Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 30

Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 30
60 STRAUMHVÖRF góðir, hugleiðið í alvöru, hversu ræki- lega við gleymum oft manninum sjálfum í þrasinu um fánýt dægurmál og kröfur um efnaleg (materiell) „lífsþægindi“, mun skelfingin ljósta ykkur. Fátækt okkar að mannvirð- ingu og mannúð kemur ekki annars staðar greinilegar í ljós en í félags- kjörum þeim, er við ætlum ungum og öldnum að þroskast og lifa við. Og fylgikona munaðarins er oft og tíðum tortíming lífrænna félagsstofnana, en einföld bjartsýni og trú á gerðar og skipaðar stofnanir nærir þessa tor- tímingu á blóðlausu brjósti. Við getum beint augum að félags- gildi heimilis, sem er sæmilegum efn- um búið og nýtur allra „lífsþæginda". Fyrir nokkru síðan létu fulltrúar kvenna þess getið í vel vegnum er- indum, er flutt voru á vegum Búnað- arfélags íslands í útvarpið, að kjör húsmæðra væru miður en skyldi. Þá minnist ég þess einnig, að mætur maður lét þau orð falla á fjölmenn- um fundi, að húsmæðurnar væru hin „kúgaða stétt“. Konur munu þessum hnútum kunnugastar, og læt ég þeim eftir að gera þeim skil, en vil þó minna á nokkur atriði. Er ég gat þess, að einkamálin væru mikilvægustu félagsmálin, munu ýmsir hafa gert ráð fyrir því, að ég ætlaðist til frekari afskipta ríkis- valdsins af þeim. Það viðhorf mun skýrast smátt og smátt, en þörf er að gera sér þess fulla grein, að þau afskipti eru næsta mikil. En mest er undir hinu komið, hvernig þau af- skipti eru. Er gott að minnast þess, að „opinber" afskipti geta bæði tryggt og tortímt friðhelgi heimilis- ins. Með „opinberum" afskiptum á ég bæði við bein fyrirmæli ríkisvalds- ins sem siði og venjur. Er þá auðséð, að einstaklingarnir ráða nauða litlu um það, hvernig tíma þeirra er deilt. Starfstími, matartími og hvíldartími manna er ákvarðaður með venjum, víðtækum samningum og beinum til- skipunum. Án þess að menn hafi gert sér þess nokkra grein, hefir þetta orðið til þess að spilla æskilegum og, félagslega skoðað, nauðsynlegum samvistum fjölmargra heimilis- manna. Á sama heimili, þar sem heimilisfaðir er verkamaður t. d., eitt barn í skóla og annað á opinberri skrifstofu, þarf húsmóðirin að sinna morgunhressingu tvær til þrjár stundir samfleytt, vegna þess að einn heimilismanna byrjar vinnu klukkan 7—8 og annar ekki fyrr en kl. 10. Þó að húsmóðurinni sé misþyrmt með þessu, er ekki öll sagan sögð. Þess er ekki að vænta, að allir gangi jafn- snemma til rekkju, þar sem svo er komið málum. Af því hlýtur að leiða, að „kvöldvaka" þessara heimila er gjörsamlega rofin af ástæðum, sem einstaklingarnir ráði litlu eða engu um. Af illri nauðsyn verða þeir, er síðar hefja vinnu, að leita út fyrir vébönd heimilisins, ef þeir una ekki þögulli einveru og vilja ekki heldur raska svefnfriði og nauðsynlegum hvíldartíma annarra heimilismanna. Við þetta bætist síðan, að tök okkar á því að eyða tómstundum kvöldsins utan heimilisins á sæmilegan hátt eru næsta fátækleg. Hér eru af hálfu rík- isvalds og illrar venju framin misl:-

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.