Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 13

Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 13
STRAUMHV ÖRF 43 mála og lítil afköst. Er mikið hæft í þessari ásökun, þótt réttara væri að beina hcnni til leiðtoga flokkanna. Ýmsir hafa komið með þá skýr- ingu á þessum seinagangi á störfum þingsins, að það sé orðið allt of fjöl- mennt, og þess vegna tefjist af- greiðsla mála úr hófi fram vegna málþófs. Auk þess sé þingið allt of dýrt í rekstri og ekki í samræmi við fjárhagslega getu þjóðarinnar eða fólksfjölda. Fjölgun þingmanna og kjördæma hefir á hverjum tíma verið réttlætt með því, að hag kjósenda sé því bet- ur borgið sem kjördæmin séu smærri og fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi fleiri. En meginorsök þessa mikla vaxtar í Alþingi s. 1. 40 ár er að finna annars staðar. Þingmönnum hefir ekki verið fjölgað vegna kjós- endanna, heldur vegna flokkanna, sem um völdin berjast. Reynir hver flokkur að afla sér valdaðstöðu á þingi með þingmannafjölgun og myndun nýrra kjördæma, ef honum virðist það sigurvænlegt. Það hefir og komið í ljös, að einhver heitustu baráttumálin milli flokkanna eru kjördæmabreytingar, þegar þær eru á dagskrá, því að þá þurfa allir að sjá sínum hag borgið. Haldi svo á- fram sem stefnt hefir í þessu máli hina síðustu áratugi, getur mann dreymt um, að endirinn verði sá, að hver hreppur á íslandi verði sérstakt kjördæmi og Alþingi íslendinga ann- að stærsta þing á Norðurlöndum. Ef gerður er samanburður á fólks- fjölda og þingmannatölu á Norður- löndum, verður sá samanburður á þessa leið: íbúatala Talu þing- íbúatala á manna hv. þingrm’ Finnland .. 3.600 þús. 200 18.000 Svíþjóð ... 6.250 — 380 16.400 Noregur ... 2.800 — 150 18.700 Danmörk .. 3.500 — 148 23.600 ísland .... 118 — 49 2.400 (Tölurnar eru miðaðar við árið 1934). Á þessum samanburði sézt vel, hversu mikið ósamræmi er í þing- mannatölu okkar og fólksfjölda, bor- ið saman við hin Norðurlöndin. Að vísu má segja með réttu, að eðlilegt sé, að við höfum fleiri þingmenn en aðrar Norðurlandaþjóðir, vegna strjálbýlis landsins. Það dettur held- ur engum í hug, að við eigum að haga þingmannatölu okkar nákvæmlega í hlutfalli við hin Norðurlöndin, því eftir því ættum við ekki að hafa nema 7—8 þingmenn. En fyrst komið er út í þennan sam- anburð, er fróðlegt að athuga, hve marga þingmenn frændþjóðir okkar á Norðurlöndum ættu að kjósa til þess að hafa hlutfallslega þing- mannatölu við okkur, miðað við fólks- fjölda landanna. Verður sá saman- burður þannig, miðað við 2400 íbúa á hvern þingmann, eins og hér var 1934. ísland .... 49 þingm. Finnland . 1500 — (1934: 200) Svíþjóð .. 2604 — (1934: 380) Noregur .. 1166 — (1934: 150) Danmörk .. 1458 — (1934: 148)

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.