Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 25

Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 25
STRAUMHVÖRF 55 hafa, sökum barnalegs ósjálfstæðis eða hégómagirndar, ávallt reynt að stæla háttu útlendinga og þar á meðal apa mál þeirra, þótt einatt væri af veikum mætti gert. Það var alltaf vitað, hvernig þetta fólk myndi bregðast við vandamálum hins nýja viðhorfs, en það var ætíð svo lítið brot þjóðarheildarinnar, að afstaða þess skipti ekki miklu máli. Það sem raunverulega skipti máli var afstaða almennings yfirleitt, og þá sérstaklega æskunnar. Aðalatriðið var það, hvort tryggðin við þjóðern- ið og tunguna yrði sá brimbrjótur, sem holskeflur hinna erlendu áhrifa myndu brotna á, eða hvort straum- þunginn reyndist sá ofjarl, sem við fengjum ekki rönd við reist. Og hvert er þá gengi tungunnar og hvað líður varðveizlu hennar, eftir tæpra þriggja ára sambúð við fjöl- mennt erlent setulið ? Er virðing okk- ar fyrir móðurmálinu jafn einlæg og ræktarsemin gagnvart því eins mikil og fyrr? Eða er kannske hinn gamli draugur málspillingarinnar, sletturn- ar og hin hégómlega eftiröpun, farinn að láta á sér bæra? Áður en tilraun er gerð til þess að svara þessum spurningum, er rétt að taka fram til þess að fyrirbyggja misskilning, að auðvitað er æskilegt að sem flestir fái tækifæri til þess að kynna sér útlend tungumál og nema þau. Og það er beinlínis nauðsyn- legt, að þeir, sem þurfa að hafa við- skipti við sambýlismenn okkar, skilji mál þeirra og geti talað það. Hitt er annað, að þetta málanám má ekki gerast á kostnað íslenzkunnar, þann- ig að hún sé afrækt eða henni spillt. Að þessu eru þegar orðin nokkur brögð. Enskukunnátta margrar ungu stúlkunnar er blátt áfram furðuleg, framburðurinn svo örðulaus, að mað- ur skyldi halda, að hún hefði dvalið langdvölum erlendis. Auk góðra hæfi- leika, hlýtur það að kosta geysimikla elju og ástundunarsemi að ná slíkri leikni í útlendu máli, einkum þegar þess er gætt, að námskeiðið mikla hefir ekki staðið yfir nema tæp þrjú ár. Að hinu leytinu virðist áhuginn fyrir móðurmálinu ekki vera neitt sérstaklega mikill, löngunin til þess að læra meðferð þess og sigra hljóð- villur og beygingarskekkjur engu meiri en fyrr. í þessu tilfelli, eins og reyndar fjölmörgum öðrum, er sýni- legt, að meginræktin er lögð við hina erlendu tungu, en um móðurmálið er látið skeika að sköpuðu. Og þó að þetta megi ef til vill ekki teljast al- gild regla, er óneitanlega margt sem bendir til, að hún komi víða heim. Þá er það orðið talsvert algengt að heyra enskuslettur í daglegu tali við ýmis tækifæri, sérstaklega af vörum æskunnar. Margir heilsast á ensku, kastast á orðum á íslenzk-enskublend- ingi og kveðjast á ensku. Afneitun og misþyrming málsins er orðin að meira eða minna leyti daglegt brauð. Enda þótt slíkt málfar sé ótvíræður ómenningarvottur, virðast allmargir telja sér það til álitsauka. Það er gamla sagan, sem virðist vera að endurtaka sig, aðeins í nýrri útgáfu. Um eitt skeið í sögu þjóðarinnar

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.