Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 5

Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 5
STRAUMHVÖRF 35 hvað þá að ríkisvaldið reyni að hvetja ungt fólk og leiðbeina því í þessum efnum. í þessu er þó meiri hætta fólg- in fyrir einstaklingana og þjóðina í heild en nokkur virðist gera sér grein fyrir, ef dæma má eftir þögninni um þessi efni. Manni gæti næstum dottið í hug, að eitthvað annað réði hér um en að menn sæju ekki hættuna. Ef við lítum á þetta frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar, er þetta stórkost- lega mikilvægt mál. Öllum er okkur annt um sjálfstæðismál okkar, sem við köllum svo, og er ævarandi. En okkur á að vera það fyllilega ljóst, í hve nánu sambandi stjórnskipu- legt sjálfstæði þjóðarinnar hlýtur að standa við efnalegt sjálfstæði henn- ar. Fjárhagsafkoma ríkisins byggist auðvitað mest á fjárhag gjaldþegna þess, og smáríki, sem verður stór- veldi fjárhagslega háð, er ekki leng- ur sjálfstætt ríki, eða sú hefir raunin oft orðið á. En kunnátta þegnanna í umgengni við verðmæti eru þjóðarheildinni einnig ómetanleg inn á við. Ekkert skapar henni skapfastari og ábyrgari þegna, því að hagsýn, framsýn og ábyrg fjárráð einstaklinganna eiga vitanlega ekkert skylt við ágirnd og auðsækni. En hvað sem þjóðarheildinni líður, vildi ég sérstaklega ræða þessi mál út frá sjónarmiði hvers og eins. Það er engin skömm að fátcektinni, ef óviðráðanlegir erfiðleikar hafa skapað hana. En mér dettur ekki í hug, að nokkur vilji vera fátækur, ef hann á kost á því gagnstæða. En þá er fyrir okkur almúgamennina að hefjast handa, strax og við fáum verðmæti milli handanna, og einsetja okkur að verða efnalega sjálfstæðir. Okkur á að vera ennþá ljósari ömur- leiki fátæktarinnar, ef við erum af fátæku fólki og þekkjum hana af eig- in raun. Við viljum komast áfram sjálfra okkar vegna, en um leið vinn- um við fyrir þjóðina og niðjana, og gefum gott fordæmi. Það er öllum í blóð borin eðlileg þrá eftir velmegun og lífsþægindum. Sumir menn eru með umdeildum rétti bornir til auðæfa, sem þeir hafa ekki skapað sjálfir. En þeir eru fæstir, og við getum ekki sniðið okkar stakk eftir þeirra. Ef þeir eru veilir í skap- gerð, er skiljanlegt, að þeir sói verð- mætum, af því að þeir skilja ekki gildi þeirra. Frá þjóðhagslegu sjón- armiði er þessi eyðsla náttúrulega vítaverð. En sleppum því. Hér er um þá að ræða, sem með vinnu sinni og fyrirhöfn verða að afla allra þeirra verðmæta, sem þeir kom- ast yfir. Er það ekki nöpur kaldhæðni örlaganna, er þeir sóa öllu vikukaup- inu á einu kvöldi í skrum eða skemmt anir, sem eru svo leiðinlegar, að þeir þurfa að kaupa sér hressingu, sem oft er miklu dýrari en sjálfur aðgangs- eyririnn, til þess að geta drepið tím- ann? Ættu þeir ekki að vita bezt sjálfir, hvað verðmætin hafa kostað þá? Þeir hafa e. t. v. talið dagana, stundirnar, mínúturnar, sem þeir stóðu við erfiða vinnu. Og hvers vegna vinna þeir þessa vinnu? Er það ekki vegna þess, sem þeir fá fyrir hana, sem þeir gætu notfært til að skapa sér viðunandi framtíð í ein-

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.