Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 19

Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 19
STRAUMHVÖRF máli verða ef til vill gerð skil í ritinu síðar, verður ekki vikið frek- ar að því að sinni. Hér hefir verið drepið á ýmis þau atriði, er valda miklu um verðlag landbúnaðarafurðanna, og bent á ýmsar veilur og bresti, sem bæta þarf. En einmitt vegna þess að hér eru fjölmargir gallar, sem bæta má, getum við gert okkur vonir um, að úr þessu rætist, ef skaplega er á mál- unum haldið. Af því, sem sagt hefir verið um þessi efni, ætti mönnum að vera full- ljóst, að þessi mál eru mjög fjölþætt og grípa inn á svið atvinnulífsins í heild. Hér þarf því framsýni og djarf- hug þeirra, er með málin fara, og drenglyndi og fórnfýsi allra aðila, 49 fórnfýsi, sem þó að síðustu kemur öll- um að jöfnum notum. Allir þegnar þjóðfélagsins verða að gera sér það ljóst, að ef þeir halda kröfum sínum til annarra fram til hins ýtrasta, en gera litlar eða engar kröfur til sjálfra sín, þá sprengja þeir þjóðfélagið í tætlur — í stað þess að bæta á því gloppurnar — án þess þó að hafa augastað á nokkru skárra, sem hægt er að hverfa að. Þjóðin þarf hvað mest nú að vera minnug þessara viturlegu orða, er mælt voru á alvarlegum tímamótum í lífi hennar: „Er vér slítum í sundur lögum, að vér munum slíta og frið- inn“. 15/3 1943. tjTVARPSRÁÐ OG HLUTLEYSIÐ Nefndir eru vel kunnar meðal okkar. Eitt helzta auðkenni þeirra er, að í ráðstöfunum þeirra kemur sjaldan fram persónuleg ábyrgð einstakra nefndarmanna, þó að þeir séu heiðvirðir menn. Má að nokkru leyti telja þær fósturstöðvar ábyrgðarleysis í opinberum störfum. Ein hinna fjöl- mörgu nefnda er útvarpsráð. Svo er fyrir mælt, að útvarpið sé hlutlaust um pólitísk mál. Með því móti er talið, að það ræki bezt hlutverk sitt, en með pólitísku hlutleysi er átt við það, að ekki sé um að ræða hylli eða andúð við ákveðinn flokk eða flokka. Val útvarpsráðsmanna á að tryggja þetta hlautleysi. En hvernig er ráðið kjörið? Með listakosningu flokkanna á Alþingi. Skólai' landsins gegna að nokkru leyti svipuðu hlutverki og útvarpið. Haldið þið ekki, lesendur góðir, að kröfunni um pólitískt hlutleysi kennara í embættisstörfum væri sértaklega vel borgið, ef þeir væru kjörnir með listakosningu pólitískra flokka? En nefndarskipulagið á sér alvarlegar rætur. Það stafar meðal annars af trúleysinu á embættislega skyldurækni. Þannig lét þingmaður svo um mælt í þingræðu, að hann legðist gegn því, að stofnað yrði embætti, sem hann taldi nauðsynlegt, vegna þess að ekki fengist neinn maður til að gegna því, er ekki myndi nota það til þess að hlífa pólitískum samherj- um, en klekkja á andstæðingum. Ef vantraust þetta er réttmætt, væri annað þarfara en að viðhalda nefndaskipulaginu, sem beinlínis ræktar ábyrgðar- leysi opinberra starfsmanna.

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.