Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 18
48
STRAUMHV ÖRF
stað handaflsins, en því miður vant-
ar enn mikið á, að bændur eigi nóg
af búvélum og einnig, að þeir geti
haft þeirra svo góð not sem skyldi.
Þrátt fyrir þetta hefir þó þessi breyt-
ing haft það í för með sér, að nú af-
kastar hver maður, sem vinnur land-
búnaðarstörf, jafnmiklu og tveir til
þrír gerðu áður, þótt hann vinni
skemmri tíma á dag. Þessi munur
kemur þó enn betur í ljós, ef við ber-
um búreikninga frá þeim búum, sem
nota vélar, saman við búreikninga
þeirra búa, sem engar hafa. T. d.
munu sumir bændur eyða allt að 10
vinnustundum að meðaltali við að
framleiða einn heyhest, þar sem þeir,
er betur eru settir, vinna sama verk á
tveimur og hálfum tíma. Úr þessu
verður að bæta, og er það jafnt í þágu
neytenda sem bænda, að það sé gert
og það sem fyrst.
Þá má einnig nefna, að víða er
ræktuninni ábótavant, og ræktaða
landið gefur þess vegna ekki þann af-
rakstur, sem vænta mætti. Sums stað-
ar er áburðarskorti um að kenna. T.
d. ber mjög á því, að bændur dreifi
áburðarmagni sínu á of stór svæði,
og fá þeir því oft allt að helmingi
minni uppskeru af hverri flatarein-
ingu en ella. Hins vegar verður
vinnukostnaðurinn með þessu móti
allt að helmingi meiri en þörf er á.
Öll vinnutækni við landbúnaðar-
störf hér á landi er mjög í molum.
Þetta er öllum, sem unnið hafa að
slíkum störfum hjá öðrum þjóðum,
mjög vel ljóst. Hjá frændum okkar
á Norðurlöndum vinna ungir menn
sem lærlingar fyrir litlu kaupi við
landbúnaðarstörf á betri búum, svo
árum skiptir, áður en þeir eru teknir
sem fullgildir menn til þeirra starfa.
Hér þykist hvaða liðleskja sem er
eiga heimtingu á fullu kaupi, þó að
hún hafi aldrei unnið slík verk eða
yfirleitt nokkur ærleg störf, ef hún
einungis hangir við verkið einhvern
ákveðinn tíma. Af þessu hefir skap-
azt sá hugsunarháttur hjá mörgum,
að allir geti búið, og a$ það sé eitt-
hvert auðveldasta starf, sem menn
geti tekizt á hendur. En í rauninni er
þessu svo farið, að fáar stöður í þjóð-
félagi okkar eru vandasamari og
krefjast meiri alhliða þekkingar en
bóndastaðan, ef hún á að vera vel
rækt. Hitt er annað mál, að lengi má
hokra þannig, að menn hafi eitthvað
að éta í góðærum, ef ekki eru gerðar
kröfur til annars, en slíkt er enginn
búskapur.
Þá vil ég aðeins nefna búnaðar-
fræðsluna við bændaskólana. Þar var
vel af stað farið og merkinu lyft hátt,
en því miður hefir því ekki verið
haldið eins hátt á lofti siðan. Sérstak-
lega harma ég það, að vinnukennsla
var lögð niður við bændaskólana. Þó
að hún hafi nú verið tekin upp að
nokkru aftur, vantar enn mikið á,
að hún sé svo fullkomin, sem æski-
legt væri.
Þá má einnig geta þess, að kynbæt-
ur búfjár eru mjög skammt á veg
komnar hjá okkur, og er þar mikið
verkefni óunnið, sem gæti lækkað
framleiðslukostnaðinn mikið. Sama
máli gegnir um heildarskipulagningu
landbúnaðarmálanna. í því efni er
flest ógert ennþá, en þar sem því