Straumhvörf - 15.03.1943, Qupperneq 24

Straumhvörf - 15.03.1943, Qupperneq 24
54 STRAUMHVÖRF ÓSKAR BERGSSON: S&ernésn^ og fttmgaasi í>eir, sem væntu þess á morgni her- námsins, að Fjallkonan myndi vakna af þúsund ára einangrunarsvefni sín- um með nokkrum tíguleik og mæta hinum óvæntu örlögum með rólegri festu sjálfsviröingar og sjálfstrausts, hafa víst flestir orðið fyrir vonbrigð- um. Það kom fljótt í ljós, að nokkurn hluta þjóðarinnar, einkum æskuna, skorti skilning á sögulegri og menn- ingarlegri arfleifð sinni, og þeim skyldum, sem hvíldu á herðum henn- ar sem frjálsbornum arftaka. Jafn- framt því, sem framkoman í garð hinna útlendu gesta, sem heimsvið- burðirnir gerðu að sambýlismönnum okkar, átti að mótast af vinsemd og virðuleik, bar okkur að vernda þjóð- leg verðmæti okkar og tungu af fremsta megni fyrir hinu óhjákvæmi- lega flóði erlendra áhrifa. Minnugir þess, að þjóðin hafði skilað þjóðern- inu og tungunni í hendur okkar, þrátt fyrir þær ægilegu raunir kúgunar, hungurs og náttúruógna, sem hún varð að þola á vegferð sinni um ald- irnar, áttum við að telja það helgustu skyldu okkar að bregðast ekki, en standa vörðinn allir sem einn með óbifandi festu. Við verðum að játa, að við höfum ekki borið gæfu til að rækja þetta hlutverk sem okkur bar. Sundrung og flokkadrættir hafa ein- kennt allt opinbert líf um langt skeið, allt of mikill hluti æskunnar berst eins og rekald með straumi erlendra áhrifa og hollustunni við tunguna hefir hrakað að mun. Við erfðum móðurmálið án fórna. Það var hamingja okkar að hljóta slíka vöggugjöf, leysta úr ánauöar- fjötrum liðinna tíma. Eftir margra alda niðurlægingu var tungan á ný búin að öðlast töfra sína og auðgi. Líf þjóðarinnar og tungunnar hafði löngum verið svo nátengt, að höggin, sem riðu yfir fólkið, skildu eftir ör á málinu. Dvínandi sjálfsvirðing og metnaður á tímum kúgunar og ógna speglaðist í útlenzkuskotnu og spilltu málfari. Öllum unnendum tungunnar var það kappsmál, að afmá örin, sem enn voru sjáanleg, og útrýma verksum- merkjunum eftir kúgun og harðrétti hinna myrku alda. Dönskuslettur voru gerðar útlægar. Það þótti ekki lengur „fínt“ að nota dönsku sem krydd í íslenzkar setningar og sletta henni í tíma og ótíma. Að vísu gætti ávallt undantekn- inga. í augum sumra hefir móður- málið alltaf verið einskonar ættar- gripur, sem raunar þótti skylt að um- gangast með nokkurri virðingu, til þess að brjóta ekki í bága við almenn- ingsálit, en um önnur eða sterkari tengsl hefir ekki verið að ræða. Aðrir

x

Straumhvörf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.