Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 19

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 19
keppina í kalt vatn. Brytjið mör, vigtið mjöl, mælið salt. Síið blóðið í stórt ílát, blandið vatni og salti í það, hrærið mjölinu út í, fyrst höfrum síðan rúgi, hrærið þetta vel með hendinni eða stórri sleif, hrærið mör samanvið síðast. Látið vatnið síga af keppunum, fyllið þá rúmlega til hálfs með hrærunni, saumið fyrir og látið jafnóðum ofan í pott með sjóðandi söltuðu vatni. Hafið pottinn á stærstu hellunni, svo að suðan komi fljótt upp, pikkið keppina með nál um leið og þeim skýtur upp, látið hlemm á pottinn og takið tímann, þegar allt slátrið er komið í pottinn og suða komin upp. Sjóðið við jafnan hita í 3 - 3| stund, snúið keppunum meðan þeir sjóða, rúmt þarf að vera í pottinum og suðan má ekki fara úr fyrr en soðið er. LIFRARPYLSA 450 g lifur (ein lambslifur) 100 g nýru (2 lambsnýru) 3 dl mjólk eða kjötsoð \ matskeið salt 100 g haframjöl 100 g hveiti 300 g rúgur 300-400 g mör Lambavambir Þvoið lifur og nýru, fláið nýrun, skerið grófar æðar úr lifrinni, saxið í vél tvisvar sinnum. Blandið mjólk og salti í. Farið að öðru leyti að á sama hátt og við blóðmörsgerð- ina. Hræran á að vera mun þykkri en blóð- hræran. Sjóðið í 2\ - 3 stundir. Nota má kjötkraft í lifrarhræruna, ef óskað er eftir bragðsterkri lifrarpylsu. 9»«* KÆFA ÚR SLÁTURAFURÐUM. Hálsæðar, þindar, gollurshús mör (ef kæfan á að vera feit) 250 g laukur móti hverju kg af kæfuefni salt krydd eftir vild, t.d. pipar, allrahanda, negull eða engifer. Þvoið allt efnið mjög vandlega, leggið það í kalt vatn um stund. Sjóðið í söltuðu vatni í 1J - 2 stundir, sjóðið laukinn með síðustu 40 mínúturnar. Saxið kæfuefnið í vél, fleytið soðið, látið feitina samanvið. Hitið kæfuna, hrærið stöðugt í á meðan, svo ekki brenni við, hellið henni í hrærivélarskál, kælið og hrærið vel, kryddið eftir smekk. Gott er að bæta ofurlitlu af bragðsterku soði í kæfu, en það rýrir geymsluþolið. Látið kæfuna í plastlanga eða aðrar hentugar umbúðir, þegar hún er orðin ljósleit og næstum köld. Kælið hana fljótt og geymið í kulda. Frystið eða sjóðið niður það, sem á að geymast að ráði, en með því kæfa dofnar við þá meðferð, má krydda geymsluforðann nokkru meira en það, sem nota skal fyrst. Vigdís Jónsdóttir Jfl, VHIEMIM SAMMALA „Hön er bœði fallegri °9 fullkomnari 1^10 CENTRIFUGAL WASH MODEL 620 MEfl EINIIM HNAPPI e veljið þér þvottakerfið, og C.W. 620 © ÞVÆR, (T) HITAR, (© SÝÐUR, © © MARGSKOLAR, ÞEYTIVINDUR -oil ÍÍNI- sápa Sópuskamijitar settir í slrax — vélin skolar Alveg þeim sjólfkrafa niður á réttum tíma hljóður gaognr n|fn|ofni Tekur sjálf inn sérstakt skolefni 111H(11HH Tvívirk, afbragðs Unlllllllll cf þér óskið aS nota þaS llllullljj þeytivinding merkjaljos s ” festing Þarf ekki að festast niður með boltum efi |[ NœlonhúSuS aS utan — fínslípaS, || rySfritt stál aS innan :::z lenging SÍMI 2 4420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVlK. Sendið undirrit. mynd af FONIX C.W. 620 með nánari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmóla NAFN ....................................................... HtlMILI..................................................... 1 r TIL Fönix S.f. pósthólf 1421, Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.