Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 14
44
STRAUMHVÖRF
Af þessu sézt enn greinilegar en
áður, að það eru engin smáþing, sem
í'rændþjóðir okkar eiga að hafa, til
þess að geta talizt jafnokar smá-
þjóðarinnar, íslendinga, í þessum efn-
um.
Hvað sem þessum samanburði líð-
ur, er engin vafi á því, að hér mætti
fækka þingmönnum til muna, án þess
að þing eða þjóð missti nokkurs við
það. Skal ekki með þessari fullyrð-
ingu kastað neinni rýrð á Alþingi eða
þingmenn. Sá ofvöxtur, sem verið
hefir í þessari stofnum undanfarna
áratugi, er .aðeins einn hluti þeirrar
pólitísku meinsemdar, sem nú þjáir
þjóðina og hefur náð að þróast í
skjóli flokkshyggjunnar og flokks-
ræðisins.
Fækkun. kjördæma og þingmanna
yrði því einn liður í þeirri baráttu,
sem þarf að hefjast til þess að bæta
stjórnarfarið í landinu, sem er væg-
ast sagt alvarlega rotið.
Fækkun þingmanna er auðvitað
hægt að framkvæma á ýmsan hátt,
en hér skal aðeins minnzt á þrjár
leiðir:
1. Að gera landið eitt kjördæmi,
þar sem allir þingmenn væru
kosnir hlutfallskosningu. "
2. Að skipta landinu í kjördæmi
eftir fjórðungum og hafa
Reykjavík sérstakt kjördæmi.
Yrðu þá kjördæmin 5.
3. Að skipta landinu utan Reykja-
víkur í 18—20 einmenningskjör-
dæmi.
Fleiri leiðir má vitanlega finna, og
ber að velja þá, sem þar um dóm-
bærir menn telja bezta.
Grein þessi er ekki rituð með það
fyrir augum að gera neinar ákveðn-
ar tillögur um kjördæmabreytingu og
fækkun þingmanna. Tilgangur henn-
ar á aðeins að vera sá, að vekja menn
til umhugsunar um þetta mál og leiða
rök að því, að vöxtur sá, sem verið
hefir í Alþingi á undanförnum ára-
tugum, er ekki heilbrigður, heldur of-
vöxtur, sem bæði er óhollur stofnun-
inni og þjóðfélaginu, og í ósamræmi
við stærð þjóðarinnar.
Það er eins með þingið og þjóð-
félagsheildina. Það er ekki hægt að
meta afköst þess og árangur eftir
mannfjölda, heldur mannkostum. Það
á því að vera stefna okkar í fram-
tíðinni að hafa fámennt þing, en vel
skipað, og sé stærð þess ákveðin með
hag þjóðarinnar fyrir augum, en ekki
flokkanna, eins og verið hefir til
þessa.