Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 15

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 15
iðjuleysingja . . . Mennirnir þrír eru Terence Stamp, sem leikur Troy liðsforingja, Allan Bates, sem leikur Oak bónda, og Peter Finch, sem leikur óðalseigandann Boldwood. Kvikmyndin var tekin í Dorset, og í fyrstu bjó Julie á hóteli ásamt öllum hinum. En einn góðan veðurdag flutti Julie af hótelinu. Hún hafði fundið sér hús - stað, sem líktist heimili meira en hótelið gerði. Hún er ekki gefin fyrir samræður og hafði lítið saman að sælda við þau hin. Frístundum sínum eyddi hún í bréfaskriftir - skrifaði hundruð bréfa. Félagar hennar veltu því stöðugt fyrir sér, hvernig nokkur gæti skrifað svona mörg bréf- og hverjum hún væri alltaf að skrifa ... Eftir að hún flutti, kom hún sjaldan á hótelið. Hún sat heima við eldinn, skrifaði eða prjónaði - eða las yfir handritið, sem hún gerþekkti þegar. Hún hafði vinkonu sína hjá sér og þurfti ekki annan félagsskap. Þessi vinkona var Fiona Walker, ung leikkona, jafn- aldra Julie, sem lék þjónustustúlku hennar í myndinni. J ulie hafði beðið Schlesinger að láta Fionu hafa hlutverkið, þar sem hún var góð leikkona og þær voru góðir kunningj- ar. Þær höfðu gengið saman í leikskóla og oft búið saman — jafnvel sofið á sömu dýnunni - þeirri frægu dýnu, sem Julie var vön að flytja með sér hvert sem hún fór meðan hún var heimilislaus. Schlesinger varð við bón hennar og hugsaði þá bæði um kvikmyndina og hamingju stjörn- unnar sinnar. Allt gekk vel - Fiona sá um heimilisstörfin, en utanhúss heimtaði Julie, að litið væri á þær sem jafningja.' Vinur Julie, Don Bessant, sem kennir við mynd- listarskóla í London, kom nokkrum sinnum til Dorset. Það var tekið vel á móti honum, en hún þarfnaðist hans ekki. Móðir hennar, sem býr í Wales, kom einu sinni í heimsókn, lítil, forvitin kona, kát og full af fjöri. „Þegar ég byrja á nýrri kvikmynd,“ segir Julie og einblínir á prjónana, „vil ég ekki eiga neitt einkalíf. Ég sökkvi mér niður í starfið og hlutverkið, sem ég á að leika. Ég vil ekki hugsa um neitt annað. Ég er eins og ófrísk kona, sem finnur fóstrið vaxa . . .“ Bjarminn frá rafmagnsofninum lék um fínlegt, hugsandi andlitið, sem við munum svo vel eftir úr „Darling.“ „Ég veit, að ég verð óskaplega aum og uppstökk, þegar myndatökunni er lokið. Mér þykir svo vænt um hlutverkið. Það er erfitt, en ég finn, að það gerir betri leikkonu úr mér. „Darling“ og „Zhivago“ gáfu mér löngun til að verða betri leikkona - ég held, að ég hafi 1. Julie í þungum þönkum á sviðinu. 2. Julie og Peter Finch æfa sig meðan Schlesinger (til vinstri) talar við leikarahópinn. 3. I þessu atriði nær kvikmyndin „Petulia“ leikrænu hámarki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.