Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 16
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 16 Skoðun visir.is Þegar ríkisstjórn Sam- fylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins 1. febrúar 2009 þótti brýnt að huga vel að mannrétt- indum, lýðræðisumbótum og umbótum á sjálfu stjórnkerfinu. Í kjölfar bankahrunsins varð meðal annars að komast til botns í því hvort og þá hvers vegna opinberar eftir- litsstofnanir og stjórn- málin höfðu brugðist með örlagaríkum afleiðingum. Helstu stofnanir samfélagsins voru rúnar trausti og grunsemdir um spillingu og klíkuskap voru mikl- ar. Breyttir og betri siðir Um misbeitingu valdsins eru til ágæt dæmi. Árið 2003 voru sam- þykkt umdeild lög sem veittu þingmönnum, ráðherrum, for- seta Íslands, dómurum og æðstu embættismönnum forréttindi um lífeyrisgreiðslur. Þau veittu rýmri réttindi en almenningur nýtur til þess að hverfa frá störfum áður en tilskyldum eftirlaunaaldri er náð. Jafnframt gátu ofangreindir hópar haldið fullum lífeyrisréttindum þótt svo að þeir gegndu samtímis öðrum störfum fyrir hið opinbera. Eitt af fyrstu verkum ríkis- stjórnarflokkanna var að fella þessi lög úr gildi. Meðal siðmenntaðra þjóða þykir eðlilegt og sjálfsagt að upplýsingar um fjárframlög til stjórnmála- flokka og frambjóðenda séu opin- berar og öllum aðgengilegar. Þessi háttur er hafður á meðal annars til að koma í veg fyrir dulin áhrifa- kaup auðmanna sem ógnað geta lýðræðinu. Ísland hafði dregið lappirnar í þessum efnum til árs- ins 2006 þegar ný lög um fjármál stjórnmálaflokka voru loks sam- þykkt. Fljótlega eftir fjármála- hrunið gekkst núverandi ríkis- stjórn fyrir því að fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda yrðu gerð opinber aftur til ársins 2005. Það leiddi meðal annars í ljós há framlög föllnu bankanna til ein- stakra stjórnmálaflokka og fram- bjóðenda. Margar aðgerðir af þessum toga láta ekki mikið yfir sér en fela þó í sér miklar umbætur og heilbrigðari og gagnsærri stjórn- sýslu. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa verið innleiddar siða reglur fyrir ráðherra og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands. Tilgangur þeirra er að auka traust á stjórn- sýslunni og veita leiðsögn um hvers konar háttalag hæfir starfs- mönnum hennar og æðstu stjórn- endum. Með breytingum á lögum og reglum hefur dregið úr hættu á að geðþótti ráði við embættisveit- ingar. Óheimilt er nú að skipa í dómara embætti mann sem dóm- nefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Hæfisnefndir fjalla nú auk þess um allar ráðningar æðstu stjórnenda innan Stjórnarráðs Íslands. Faglegri stjórnun Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur verið ráðist í umfangsmestu breyt- ingar á Stjórnarráðinu í sögu lýð- veldisins. Þessar breytingar voru meðal annars gerðar í kjölfar ábendinga í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis. Ráðuneytum hefur verið fækk- að úr 12 í 8 og breytingar samfara fækkuninni eiga að skila faglegri og skilvirkari þjónustu. Samhliða hefur stofnunum ríkisins einnig fækkað um rúmlega 30 og er nú fjöldi þeirra um 190. Við höfum fetað leiðina til gagnsærra og opnara þjóðfélags. Endur skoðuð upplýsingalög, sem tóku gildi nýverið, eru varða á þeirri leið. Þau ná nú einnig til upplýsingagjafar fyrirtækja sem eru að meirihluta í opinberri eigu eins og t.d. Landsvirkjun. Breyting arnar auðvelda jafnframt almenningi að óska upplýsinga og fá greið svör við spurningum. Meginatriðið er að við höfum full- an vilja til þess að mæta kröfum um greiðan aðgang almennings að upplýsingum, enda er það einn af hornsteinum lýðræðisins. Mannréttindi Vorið 2010 var ákveðið með lögum að greiða sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heim- ilum fyrir börn. Lögin kveða á um bætur allt að 6 milljónum króna til handa einstaklingum sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á til- teknum stofnunum eða heimilum. Stórt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra var tekið árið 2010 þegar Alþingi samþykkti að ein hjúskaparlög skyldu gilda um allra, burtséð frá kyni eða kyn- hneigð. Óhætt er að segja að Ísland hafi nú skipað sér í fremstu röð að því er réttindi samkynhneigðra varðar. Nefna má að í fyrra voru sam- þykkt lög sem bæta réttarstöðu transfólks, þ.e. fólks sem á við kynáttunarvanda að stríða. Íslenskt táknmál er nú móður- mál þeirra sem ekki hafa næga heyrn til að tileinka sér íslenska tungu til daglegra samskipta. Þetta var lögfest fyrir að verða tveimur árum og er nú íslenskt táknmál fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra. Fleira má nefna sem snertir mannréttindi. Unnið er að endur- skoðun laga um hælisleitendur og réttindi útlendinga hér á landi. Réttindagæsla fyrir fatlaða hefur verið leidd í lög. Þeir eiga nú meðal annars rétt á persónu- legum talsmanni sem gætir hags- muna þeirra. Staða stjórnarskrármálsins Frá árinu 2009 hafa umræður á Alþingi um stjórnarskrána tekið meiri tíma en flest önnur mál í sögu lýðveldisins. Vinnan utan þingsins frá þjóðfundi til þjóðar- atkvæðagreiðslu er einnig gríðar- leg um mikilvæg atriði frumvarps- ins sem stjórnlagaráð skilaði af sér. Önnur umræða um þetta mikil- væga mál er þegar hafin og Alþingi hefur allar forsendur til að leiða málið til lykta með far- sælum hætti. Ég vona að úthaldið bresti ekki á lokasprettinum þegar mikið ríður á að allir, sem stutt hafa málið á Alþingi, standi saman. Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Lýðræðið í öndvegi LÝÐRÆÐI Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra 2.482 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR Opið bréf til hreppsnefndar Ölfushrepps Anna Jóhannsdóttir og Áskell Bjarnason, eldri borgarar 2.021 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR Illa launað draumastarf Fríða Margrét E. Þorsteinsdóttir, grunn- skólakennari 1.899 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR Hvað er nauðgun? Ragnheiður Bragadóttir, lagaprófessor 679 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR Af meintu einelti og ofb eldi íbúa í Grafarvogi Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi 294 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR Ekki einelti Guðmundur Kjerúlf, deildarstjóri Vinnueft ir- litsins 258 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR Aldrei aft ur Icesave Guðmundur Andri Thorsson, pistla- höfundur 244 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR Óraunsæi Sjálfstæðisfl okksins í utanríkismálum Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra ➜ Við höfum fetað leiðina til gagnsærra og opnara þjóðfélags. Endurskoðuð upp- lýsingalög, sem tóku gildi nýverið, eru varða á þeirri leið. ORÐ VIKUNNAR 02.02.2013 ➜ 08.02.2013 UMMÆLI VIKUNNAR BYRJENDANÁMSKEIÐ Í ASHTANGA YOGA – 4. MARS Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl. 20:15 – 21.30. Þetta er lokað námskeið og stendur í fjórar vikur. Skráning: yoga@yogashala.is YOGAKENNARANÁM 2013 HEFST 15 FEBRÚAR YOGA SHALA reykjavik KYNNTU ÞÉR STUNDASKRÁNA Á NETINU www.yogashala.is Yoga shala // Engjateigur 5 - 104 Rvk // S. 553 0203 // yoga@yogashala.is // www.yogashala.is Fylgstu með okkur! Markmið okkar er að bjóða upp á öruggt, friðsælt umhverfi fyrir yoga sem veitir þér innblástur, slökun og gefur þér góða orku. Spennandi og góðir tímar hjá okkur; Hlýtt flæði í hádeginu, yoga nidra, leiddir Ashtanga tímar (1 og 2), Ashtanga Mysore style, mjúkt Hatha yoga á föstudögum, heitt kraft yogaflæði á kvöldin og lokað byrjendanámskeið. Frír prufutími Save the Children á Íslandi Það er ekki hægt að meta neinar forsendur eða möguleika á ríkisstjórnar samstarfi út frá þeirri fljótandi stöðu sem fylgismælingar dagsins sýna. Þjóðin velur við kjör- borðið.“ Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, spurður um óskastöðu varðandi stjórnarsamstarf eft ir kosningar. Hann sagði vinstri stjórn þó verða fyrsta valkost, en óljóst sé þó hvað er til vinstri og hvað ekki. „Þegar kemur að öryggi á sjó og í landi er klárt að allir þurfa að vera allsgáðir.“ Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum, um uppsögn ellefu sjó- manna af þremur skuttogurum fyrirtækisins eft ir að þeir féllu á lyfj aprófi .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.