaþmgna róðri. Aðeins urðu þeir varir við ísingu en hún var ekki til vandræða. „Við byrjuðum að leggja línuna frá 23 mílum frá Deild og lögðum út. Vomm við komnir út á Gmnn-Hallann, um 35 mflur frá landi þegar búið var að leggja.“ Var lengi inni í brotinu Það var legið yfir í fjóra klukkutíma og var byrjað að draga um klukkan 5 um morguninn og var því lokið um hádegi. Gekk það áfallalaust þrátt fyrir versnandi veður og mikinn sjó. „Við urðum að lóna undan á meðan gert var sjóklárt og emm við að komast upp á kantinn þegar við fáum broúð á okkur. Kom það ofan á bátinn og færði hann í kaf.“ Þegar brotið reið yfir Svan var Örnólfur Grétar aftur í klefa sínum aftast í stýrishúsinu. „Aðstæður vom orðnar þannig í drættinum að við lögðum áherslu á að ná inn línunni en ég var þó að reyna að haka einn og einn þorsk sem datt af línunni og fyrir vikið var ég rennandi blautur. Ég var að hafa fataskipti og stóð á brókinni

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.