Fréttablaðið - 07.02.2013, Qupperneq 6
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
með því að talsverður kostnaður
hafi hlotist af endurskipulagningu
og endurútreikningi lána og sam-
skiptum við eftirlitsaðila.
SE varar við því í skýrslunni
að auknum rekstrarkostnaði hafi
ekki verið gefinn mikill gaumur í
opinberri umræðu enda hafi bank-
arnir hagnast vel við endurmat á
lánum. Þetta kunni að breytast
þegar endur matið skili sér ekki
lengur í reikninga bankanna.
Þá segir að laun bankastarfs-
manna hafi hækkað meira en
flestra annarra stétta. Jafnframt
hafi rekstrarkostnaður bankanna
hækkað um fimmtán prósent á
milli áranna 2009 og 2010 á meðan
rekstrarkostnaður um 26 þúsund
fyrirtækja landsins hækkaði um
rúm sex prósent á sama tíma.
Ekkert bendi til þess að rekstrar-
kostnaður banka í nágrannaríkj-
um Íslands hafi hækkað á sama
tímabili. stigur@frettabladid.is
SAMKEPPNISMÁL Rekstrarkostn-
aður stóru bankanna þriggja jókst
um ellefu milljarða króna á milli
áranna 2011 og 2012, úr 61 millj-
arði í 72. Samkeppniseftirlitið (SE)
telur kosta of mikið að reka bank-
ana og að mikilvægt sé að draga úr
þeim kostnaði.
„Viðskiptavinir bankanna greiða
rekstrarkostnaðinn dýru verði
með óhagstæðum viðskiptakjör-
um,“ segir í skýrslu SE um fjár-
málaþjónustu á Íslandi sem kynnt
verður í dag.
Þar segir að rekstrar kostnaður
bankanna sé mikill í alþjóðlegum
samanburði. Þannig hafi hann
numið 2,3 prósentum af eignum
bankanna árið 2011, samanborið
við 0,6 til 1,5 prósent hjá fimm-
tán litlum norrænum bönkum og
stórum evrópskum bönkum.
SE segir að þrátt fyrir
hagræðingar aðgerðir hafi ekki
tekist að ná rekstrarkostnaðinum
niður og að hann hafi hækkað um
tíu prósent að meðaltali á hverju
ári frá 2009.
„Að hluta til má rekja þessa
hækkun til þess að bankarnir hafa
stækkað með yfirtöku Landsbank-
ans á SpKef og yfirtöku Íslands-
banka á Byr auk þess sem Val-
itor varð dótturfélag Arion banka.
Skýra má um helming af hækk-
un rekstrarkostnaðar bankanna
til samruna við Valitor, SpKef og
Byr og er þá gengið út frá þeirri
forsendu að samrunarnir hafi ekki
leitt til rekstrarhagræðingar í
bankakerfinu,“ segir í skýrslunni.
Þá hafi aukin skattheimta kost-
að bankana einn og hálfan millj-
arð síðustu þrjú ár og reikna megi
72
milljarðar er áætlaður
rekstrarkostnaður bankanna
þriggja í fyrra.
Fylgjast með áhrifum flúormengunar
1 REYÐARFJÖRÐUR Matvælastofnun vill að fylgst verði áfram með áhrifum sem flúormengun í Reyðarfirði gæti hafa haft á ung dýr. Ekki er hægt að
útiloka að mengunin geti haft neikvæð áhrif á tannheilsu dýra og því hefur
verið óskað eftir aukinni vöktun Umhverfisstofnunar á svæðinu.
Flúormengunin varð frá álveri Alcoa Fjarðaráls síðastliðið sumar. Matvæla-
stofnun telur ekki tilefni til að ætla að fólki stafi hætta af neyslu dýraafurða
eða matjurta af svæðinu.
Ánægja með Árborg
2 ÁRBORG Ánægja með þjónustu Sveitarfélagsins Árborgar eykst milli ára að því er fram kemur í könnun sem Gallup gerði á þjónustu sveitarfélaga
í lok síðasta árs. „Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar árlega um nokkurt
skeið og lenti Sveitarfélagið Árborg í 13. sæti árið 2010, í 12. sæti árið 2011
og í 9. sæti árið 2012,“ segir í tilkynningu Árborgar og er bent á að aukin
ánægja sé með aðstöðu til íþróttaiðkunar, þjónustu leikskóla, gæði umhverfis,
skipulagsmála og hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum.
Skipaumferð kallar á stækkun
3 NESKAUPSTAÐUR Norðfjarðarhöfn, sem
er ein Fjarðabyggðar-
hafna, verður stækkuð
umtalsvert á næstu
tveimur árum. Höfnin er
ein af stærstu fiskihöfnum
landsins, en það markast
að stórum hluta af starf-
semi Síldarvinnslunnar.
Á vef Síldarvinnslunnar
kemur fram að á árinu
2012 voru skipakomur
samtals 519, en smábátar
eru þar ekki taldir. Komur fiskiskipa voru rúmlega ein á dag, eða 384. Komur
flutningaskipa voru 89 og tankskipa 45. Vörur sem fóru um Norðfjarðarhöfn
á árinu 2012 voru 140.040 tonn. Vörur frá höfn námu 116.675 tonnum og til
hafnar 23.365 tonnum. Framkvæmdum er því ætlað að auka öryggi og gera
afgreiðslu fiski- og flutningaskipa auðveldari. Áætlaður kostnaður er um 550
milljónir króna.
SKÓLAMÁL Starfshópur frá grunn-
skólanum í Engidal og leikskólan-
um Álfabergi í Hafnarfirði leggja
til að sameiningu Engidalsskóla við
Víðistaðaskóla verði slitið og að fyrr-
nefndu skólarnir verði sameinaðir í
staðinn.
Víðistaðaskóli og Engidalsskóli
voru sameinaðir fyrir þremur
árum. Í Engidal hafði fram að því
verið kennt frá 1. upp í 7. bekk en í
Víðistaðaskóla í öllum deildum, frá
1. bekk upp í 10. bekk. Í fyrravor
ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar
hins vegar að skipa starfshóp starfs-
manna Engidalsskóla og Álfabergs
sem átti að kanna samstarf að sam-
einingu þar á milli. Í niðurstöðum
þess starfshóps kemur skýrt fram að
starfsfólkinu þyki sameiningin við
Víðistaðaskóla hafa verið misráðin.
„Þessi sameining reyndist starfs-
fólkinu mjög erfið og gengið var í
gegnum ákveðið sorgarferli fyrsta
árið,“ segir starfshópurinn, sem
vísar til fjarlægðar á milli skóla-
bygginganna tveggja. „Það er mjög
erfitt að tilheyra hópi sem maður
hittir á starfsmannafundi einu sinni
í mánuði.“
Þá er bent á að á sama tíma hafi
leikskólinn Álfaberg verið fluttur
í húsnæði Engidalsskóla. Starfs-
hópurinn segir nær að sameina þetta
tvennt í skóla með leikskóladeild og
grunnskóladeild. Hvort skólastigið
myndi hins vegar halda sínum skóla-
stjóra og millistjórnanda. „Meiri
vilji hefur verið fyrir því frá upp-
hafi að auka samvinnu við þá sem
maður hittir daglega í sínum störf-
um,“ segir hópurinn. - gar
Kennarar lýsa sameiningu Víðistaðaskóla og Engidalsskóla sem mislukkaðri:
Starfsfólk upplifði erfiðleika í sorgarferli
ENGIDALSSKÓLI Starfsfólki Víðistaða-
skóla í Engidal finnst það litlu sambandi
ná við vinnufélagana Víðistaðamegin.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1. Hverjum líkti John Grant við Serge
Gainsbourg í blaðinu í gær?
2. Hversu mörg tonn af síld tíndu
börnin frá Grundarfi rði í Kolgrafafi rði?
3. Hjá hvaða fyrirtæki störfuðu
sjómennirnir sem var sagt upp vegna
fíkniefnaneyslu?
SVÖR1. Megasi 2. 25 tonn 3. Vinnslustöðinni
➜ Mun örari hækkun en hjá Landspítalanum
Kostnaður á föstu verði 2012 í milljörðum króna
2009 2010 2011 2012
Þetta súlurit má finna í skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Á því er borinn
saman rekstrarkostnaður bankanna þriggja, níu stórra íslenskra fyrirtækja
og Landspítalans. Tvöfalt meira kostaði að reka bankana en Landspítalann
í fyrra.
m
ill
ja
rð
ar
k
ró
na
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Þrír bankar
Landspítalinn
Níu fyrirtæki
Á
æ
tl
un
Fj
ár
lö
g
Rekstrarkostnaður
bankanna rýkur upp
Sífellt meira kostar að reka íslensku bankana og Samkeppniseftirlitið telur brýnt
að sporna við því. Kostnaðurinn eykst hraðar en hjá öðrum fyrirtækjum og stofn-
unum og er úr takti við erlenda banka. Laun bankafólks hækka hraðar en annarra.
VEISTU SVARIÐ?
LANDIÐ
1
2
3