Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 20
50
STRAUMHVÖRF
HERMANN JÓNSSON:
Skyldurnar við lýðræðið
Flestir íslendingar hafa vafalaust
gert sér grein fyrir því, að stjórnar-
form lýðræðisins veitir þegnum sín-
um meira frelsi og meiri réttindi en
önnur stjórnarform. Á ég þar fyrst
og fremst við kosningarréttinn, sem
veitir einstaklingunum aðstöðu til á-
hrifa á löggjöf þjóðfélagsins og
stjórn. Eðlileg afleiðing hans ætti að
vera velmegun, farsæld og frelsi, ef
þegnarnir sýndu þann vilja og þroska,
sem til þarf. Menn hafa því viljað
vera vel á verði, þegar einræðisstefn-
ur hafa skotið hér upp kollinum.
Flokkur þjóðernissinna eftir þýzkri
fyrirmynd var stofnaður hér fyrir
nokkrum árum, en naut aldrei fylgis
og lognaðist út af. Kommúnistaflokk-
ur var hér starfandi alllengi, en hann
aflaði sér ekki teljandi fylgis, fyr
enn hann hafði skipt um nafn og tek-
ið upp lýðræðissinnaða stefnuskrá.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir virðist
hafa ríkt töluverður ótti við þessa
flokka, enda hafa forráðamenn ann-
arra flokka gert allt, sem í þeirra
valdi stóð, til að skapa hann og auka.
Gekk þetta jafnvel svo langt, að á
Alþingi var rætt um frumvarp til
laga, sem áttu að verja lýðræðið gegn
þeirri hættu, sem stafaði af slíkum
flokkum, og til þess átti auk þess að
beita aðferðum, sem voru vægast
sagt mjög ólýðræðislegar. Allur þessi
ótti er frá mínu sjónarmiði gjörsam-
lega ástæðulaus. Lýðræðinu stafar
engin hætta utan frá. Sú eina hætta,
sem því er bi'iin, kemur innan að, og
mun ég rökstyðja það nánar.
Flestir, ef ekki allir, munu vera
sammála um, að stjórnarfar okkar
hefur á síðustu tímum lent í allmikl-
um ógöngum og endað með alvarlegu
áfalli í lok síðastliðins árs, þegar
Alþingi gafst upp við að mynda
stjórn. Forystumenn flokkanna reyna
með miklum bægslagangi að skella
skuldinni hver á annan, og má vart
á milli sjá, hver bezt dugir og hæst
lætur. En einnig aðrir hafa talsvert
rætt og ritað um þessi mál, en oftast
á þá lund, að bent er á glundroðann
og spillinguna í stjórnarfarinu, án
þess að kryfja orsakirnar til mergj-
ar. Virðist svo, sem ætlazt sé til, að
þær ályktanir séu dregnar, ef því er
ekki beinlínis haldið fram, að lýðræð-
ið hafi siglt í strand, og einræðið
hljóti að taka við, hvort sem við ósk-
um þess eða ekki. Spillingin í þjóðfé-
laginu er ekki afleiðing utan að kom-
andi afla, því eins og áður var getið
hafa einræðisflokkar aldrei náð fót-
festu í íslenzkum jarðvegi, og ekki er
vitað, að nokkurt erlent ríki láti sig
það máli skipta, hvaða stjórnarform
við höfum. Sú augljósa hætta, sem
lýðræðinu stafar af spillingunni, kem-