Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 5

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 5
ndurskrifa Lesendur Eg á eina dótturdóttur hér í Kanada, sem heitir Lori Ann Hrund. Ef þið heyrðuð Enskinn bera það fram,jrðuð þið ekki hissa þó nafnið sé ekki mikið notað hér vestra. Algengast er, Hund, Trunt, Hrind o.s.frv. Með be^tu kveðju og heillaóskum til þín og Hrundar. Með vinsemd Hrund Skúlason. b <^> 5$ Kvennablaðið Hrund. Það var atbjglisverð skoðanakönn- un, sem þið gerðuð í sambandi við unglingavandamálin svonefndu. Okkur fullorðna fólkinu finnst börnin aði kröfuhörð nú til dags. Þau krefjast alls af óðrum, en einskis af sjálfum sér. Foreldr- arnir eiga ekki eingöngu að skilja — börnin verða að rejna að sjna skilningsvott líka. Ragna Sigurðardóttir Rejkjavík. <^> <^ Kœra kvennablað. Eg er áskrifandi að Hrnnd, og að sjálfsögðu þjkir mér mikils um vert, að blaðið sé gott og nái til sem flestra, hvað efnisval snertir. Eg á þrjár datur frá 14 til 19 ára, og virðast þœr allar hafa jafn gaman af blaöinu. Mig langar sérstaklega til að þakka fyrir njju framhalds- söguna ,,Leikbrúðurnar sjö“. Hún virðist vera lesning fyrir alla,jafnt unga sem gamla. Virðingarfyllst, Unnur Jónsdóttir Akurejri. & b <^> <^ & ''S sv h <^ ÍS ir Hér birtist mynd af Hrund Hjalta- dóttur, sem af misgripum féll niður í síðasta blaði. Biðjum við Hrund afsökunar á mistökunum. <^> ÍT ndurskrifa Lesendur I 3. tbl. HRUNDAR birtist grein, sem nefndist „Leiðar konur eru leiðinlegar konur" og fjallaði fyrst og fremst um þau leiðindi, sem grípa margar húsmæður, þegar á hjónabandið líður, sérstaklega þó eftir að börnin eru orðin uppkomin og fara að heiman til þess að hefja eigið líf. Fáar greinar, sem birzt hafa í blaðinu, hafa fengið eins öflugar undirtektir, með og móti. Fjölmargar konur hafa hringt til okkar og flestar verið mjög ánægðar. „Það veit sá sem allt veit," sagði ein þeirra, „að þarna var margt satt. Fyrir tveimur árum fór ég að vinna úti og hafði þá I nokkur ár gengið um heima, því sem næst iðjulaus. Börnin voru þrjú og öll farin að heiman. Mér fannst ég alltaf hafa nóg að gera og þó ekkert verða úr verki; ég var sífellt lasin og þreytt en þó ekkert að mér að finna —nema aldurinn —. Ég var sífellt að nudda í manninum mínum og öfunda hann yfir því að vera alltaf í bænum, þar sem hann hitti fólk — en hann sagði, að ég mætti þakka fyrir að geta hvílt mig heima. En ég hvíld- ist aldrei, jafnvel ekki við að heimsækja vini og vandamenn. Svo var það einn daginn, að læknirinn minn stakk upp á því við mig að fara að vinna hálfan daginn. Fyrst fannst mér hugmyndin fráleit, — ég kunni jú ekki neitt sérstakt — en smám saman fór hún að sækja á mig. Svo fór, að ég lagði málið fyrir bóndann. Hann sagði mér að gera það, sem ég vildi sjálf, og nokkru seinna fékk ég vinnu í verzlun hálfan daginn. Og þvílík viðbrigði. Síðan er ég alltaf vel frísk, alltaf létt í skapi, sef vel og allt okkar líf hefur tekið stakkaskiptum til hins betra. Kvöldin eru okkur margfalt skemmtilegri og samræðurnar fjölbreyttari. Ég tek miklu meira eftir því, sem gerist í þjóðlífinu, og nú lýk ég þeim störfum á heimilinu á 2-3 klst, sem áður tóku mig næstum allan daginn". En ekki voru þær allar svona sammála konurnar — og þrjár sögðu blaðinu upp. „Ég les ekki blað, sem dirfist að birta slíkar greinar", sagði ein þeirra. Önnur sagði, að það væri ósvífni að segja, að hús- mæður væru leiðinlegar og sú þriðja, að þetta væri stórhættuleg tilraun til þess að draga konur út af heimilunum, sem væru þeirra eini og sanni vettvangur. í viðbrögðum þessara þriggja kvenna virtist mér koma fram þær öfgar, sem svo oft verður vart í um- ræðum um það, hvort konur eigi að vinna úti eða ekki. I umræddri grein var því auðvitað hvergi haldið fram, að húsmæður væru leiðinlegar — heldur að þær ættu á hættu að verða leiðinlegar, ef þeim leiddist heima. Það er nefnilega ánægja konunnar, sem skiptir máli — ekki hvar hún finnur hana. Kona, sem alltaf finnur sér nóg og skemmtileg verkefni á heimilinu og unir starfi sínu þar af sönnum áhuga, þarf aldrei að verða leiðinleg. En hafi hún ekki ánægju af starfinu og ekkert hugðarefni sér til yndisauka, vill það því miður oft bitna á hennar nánustu, börnum og eiginmanni. Um aldir hefur það verið talið sjálfsagt, að allar konur væru húsmæður og hefðu af því ánægju á þeirri forsendu einni, eða því sem næst, að náttúran ætlaði þeim að eignast börnin. Ég hef aldrei séð neina sanngirni í þeirri staðhæfingu, að móðurástin og löngun konunnar til þess að eignast afkvæmi og annast það, sé óaðskiljanlega tengd áhuga á uppþvottabursta, gólfþvotti, strauborði og afþurrkunar- klút. Karlmenn eru líka fæddir með þeim ósköpum að vilja eignast afkvæmi og elska þau. Þar fyrir dettur engum í hug að neyða þá alla til að vinna sama starfið, segjum til dæmis trésmíði. Á hinn bóginn er heldur engin ástæða til þess að neyða konur, sem eru gefnar fyrir heimilisstörf og búsýslu, til þess að setjast inn á skrifstofur eða gerast kennarar. Það væri eins og að meina þeim manni að gerast trésmiður, sem áhuga hefur á þeirri iðn. Húsmóðurstarfið er hvorki betra né verra en önnur störf og það eina, sem máli skiptir, er að velja starf við sitt hæfi, hvort heldur eiga í hlut konur eða karlar. En skyldi það ekki vera svo, að störf kvenna sem karla hafi löngum mótazt töluvert eftir nauðsynjum þjóðfélagsins hverju sinni? Á þessari öld hafa þjóðfélagshættir allir breytzt svo óskaplega frá því sem var, að staða konunnar hlýtur líka að breytast. Sú var tíðin, að heimilin á Islandi voru eins og smá fyrirtæki; þau voru mjólkurbú og ostagerðir, spuna-, prjóna- og klæðaverksmiðjur, þar var stunduð allskonar matvælaframleiðsla önnur, niðursuða, kjötiðnaður og þar fram eftir götunum, og heimilin voru líka skólar. Nú er öldin önnur og aðrar aðstæður og óhugsandi annað en konurnar finni sér smám saman þau störf, sem þær telja eftirsóknarverð. Þær, sem vilja vinna utan heimilis, hljóta smám saman að sveigja þjóðfélagið svo að kröfum sínum um viðunandi aðstæður, að þær geti gert það sem hugur þeirra stendur til. Þær — og aðrir — eru óðum að gera sér Ijóst, að nútíma þjóðfélag þarf á starfs- kröftum kvenna að halda engu síður en karla. En þær, sem vilja sinna heimilisstörfum eingöngu, hafa líka til þess fullan rétt. Það er ekki meiri sanngirni í því að krefjast þess, að allar konur standi saman í þessu máli en í þeirri kröfu að allar konur uni glaðar við þvottabalann. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.