Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 8

Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 8
38 STRAUMHVÖRF ekki hefði gengið til eignaaukning- ar, að frádregnum hæfilegum fram- færslukostnaði. Ég nefni þetta aðeins sem fá af mörgum ráðum, sem hægt væri að beita, ef viljinn væri fyrir hendi. VafaJaust kunna löggjafarnir miklu fleiri ráð. En þó eru lögþving- anirnar ekki hin æskilega leið í þess- um efnum. Takmarkið er, að menn verði með tímanum svo þroskaðir, að þeir sjái sinn hag í hófsömu lífi, svo að ekki þurfi að beita lögþvingunum. En eins og stendur, virðist þurfa að byrja á þeim. Jafnframt er nauðsyn- legt að hefja fræðslustarfsemi meðal ungs fólks um hagsýni, forsjálni og hóf og ávexti þessa alls. Að óreyndu höfum við gilda ástæðu til að ætla, að þetta bæri góðan ár- angur, því að trú margra er sú, að óhófið sé fremur tízkufyrirbrigði en arfgeng veila í fari þjóðarinnar. Við erum ekki svo skyni skroppin, að ekki megi koma fyrir okkur vitinu. En eins og nú háttar til, verður þessi litla fátæka þjóð sér ekki aðeins til háðungar í augum gesta, sem oft eru glögg, líkt og hófsmaðurinn kímir að ríkidæmi bruðlarans, heldur er þetta ráðleysi framtíð hennar í landinu til óbætanlegs tjóns, sem ekki verður í tölum talið. En ekkert er reynt til uppbygg- ingar í þessa átt. Eftir hverju er ver- ið að bíða? Á meðan leikur óhófstízk- an lausum hala í landinu, þótt fá- tæktin, sem hrjáði þessa þjóð öldum saman, hafi svo nýlega sleppt kverka- taki sínu á henni, að enn eru fingra- förin eftir. SAMVIZKURAUN MEÐALMANNSINS Ég er ekki á annan veg en gengur og gerist og vil hafa í mig og á. Ég hefi aflað mér sérmenntunar, er hugur minn stóð mjög til. Ég er einn- ig alinn upp við þá skoðun, að bezt fari á því, að lögfræðingurinn skrifi ekki lyfseðla. Þess vegna óska ég eftir því, þar sem ég hefi lokið námi mínu, að fá starf, sem er í samræmi við menntun mína. Nú vill svo vel til, að úr nógu er að velja. Fyrst og fremst ótal störf, sem lofa skjót- teknum gróða, en litlu framtíðaröryggi. Auk þess hefir verið ymprað á því við mig að sækja um tvær stöður hjá ríkinu, og líklegt talið, að ég gæti fengið hvora sem væri. Þá hefir enn komið atvinnutilboð frá ein- stakling. önnur staðan, sem ég get e. t. v. gert mér vonir um að fá hjá ríkinu, kemur námi mínu alls ekkert við, en launin eru 50% hærri en við hina stöðuna, sem er „eins og sköpuð fyrir mig“. Einstaklingstilboðið er einnig mun betur launað. Þessar opinberu stöður munu krefja álíka mikillar vinnu. Báðar eru fremur léttar, en eru samt mjög mikilvægar, að mínum dómi. Ég býst við, að hugsjónamaðurinn myndi ekki skoða hug sinn lengi. En einföld rökfræði mælir svo um, að við séum flestir meðalmenn. Þess vegna mættu góðir menn leggja mér ráð um stöðuvalið.

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.