Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 26

Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 26
56 STRAUMHVÖRF var sú tízka ríkjandi að tala annað erlent mál í íslenzku stað; það var á tímum hinnar miklu niðurlægingar, þegar þjóðin var orðin svo magn- þrota, að hún var að því komin að gefast upp og láta bugast fyrir of- urþunga þess, sem á hana var lagt. Hættan, sem nú steðjar að, er sú, að hin uppvaxandi kynslóð okkar tíma, sem á við allt önnur og miklu betri kjör að búa, gefist upp af frjáls- um vilja, óþreytt og óbuguð — bregðist skyldu sinni, dáleidd af á- hrifamagni nýstárleikans. Ef sú tízka yrði ofan á, að við færum að telja tungu sambýlismanna okkar „fínni“ en móðurmálið, væri hrunsins skammt að bíða, og þá kynni að fara svo áður en varir, að öðru og meiru yrði varpað útbyrðis — jafnvel því, sem við teljum riú dýrmætast af öllu. Ef þjóðin vill vera sjálfri sér trú og menningararfi sínum, verður hún að sameinast i baráttunni gegn hvers- konar málspillingu, af hvaða rótum sem hún kann að vera runnin og hvernig sem hún birtist. í þessari baráttu verður æskan að vera í fylk- ingarbrjósti. Hún verður að skoða það sem dýrmæt forréttindi að lifa á þeim tíma, þegar skyldur hennar eru svo ótvíræðar og svo mikið er undir liðsinni hennar komið. Hún verður að gera sér ljóst, að málspill- ing er hrörnunareinkenni, merki þess, að siðferðisþróttur, sjálfsvirðing og manndómur þjóðarinnar er að lam- ast. Móðurmálið er hinn dýri arfur, hin mikla röksemd fyrir tilveru okk- ar sem sjálfstæðrar þjóðar. Það má aldrei gleymast. Hins er og hollt að minnast, að uppi hafa verið meiri og voldugri ríki en við, þar sem menn- ing stóð með miklum blóma, unz þau gerðust sjálfum sér sundurþykk og hjuggu í blindni á tengslin við arf fortíðarinnar. Þessi ríki eru nú ekki lengur til, nema sem viðfangsefni fræðimanna, sem leggja stund á að rannsaka líf og sögu þjóðanna, sem týndust. DAUÐAMÓÐAN Þó að skammdegisnætur okkar væru löngum dimmar, bjó undir brjóst- um þeirra heiðríkja vorhiminsins. Þjóðsögur herma, að í fyrndinni lagðist stundum dökk móða yfir sveitir, fylgdu henni drepsóttir og dauði. Þá leit- uðu börn heiðríkjunnar upp til jökla og dvöldu þar, unz fritt varð og heil- næmt í byggðum. Svalt heiði himins og jökla var máttkara en móðan, sem dirfðist ekki að gista bjartan sal íslenzkra öræfa. Nú byltist uggur í brjóstum góðra drengja um það, að þjóðiin sé að glata bæði himninum og heiðríkjunni. Um dali og strendur svífur dökk ófrpskja, en gustlausir vængir öfundar og tortryggni bera hana létt yfir og varpa eitruðum skugga yfir byggðir. Trúlitlar og síngjarnar skamm- degissálir gefa þeim máttinn. Árgamli íslenzki vorhiminn, árgömlu íslenzku jöklar, hellið heiðríkju ykkar inn í skammdegissálirnar, fælið dauðamóðuna brott, svo að sumar okkar verði bjart.

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.