Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 8

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 8
dpíic ^due^t£Ltþrtauiaar! E>a'Dai0'tu.m_túcu Joílojm unlcL,r.feru i]grmr écnsfintptcítar; ^rtuJtygrvimfrn,e/tóiuðrJonj/iWLu ftá J? úiaa.o- baröe vots $2 SS < Dé.t pLmiUc) a^t uitiL- Vot\ ' inoroat^Lrbc, oo, fctutrr co, ^fénúi þ<Lfh ctxdi Miita'dúÚAaiöeL. f br(t, ttbþprormrcSigiinavfcn súíLtuiua,r>t rööui tn.aa-1 uu? Ge>'piLQ& ýtiftvtabíii rcriilic ÁUirruLoottiur, fnxb Cavt\:æJCA ^?t ^LaniaJvflU!. Dr/UfrW: a±éxiaartfekiírfái. uiílö,ria2>t 5aiiötrLod a*ítoír aaN rjbíúj c-at tiT -iitn-UL . c^pa-ta ^ÆttöfatLL Ciíl_ l h.LlLurL.J tnmliL dæcc ítlLIIíl Lul) ^ A7yiLtyiL|:n5tLUL ruttLti iallxcxul- l/cl , uy ^u/a-ii v t'll j;cu^. xU- rtotL htiC Jbat iuíí?tt cúu aaiULtu. atCatnx. hcún cr bLu±" ctb &i •líLöra ^íarLa-^na.' jyanöatL)'>a£)éU: baLtut f>aius at LdclL Málmur sá, er hann bar á sér, sagði hann væri þó allra landa, en samt allt af Islendingum smíðað — hnappar og spennur, hringar og korði. Þessari veizlu lauk á miðvikudag. Var þá velfarandi drukkinn, er matazt hafði verið, og riðu síðan margir brott. Sumir fóru þó ekki fyrr en á fimmtudag eða föstudag. Aður hafði kaupöl verið drukkið í Hjarðar- holti í Dölum og var þangað boðið fimmtíu manns, prestum og bændum úr byggðum Breiðafjarðar. Þar voru drukkin velkomanda- minni, velfarandaminni og trúlofunarskál. Eggert og Ingibjörg höfðu þar handsöl að kaupmála sínum, og dró Eggert síðan á hönd festarmeyjar sinnar hring með tveimur rúbíns- hjörtum og þremur demöntum. Morgungjöfin var virt á tuttugu hundruð, og var þar einn gripurinn íslenzk perla af fullri stærð, er Eggert virti á flmm hundruð fyrir fágætis sakir, því að hann sagðist ekki aðra perlu vita, er fundizt hefði hérlendis. ÞRÚTIÐ VAR LOFT OG ÞUNGUR SJÓR Um veturinn dvöldust þau hjónin Ingibjörg og Eggert í Sauðlauksdal hjá séra Birni Halldórssyni, meðan unnið var að því að reisa bú þeirra að Hofsstöðum i Miklaholts- hreppi. Var þar húsað stórmannlega, og um vorið, er húsbyggingunni var að fullu lokið, skyldu þau flytjast þangað með búslóð og föruneyti. Þangað náðu þau aldrei að komast, því að 30. maí 1768 fórst skip þeirra á Breiða- firði og með því þau hjón og sex menn aðrir. Frá þessu segir svo: „Eggert hafði fengið hinn stærsta áttæring undan Jökli til þess að sækja sig vestur yfir Breiðafjörð. Var þar á formaður Gissur Páls- son úr Keflavík á Snæfellsnesi, mikill að- faramaður. Komu þeir Gissur átta á skipinu vestur yfir, höfðu erfiða ferð og tveggja daga útivist. Þeir tóku land í Skor, gengu þaðan samdægurs til Sauðlauksdals og sátu þar um hvítasunnuna. Hrósaði Gissur skipinu mjög og sagðist varla trúa, að því mundi ófær rúm- sjór á sumardegi, ef skynsamlega væri hlaðið og formaður öruggur. Fóru sunnanmenn síð- an aftur í Skor og sigldu til Keflavíkur undir Látrabjargi, þar sem fjárhlutur Eggerts og Ingibjargar beið flutnings.“ VIÐHAFNARKVEÐJUR í KEFLAVÍK Sjálfur fór Eggert frá Sauðlauksdal með föru- neyti sínu snemma morguns á þrenningar- hátíð. Var haldið til Saurbæjar á Rauðasandi, þar sem hann hlýddi messu hjá séra Birni, en að því búnu riðu þau hjónin með fylgdar- liði sínu út í Keflavík, seint um kvöldið. Hafði þá verið flutt í skipið allt þeirra góss og er sagt, að það hafi verið virt á sex hundruð ríkisdali. Meðal þess voru handrit Eggerts mörg, gamlar og sjaldfengnar bækur og jafn- vel forngripir, svo sem skálar nokkrar, sem fundust á Rangárvöllum og ætlað er, að verið hafí úr dysjum þeirra, sem féllu forðum í bardaganum við Knafahóla, svo sem frá er sagt í sögu Njáls Þorgeirssonar. Eggert átti atgeir mikinn, sem hann hafði eignazt fyrir nokkrum árum og taldi vera hið fornfræga vopn Gunnars á Hlíðarenda. Þenn- an atgeir lét hann Ofeig, svein sinn, bera fyrir sér, er hann steig á skipið í Keflavík, en yfír sér regnhimin, því að á gekk með skúrum. Fylgdarlið hans, það er eftir varð, söng hann úr vör að fornum sið, svo sem gert var, þegar höfðingjar hófu ferð sína. LANDTAKA I SKOR Attæringurinn var mjög hlaðinn og voru borð löng um þvert skipið og ullarsekkjum hlaðið ofan á þau aftur á skipinu. Er sagt, að hleðsla þessi hafi verið að fyrirmælum Eggerts sjálfs. Sumir förunautar Gissurar voru látnir fara á annan áttæring minni, sem Eggert átti sjálfur og skyldu þeir flytja átta lambær sem Eggert vildi hafa með sér suður að Hofstöð- um og annað fleira. Var fyrir því skipi Jón Arason, sem nefndur er hinn stóri. Þá var sól í útnorðri, er skipin létu frá landi í Keflavík og héldu fyrir Rauðasand. Minna skipið gekk betur, en Jóni stóra þótti stýri lítt nýtt, sem og keipar og lenti i Skor. Var þá elding nætur. Brátt bar stærra skriðið að og lenti það einnig. Gekk flest fólk í land og tók Eggert þar blómgaðar burnirætur og lét bera á skip handa konum að þefa af, ef ógleði setti að þeim á sjónum. ÞEIR HÉRNA VITA EI BETUR Um það bil, er lent var í Skor, dró upp myrkva og mistur yfir Gilsfjarðarbotni og Breiða- fjarðardölum. Var þá nokkuð tekið að hvessa en þó eigi frekar en svo, að fiskibátar reru frá Skor og Siglunesi á Barðaströnd. Tveir menn í Skor vöktu þó máls á því, að betra væri ferðafólkinu að bíða nokkuð fram á daginn og sjá, hversu veður réðist. Ráðgað- ist Eggert þá við sína menn, en þeir lögðu misjafnt til. Þó sögðu þeir allir, að fremur kysu þeir að fara en bera af skipunum. Ingi- björg hvatti mjög til ferðarinnar og kvað sér leiðast mundu biðin. Segja Skorarmenn, að þá hafi Eggert mælt við sunnanmenn: „Við skulum þá fara í guðs nafni. Þeir hérna vita ei betur, hvað fært er, en þið.“ Gengu þá allir til skips og var látið frá landi. Þá var hægur byr af norðaustri og sól skammt farin og settist Eggert Olafsson sjálf- ur við stjórn. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.