Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 7

Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 7
STRAUMHVÖRF 37 varnarlaust gegn þessum mönnum, sem skila þessum árangri af lífi sínu ? Ekki geta allir lagt árar í bát og látið reka á reiðanum um alla forsjá, það gæti ekki endað nema á einn veg. Sannleikurinn er sá, að þjóðfélag- ið á nokkuð sterka vörn í þessum efnum, ef það fæst til að beita henni. Það þarf að taka þessa veilu í þjóð- lífinu föstum tökum, það þarf að kenna unglingum að lifa, eins og þeim er kennt að lesa, það þarf að innræta þeim, að þeir megi ekki fara illa með fjármuni sína, eins og þjóðfélagið lætur innræta þeim, að þeir megi ekki stela. Það þarf að gera hugsunarhátt ó- ráðsíunnar útlægan úr þjóðlífinu, en ala í þess stað upp hagsýna, fram- sýna og ábyrga menn. Menn hafa sjálfsagt litla trú á að þetta muni takast, eins og við höfum litla trú á flestu. En það væri sann- arlega þess vert að reyna það. Hið opinbera, sem verður að fram- fleyta öllum þurfalingum, gerir mér vitanlega ekkert til að innræta ungu fólki hagsýni og dugnað á kerfisbund- inn hátt. Sú vörn þess væri að sínu leyti hliðstæð heilsuverndarstefnunni, sama hugsunin, að byrgja brunninn, áður en barnið er dottið ofan í. Mörgum þætti eflaust tímabærara af ríkisvaldinu, að tryggja öllum vinnu, áður en farið væri að hlutast til um, hvernig menn ráðstöfuðu arði vinnu sinnar. Ég er einnig þessarar skoðunar. Atvinnuleysi er hræðilegt böl, það verður að útiloka í þjóðfélagi okkar, og það er hægt að gera það. Stríðið, sem kostar mannkynið fleiri miljónir hverja klukkustund, hefir afhjúpað eina mestu risablekk- ingu nútímans. Það getur nú hver maður sagt sér sjálfur, að þegar á er hert, er til meira en nóg fjármagn og framleiðsla í heiminum, til þess að allir geti verið tryggir með atvinnu og brauð. Þjóðirnar hafa verið blekkt- ar með því gagnstæða. Um leið og öllum væri tryggð at- vinna í þjóðfélaginu, væri mesti sig- urinn í félagsþróun okkar unninn. Þá sæist, hverjir ekki nenntu að vinna, og þeir eiga ekki mat af fá, ef for- sjónin hefir gefið þeim heilsu og krafta. Þá, og jafnvel nú þegar, væri til- valið tækifæri til að skapa nýja hreyfingu í landinu, hreyfingu til hagsbóta hverjum vinnandi manni, hreyfingu, sem okkur íslendinga vantar tilfinnanlega inn í þjóðlífið. Ég vildi kalla hana varðveizlu verðmætanna, eða eitthvað þess hátt- ar. Þá væri ekki aðeins komið svo langt í þjóðfélagsþróun okkar, að all- ir hefðu vinnu og allir væru látnir vinna, sem gætu, en séð fyrir ör- yrkjum með sóma, heldur væri hafin víðtæk starfsemi af hálfu hins opin- bera til að kenna mönnum beinlínis að hagnýta arð vinnunnar sem bezt. Það mætti hugsa sér þetta á marg- an hátt. T. d. mætti lögleiða skyldu- sparnað, a. m. k. á meðan almenn- ingur væri að láta sér skiljast gildi sparseminnar. Þá mætti hugsa sér sérstaka neyzluskatta, sem væru látnir hvíla þungt á þeim hluta teknanna, sem

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.