Hrund - 01.09.1967, Síða 56

Hrund - 01.09.1967, Síða 56
1. í GB Silfurbúðinni, Laugavegi 55, fundum við þennan skemmtilega borðbúnað fyrir börn. Diskur, kanna og þurrkuhringur með kattamunstri og hnífapör með upphleyptum hestamyndum - allt úr sænsku stáli. Saman kostar þetta 905.00 krónur. 4. Þessi gjafakassi frá Elizabeth Arden er kallaður „brúðarkass- inn." I honum má finna hreinsi- krem, næringarkrem, augnskugga, kinnalit, varalit, púðurundirlag, andlitspúður og andlitsvatn. Hann fæst í Iðunnar apóteki, Laugavegi 40a, og kostar 650.00 krónur. 3. GENGIÐ I BÚÐIR Á síðasta áratug hefur vöru- úrval aukizt töluvert í verzlunum borgarinnar. Þeir muna það bezt, sem bjuggu sér bú á þeim árum, hve fátt var fallegra muna í búðum og um lítið að velja. Það er gaman við og við að ganga um og líta í búðarglugga, en að vísu er betra stundum að gleyma að líta á verðið eða hafa nægan skapgerðarstyrk til að ganga tómhentur frá. En ennþá vantar mikið á, að vel sé. Frændur okkar á Norður- löndum eru t.d. afar slyngir við að búa til ódýra smáhluti til tæki- færisgjafa - það er nokkuð, sem erfitt er að finna hér á landi. Við gengum niður Laugaveg fyrir nokkru og fundum þá þessa hluti, sem myndirnar eru af. 6. I Karnabæ fæst allt handa ung- lingnum. I snyrtivörubúð Karna- bæjar að Klapparstíg 37 fundum við gjafakassa frá Mary Quant. í honum eru tveir varalitir, þrír augnskuggar, svört augnlína, augnaháralitur, fjórir burstar og spegill í loki. Allt þetta kostar 706.00 krónur. 7. Tinmunir ýmsir fást í Rósinni, Aðalstræti 7. Diskurinn kostar kr. 900.00, en öskubakkinn kr. 525.00. 2. Leirkeragerð Kjarvals og Lökken framleiðir afar óvenjulega leir- muni. Þeir fást m.a. í Skeifunni í Kjörgarði, og þar rákumst við á þennan vasa. Hann er dökkgrænn með Ijósbrúnt andlit og kostar kr. 747.25. Baðtaskan er úr blárósóttu hand- klæðaefni og kostar 480.00 kr. Hún fæst í Gjafa og snyrtivöru- 3. búðinni, Bankastræti 8. 5. I Karnabæ, Týsgötu 1, fást eyrna- lokkar og skyrtuhnappar Ásu Ólafsdóttur. Hvort tveggja á myndinni er í gulum lit. Eyrna- lokkarnir kosta kr. 220.00, en skyrtuhnapparnir kr. 150.00. 8. Verzlunin Sport, Laugavegi 13, selfur flest til ferðalaga, m.a. nestistöskur. Sú á myndinni kostar 1190.00 kr. og er ætluð fyrir fjórar manneskjur.

x

Hrund

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.