Hrund - 01.06.1967, Page 21

Hrund - 01.06.1967, Page 21
I maímánuði sl. gekkst utanríkisviðskiptastofnun Ítalíu fyrir því að kynna íslendingum ítalskan varning ýmis konar, — fyrst og fremst fatnað, en einnig skrifstofuvélar, bifreiðar og fleira. Var haldin sýning með nafninu „La Linea Italiana” í anddyri Háskóla- bíós og Reykjavík víða prýdd litlum ítölskum fánum meðan hún stóð yfir. I sambandi við sýninguna var tvívegis haldin tízkusýning að Hótel Sögu, þar sem viðstaddir voru fjölmargir gestir í boði sendi- herra Ítalíu á íslandi, Adelberto di Gropello. Þarna komu fram sex ítalskar sýningarstúlkur og sex íslenzkar og sýndu hátt á annað hundrað fatnaða frá helztu tízkuhúsum og fataframleiðendum ítala. Sýningin var ákaflega fjölbreytt og skemmtileg. Þar gat að líta lit- rík bíkini baðföt og sumarklæðnaði, ferðaföt fyrir sumar sem vetur, dagkjóla, síðdegiskjóla, kvöldkjóla og siða kjóla, dragtir og göngu- búninga ýmis konar, kápur fyrir sumar sem vetur — og þannig mætti lengi telja. Sýningin var fjörleg og gekk hratt fyrir sig. Gerður hafði verið pallur út frá sviðinu og var ýmist að stúlkurnar geystust um með gusti eða leikandi lipurð. ftölsku stúlkurnar voru þaulvanar, enda lærðar í tízkuskólum og með mikla reynslu að baki. Og þær íslenzku stóðu sig svo sannar- lega með mikilli prýði. Máttu íslenzku gestirnir vera hreyknir af þeim. Þegar tízkusýningunni sjálfri var lokið þáðu gestirnir veitingar í boði di Gropello, sendiherra og var þetta hið ákjósanlegasta skemmti- kvöld. Það setti skemmtilegan hátíðasvip á samkomurnar, að gestir voru yfirleitt samkvæmisklæddir. Ingimundur Magnússon, ljósmyndari HRUNDAR tók myndir á tízkusýningunni. Daginn eftir fór hann með ítölsku stúlkunum niður að Reykjavíkurhöfn og tók þar af þeim nokkrar myndir — en síðan komu tvær þeirra, Ornella og Titti, stúlkurnar á forsíðu- myndinni, með okkur í myndatökuleiðangur í miðborginni. í þeim leiðangri var forsíðumyndin tekin — uppi á svölum í Utvegs- bankanum með turninn á Reykjavíkurapóteki í baksýn. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á klæðnaði þeirra stúlknanna. Titti var í skærlitum sumarkjól úr kasmírullarefni og Ornella í síðbuxum og peysu úr sams konar efni. Kasmírullin er létt og mjúk en einnig hlý og gaeti áreiðanlega hentað vel í íslenzku veðurfari. Fallegur göngubúningur úr ullarefni, — jakkinn í gráum og brúnum litum. Peys- an svört undir honum. Hvort þetta átti aö vera einskonar „heima- búningur” eöa náttföt, var ekki gott að segja — líklega þó hið fyrrnefnda. Hvítur samkvæmiskjóll með litlum jakka yflr blússunni, sem ísaumuð er perlum.

x

Hrund

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.