Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 29

Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 29
STRAUMHVÖRF 59 við ekki af töflunni, hve mörg barna þessara muni njóta umsjár fullgilds heimilis. Bæði ganga foreldrar oft í hjónaband, eftir að börnin fæðast, og börnin munu skráð óskilgetin, ef for- eldrarnir eru ekki vígðir í hjónaband, þó að þeir búi saman. Skoðanir kunna að skiptast um það, hve lengi ungmenni þarfnist heimilisathvarfs. Sjálf munu þau ekki stofna heimili að jafnaði fyrr en eftir tvítugs aldur. Atvinnuhættir og fræðslukröfur ráða því einnig, að þorri ungmenna yfirgefur heimili sín löngu fyrr. Almenningsálitið er og mjög á þann veg, að unglingar öðlist sjálfræði mjög snemma, og verður á- byrgð vandamanna og afstaða ríkis- valdsins eftir því. Menn munu þó geta orðið sammála um, að 16 ára aldur sé lágmark þess skeiðs, er ung- lingum sé nauðsynlegt athvarf heim- ilis og umhyggja þess. Ef við marg- földum fæðingartölu óskilgetinna barna, eins og hún var árið 1940, með þessum aldri, gerum ráð fyrir því, að líkt stefni í því efni og undanfarin ár, og drögum frá sennilega dauða- tölu, verða óskilgetin börn á fram- færslualdri um eða yfir tíu þúsund, að hæfilegum tíma liðnum. En þó að börnin fæðist óskilgetin, mun, eins og áður er tekið fram, allmikill hluti þeirra njóta umsjár foreldra og at- hvarfs heimilis. En í þennan hóp bæt- ast hundruð barna skilinna foreldra, og er meðalaldur þeirra við skilnað hjóna mjög lágur. Enn fremur börn frá' heimilum, sem sjúkdómar og dauði hafa rofið, börn frá heimilum, sem ekki geta séð sæmilega fyrir börnum sínum sakir fátæktar. Þau munu fleiri en menn almennt gera sér grein fyrir, en þar er þó auðvelt að ráða nokkra bót á með fjárhags- legri aðstoð einni. Að lokum má nefna börn frá heimilum, sem sakir siðferðilegrar niðurlægingar eru þess ekki umkomin að veita börnum sínum sæmilega umhyggju. En tala þeirra er lág í samanburði við hin, og auk þess er þeim málum gefinn full- ur gaumur, þó að eðlilega sé þar við marga erfiðleika að etja. Þá eru að nokkru taldir þeim heim- ilisleysingjar, sem verst eru settir. En með því er hvergi nærri allt talið. Það er margtuggið mál, að sveita- heimilin séu nú svo fámenn orðin, að til vandræða horfi. Það er einnig ó- véfengjanleg staðreynd, að sveita- heimilin voru þess áður fyrr umkom- in að veita ungmennum sínum bók- legan, verklegan og félagslegan þroska, sem gerði þau að fullgildum mönnum og þegnum. Nú verður upp- eldis hlutverk þeirra æ erfiðara, og mun ég víkja að þeim málum síðar. En kaupstaðarheimilið er í þessum efnum að ýmsu leyti verr sett, og verður það að teljast því alvarlegra sem tveir þriðju hlutar allrar þjóð- arinnar búa nú í þéttbýli. Enginn dregur í efa, að „lífsþægindin“ séu meiri í kaupstöðum, og alla sveita- menn dreymir um þau, og er það skiljanlegt. En „lífsþægindin" geta fyrst og fremst skapazt í þéttbýli. En er þá engu fórnað fyrir þau? Við skjöllum sjálf okkur með því, hve rík við séum að mannúð. En éinnig það hugtak er að glatast. Ef þið, lesendur

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.