Fréttablaðið - 07.02.2013, Page 40

Fréttablaðið - 07.02.2013, Page 40
7. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 BAKÞANKAR Friðriku Benónýs 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR Þegar ég var lítil stelpa, fyrir langa langa löngu, áttu allar stelpur Barbie. Og til þess að hún yrði nú ekki einmana þurfti maður líka að eiga kærastann hennar, hann Ken. Barbie var samt alltaf aðal. Ken var bara viðhengi, nauðsyn- legur til að sinna vissu félagslegu hlut- verki en annars óttalega lítils virði í leiknum. Frá því sjónarhorni séð má segja að Barbie hafi verið frumkvöðull í kvenna- baráttunni þótt eflaust séu ekki allar konur sammála því, eins úthrópuð og hún hefur verið fyrir rangar áherslur í femínismanum. KEN var í upphafi ótta- legur spýtukall, stirður og ósveigjan legur með höfuð sem aðeins var hægt að snúa annaðhvort til hægri eða vinstri. Árið 1977 kom hins vegar ný og uppfærð útgáfa af honum með handleggi og fótleggi sem hægt var að beygja og hálsliði sem gerðu það að verkum að hann gat meira að segja kinkað kolli. Hár- greiðslan var enn jafn fullkomin og vatnsgreidd með skiptingu í hliðinni og mjúkum bylgjum. Enn sem fyrr var hann þó aðeins fylgihnöttur og fullkomlega óþekkt að ein- hver stelpa vildi eignast Ken ef hún átti ekki Barbie. Ken átti enga tilveru á eigin forsendum. Hann var aldrei aðal. ÖLLUM þessum árum síðar virðist Ken hafa náð vopnum sínum ef marka má íslenska pólitík. Hver Keninn af öðrum velst til forystu í íslenskum stjórn- málaflokkum og Barbie er alfarið sett út í kuldann. Módelið er enn hið sama; myndar legur karakterlaus maður á besta aldri, óþekkjanlegur frá öllum hinum Kenunum. Hárgreiðslan jafn fullkomin og brosið jafn stíft hvort sem hann heitir Bjarni, Sigmundur, Guðmundur eða Árni, og þótt áherslumunur sé í málflutningi þeirra syngja þeir í raun allir sama söng- inn. Sönginn um eigið ágæti og réttinn til þess að stjórna þrátt fyrir óhreint mjöl í pokahornum fortíðarinnar. Skella skolla- eyrum við kvaki Barbieanna í flokkunum sem þykir að sér vegið í kynjastríðinu. Þær eiga ekki lengur heima á sviðinu og hver af annarri leggja þær árar í bát og hverfa úr pólitík. Þær sem eftir eru verða að láta sér nægja að verða varaformenn, viðhengi Kens sem baðar sig í sviðs- ljósinu, reigir sig og galar eins og hver annar hani. Enda full ástæða fyrir hann að fagna. Leikurinn hefur nefnilega tekið alveg nýja stefnu sem hörðustu Barbie- aðdáendur hefðu aldrei getað séð fyrir: Ken er orðinn aðal og hann hættir því ekki svo glatt. Hefnd KenannaLÁRÉTT2. strit, 6. frá, 8. hár, 9. stormur, 11. í röð, 12. tólf tylftir, 14. rými, 16. tímaeining, 17. áþekk, 18. blóm, 20. íþróttafélag, 21. harla. LÓÐRÉTT 1. óhljóð, 3. tvíhljóði, 4. sígild list, 5. berja, 7. undirbúningspróf, 10. elds- neyti, 13. andi, 15. listi, 16. púka, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. baks, 6. af, 8. ull, 9. rok, 11. aá, 12. gross, 14. pláss, 16. ár, 17. lík, 18. rós, 20. kr, 21. afar. LÓÐRÉTT: 1. garg, 3. au, 4. klassík, 5. slá, 7. forpróf, 10. kol, 13. sál, 15. skrá, 16. ára, 19. sa. Sérstök uppsetning! En ég féll fyrir þessari blöndu af vösum frá Kenýa og blómaskreytingunni frá Perú! Er þetta kannski yfir strikið? Tja... þetta býr til dálítið skemmtilega symmetríu! Mjög skapandi! En ég finn að mig klæjar smá í augun! Vá ... sokkurinn á lampaskerminn! Vel gert, Ívar! Ég er að þurrka þá! Þeir eru alltaf smá rakir eftir langan vinnudag! Hvernig lyktar þessi bolur? Myglaður og þránaður með votti af salt- stöngum og Gatorade. En þessi? Undarlega þroskað- ur með smá Doritos og ákveðnum truflandi keim af mozzarella-osti. Ætli Fréttablaðið sé að ráða þvotta- gagnrýnanda? Takk. Mig hefur alltaf langað til að verða skemmtikraftur. ÚRSLIT: VERSTU HUGSANLEGU UMMÆLI Á VERSTA HUGSANLEGA TÍMA... Einhvern daginn þurfum við að henda einhverju af skrautinu okkar. HA??? AF HVERJU?? AF HVERJU??

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.