Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur » Vestmannaeyjum 14. september 2000 » 37. tölublað » Verðkr. 140,- « Sími: 481 3310 » Fax:481 Kostnaðaráætlun Vegaaerðarinnar s I I Það kom í hlut sr. Báru Friðriksdóttur að sjá um fyrstu altarisgönguna í stafkirkjunni en hún var á laugardaginn. er óraunhæf og tilboð Samskips enn óraunhæfara, segir Árni Johnsen sem telur að taka eigi því tilboði sem næst er raunveruleikanum „Ég leyni því ekki að ég er vonsvikinn eftir niðurstöðuna á mánudag,“ sagði Árni Johnsen, alþingismaður. „Sérstaklega af því að ég tei að tilboð Herjólfs hf. hafi byggst á rauntölum. Vegagerðin hefur á undanförnum árum haft hönd í bagga með þessum rekstri og ætti því að vera hnútum kunnug. Utboðsgögnin tryggðu líka aukna þjónustu, heimahöfn og aðsetur í Vestmannaeyjum. Svo koma þessi tvö tilboð, ásamt kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem ég fullyrði að sé 50-60 milljónum króna of lág og mjög óraunhæf, miðað við þær forsendur sem Vega- gerðin hefur sjálf gefið. Mér finnst ámælisvert af Vegagerðinni að leggja fram svo óraunhæfa áætlun. Herjólfur hf. hefur ekki verið rekinn með tekjuafgangi og það var þeim fyllilega kunnugt um. Tilboð Samskips er enn óraunhæfara og erfitt að sjá að það fái staðist nema þeir ætli sér jafnframt þessu að nýta skipið til annarra flutninga sem ég fæ ekki séð að sé unnt. I mínum huga er það grund- vallaratriði að taka því tilboði sem næst er raunveruleikanum. Tilboðs- gjafar verða að gera grein fyrir sínum tilboðum og Vegagerðin hefur marg- oft hafnað tilboðum sem að hennar mati hafa verið óraunhæf. Ég tel ekki mögulegt að inna af hendi þá þjónustu sem áskilin er í útboðsgögnunum, fyrir þessa upphæð. Mér dettur helst í hug að þeir Samskipsmenn hafi hrein- lega gleymt að reikna með einhverju atriði, t.d. leigu fyrir skipið sem er 36 milljónir á ári eða 108 milljónir fyrir þriggja ára tímabil. Um það veit ég ekki og get því ekki dæmt um það en helst dettur manni eitthvað slíkt í hug. Eg hef gagnrýnt Vegagerðina allt frá því að ákveðið var að fara í útboð. Þrátt fyrir EES-ákvæði um útboðs- skyldu þá höfum við mörg dæmi þess frá Evrópu þar sem ekki hefur verið farið eftir þeim ákvæðum vegna sérstakra staðbundinna aðstæðna, svipað og hér eru fyrir hendi. Enda kom það í ljós að engin tilboð bárust utanlands írá. Auðvitað er best að hafa þennan rekstur í höndum heimamanna undir virku aðhaldi opinberra aðila og grundvallaratriði að stjómunin sé í heimahöfn skipsins. Það hefur gengið vel fram tiþ þessa og lítil ástæða til breytinga. Éghefkallaðsamanfundí kvöld með þingmönnum Suðurlands, bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóra Herjólfs hf. Þar verður farið yfir stöðuna í þessu máli,“ sagði Ámi Johnsen. Sjá bls. 18 og 19. Fráleitt að bjóða út þjóð- veginn milli lands og eyja -segir Isólfur Gylfi Pálmason. Þingmenn kjördæmisins funda um Herjólfsmálið í kvöld „Ég var alltaf mótfallinn því að bjóða rekstur Herjólfs út og fór ekki dult með þá skoðun mína,“ sagði Isólfur Gylfi Pálmason þegar rætt var við hann í gær. Ég tók þetta mál upp í þinginu í fyrra og skrifaði um það í Fréttir. Mér þótti það fráleitt að bjóða út þjóðveginn milii lands og eyja og það kom mér á óvart að aðrir þingmenn kjördæmisins skyldu ekki styðja mál mitt á þingi. Fyrrverandi samgöngu- ráðherra sagði raunar að Herjólfur yrði ekki boðinn út en eftirmaður hans var ekki á sama máli og nú liggur niðurstaðan fyrir.“ Isólfur Gylfi sagði að þingmenn Suðurlandskjördæmis myndu hittast á fundi í kvöld og þar yrði þetta mál rætt. „En við stöndum frammi fyrir því að ákveðið var að setja reksturinn f útboð og því verður ekki breytt héðan af. Nú þýðir ekki að segja „allt í plati“ við erum hættir við allt saman, þannig vinna menn ekki. Þetta er búið og gert og fátt annað í stöðunni en að sjá hvemig málin þróast. Ég mun fylgjast vel með allri þróun þessa máls, hvemig sem það fer þá verður Herjólfur alltaf í mínum huga heima- skip Vestmannaeyinga," sagði ísólfur Gylfi Pálmason. Helmingur treystir Samskipum K117.05 í gær höfðu 68 greitt atkvæði í spruningu vikunnar á eyjafrettir.is um hvort vikomandi treysti Samskip hf. jafn vel og Herjólfi hf., til þess að sjá um rekstur Herjólfs. Já sögðu 50.00 % (34), Nei sögðu 47.06 % (32) og Skiptir ekki máli svömðu 2.94 % (2) GARÐURINN við Hólagötu 41 fékk verðlaun um- hverfisnefndar og Rotarý þetta árið. Sjá bls. 20 í Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Réttingar og sprautun Flötum 20 - Sími 481 1535 Viðgeróir og smurstöð Sumaráætlun Frá Eyjum Frá Þorlákshðfn Alladaga. kl. 08.15 kl. 12.00 Aukaferðir fimmtud., föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00 Flötum 20 ■ Sími 4813235 {<$|>Herjólfur Sími 481 2800 - Fax 481 2991 TT Í ■ TM-ÖRYGGI _£gl_ FYRIR iSi FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll trygg ngamálin - á öllum svidum'

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.