Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 56

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 56
1. í GB Silfurbúðinni, Laugavegi 55, fundum við þennan skemmtilega borðbúnað fyrir börn. Diskur, kanna og þurrkuhringur með kattamunstri og hnífapör með upphleyptum hestamyndum - allt úr sænsku stáli. Saman kostar þetta 905.00 krónur. 4. Þessi gjafakassi frá Elizabeth Arden er kallaður „brúðarkass- inn." I honum má finna hreinsi- krem, næringarkrem, augnskugga, kinnalit, varalit, púðurundirlag, andlitspúður og andlitsvatn. Hann fæst í Iðunnar apóteki, Laugavegi 40a, og kostar 650.00 krónur. 3. GENGIÐ I BÚÐIR Á síðasta áratug hefur vöru- úrval aukizt töluvert í verzlunum borgarinnar. Þeir muna það bezt, sem bjuggu sér bú á þeim árum, hve fátt var fallegra muna í búðum og um lítið að velja. Það er gaman við og við að ganga um og líta í búðarglugga, en að vísu er betra stundum að gleyma að líta á verðið eða hafa nægan skapgerðarstyrk til að ganga tómhentur frá. En ennþá vantar mikið á, að vel sé. Frændur okkar á Norður- löndum eru t.d. afar slyngir við að búa til ódýra smáhluti til tæki- færisgjafa - það er nokkuð, sem erfitt er að finna hér á landi. Við gengum niður Laugaveg fyrir nokkru og fundum þá þessa hluti, sem myndirnar eru af. 6. I Karnabæ fæst allt handa ung- lingnum. I snyrtivörubúð Karna- bæjar að Klapparstíg 37 fundum við gjafakassa frá Mary Quant. í honum eru tveir varalitir, þrír augnskuggar, svört augnlína, augnaháralitur, fjórir burstar og spegill í loki. Allt þetta kostar 706.00 krónur. 7. Tinmunir ýmsir fást í Rósinni, Aðalstræti 7. Diskurinn kostar kr. 900.00, en öskubakkinn kr. 525.00. 2. Leirkeragerð Kjarvals og Lökken framleiðir afar óvenjulega leir- muni. Þeir fást m.a. í Skeifunni í Kjörgarði, og þar rákumst við á þennan vasa. Hann er dökkgrænn með Ijósbrúnt andlit og kostar kr. 747.25. Baðtaskan er úr blárósóttu hand- klæðaefni og kostar 480.00 kr. Hún fæst í Gjafa og snyrtivöru- 3. búðinni, Bankastræti 8. 5. I Karnabæ, Týsgötu 1, fást eyrna- lokkar og skyrtuhnappar Ásu Ólafsdóttur. Hvort tveggja á myndinni er í gulum lit. Eyrna- lokkarnir kosta kr. 220.00, en skyrtuhnapparnir kr. 150.00. 8. Verzlunin Sport, Laugavegi 13, selfur flest til ferðalaga, m.a. nestistöskur. Sú á myndinni kostar 1190.00 kr. og er ætluð fyrir fjórar manneskjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.