Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 22

Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 22
52 STRAUMHVÖRF til, að þeir 'vildu ekki bregðast trausti þjóðarinnar með því að draga sig í hlé, en hitt allt væri sjálfsagt að gera, enda væri það aðeins það, sem þeir hefðu alltaf gert. Og svo mundu þeir brosa ofurlítið í kampinn að barnaskap og fávizku „háttvirts kjós- anda“. Við skulum ekki fara í geitarhús að leita ullar. Eina vonin um endur- reisn lýðræðisins er bundin við okk- ur, lýðinn sjálfan, sem lítið annað höfum fengizt við stjórnmál en að kasta atkvæðum okkar á óhæfa for- ingja. Við verðum að rísa úr rekkju og þurrka stírurnar úr augunum. Við verðum að gera okkur þess ljósa grein, að við erum ekki máttvana, heldur sterkir. Auð verðum að horf- ast í augu við þann beizka sannleika, að öngþveitið og spillingin í þjóðfé- laginu er ekki foringjunum einum að kenna, því við höfum selt þeim vald- ið í hentlur, og þegar við lítum á þá og þeirra gerðir, sjáum við spegil- mynd okkar sjálfra. En áður en við leggjum út í bar- áttuna fyrir bættu þjóðfélagi, verð- um við að gera okkur ■grein fyrir því, hvort við erum eindregnir fylgjend- ur lýðræðisins, eða hvort það er aðeins innantómt slagorð á vörum okkar. Óskum við þess að fylgjast sjálfir með og hafa áhrif á lausn mála, eða viljum við aðeins hafa leyfi til að velja okkur foringja og treysta því, að hann geri ávallt það bezta? Óskum við þess, að hagsmunir þjóð- arheildarinnar séu látnir sitja í fyr- irrúmi, eða viljum við láta stundar- hagsmuni einstaklinga eða stétta mega sín meir? Óskum við þess, að allir þegnar þjóðfélagsins hljóti efna- leg og menningarleg lífsskilyrði, eða viljum við aðeins sjá sjálfum okkur borgið? Óskum við þess, að vilji og réttur minnihlutans sé virtur, eða viljum við aðeins komast sjálfir í meirihlutaaðstöðu og láta svo kné fylgja kviði? Svona mætti lengi telja, og ef við komumst að þeirri niður- stöðu, að við séum ávallt lýðræðisins megin, þá er kominn tími til að at- huga þær skyldur, sem okkur eru á herðar lagðar. Fyrsta ófrávíkjanlega skyldan er — að skapa sér skoðun. Slíkt er að vísu enginn barnaleikur, þegar hinir pólitísku leiðtogar, sem ættu að leiðbeina, eyða orku sinni bæði í ræðu og riti til þess að þyrla upp sem mestu moldviðri af blekkingum. En það verður samt að gerast. Þegar við höfum í stórum dráttum mótað skoð- un okkar á þjóðmálum, komumst við ef til vill að þeirri niðurstöðu, að við eigum samleið með einhverjum póli- tískum flokki. Ef til vill verðum við fráhverf þeim öllum. En það er í rauninni ekkert aðalatriði, hvort held- ur er, eða hvaða flokki við fylgjum, ef stefna okkar er í fullkomnu sam- ræmi við anda lýðræðisins, og við höfum öðlazt hana með einbeitingu skynseminnar, en ekki siglt blindandi í kjölfar annarra. Þegar við höfum uppfyllt þessa skyldu, knýr sú næsta strax á dyr, en hún er í einu orði sagt — starf. Starfið getur verið fólgið í ýmsu, en fyrst og fremst í því að vekja aðra af dvalanum, og fá þá til að hugsa

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.