Fréttablaðið - 09.02.2013, Page 22

Fréttablaðið - 09.02.2013, Page 22
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Fjórðungur HIV smitaðra einstaklinga sem koma reglulega á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalann eru sprautufíklar. Þetta hlutfall hefur hækkað jafnt og þétt undanfarin ár og er hærra en í sambærilegum deildum í Skandinavíu. Aldrei hafa sprautufíklar verið jafn- stór hluti þeirra sem greinast með HIV og árið 2011. Í fyrra virðist sem nýgengi smita meðal sprautufíkla sé að dala, en 20 einstaklingar greindust á árinu með HIV, þar af sex sprautufíklar. Einn greindist með alnæmi á lokastigi. Haraldur Briem, sóttvarnarlækn- ir segir erfitt að meta hvers vegna smitum meðal fíkla sé að fækka, en bendir á að líklegast hafi verið um hópsýkingu að ræða á árunum 2010 til 2012. Hann telur að nálaskiptaþjónusta geti skipt sköpum. Ég velti fyrir mér hvort yfir- völd brygðust við á sama hátt ef annar þjóðfélags- hópur ætti í hlut?“ Magnús Gottfreðsson sérfræðingur á smitsjúkdómadeild LSH „Ég er mjög fylgjandi starfi Frú Ragnheiðar og hef verið hvatamaður þess að þar yrði faglega staðið að málum og reynt að styðja það eftir föngum,“ segir Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur á smitsjúkdómadeild LSH og prófessor í smitsjúkdómum við læknadeild HÍ. Magnús segir það umhugsunarefni að heilbrigðisþjónusta eins og sú sem starfrækt er hjá Rauða krossinum, sem varðar lýðheilsu og fíklana sjálfa, sé í svo miklum mæli starfrækt af góðgerðarsamtökum. „Þetta lýsir ákveðnu metnaðarleysi í málaflokknum, að yfirvöld heilbrigðismála reiði sig svo mjög á hjálparsamtök og starf sjálfboðaliða. Er eðlilegt að þegar samfélag er með jafn flókinn og viðkvæman málaflokk og þessi lýðheilsuvá sannanlega er, að vel- viljuðum góðgerðarsamtökum sé einfaldlega falið að sjá um það? Ég er ekki að gagn- rýna það frábæra starf sem er unnið hjá Frú Ragnheiði en hvar værum við stödd án þeirra?“ segir hann. „Ég einfaldlega set spurningarmerki við að þessu mikilvæga verk- efni sé einfaldlega útvistað og svo á að treyst á að þeir aðilar sinni þessu. Ég velti fyrir mér hvort yfirvöld brygðust við á sama hátt ef annar þjóðfélagshópur ætti í hlut?“ Meðalaldur íslenskra sprautufíkla hefur hækkað mikið undan-farin ár. Hópurinn hefur ekki minnkað þrátt fyrir að dregið hafi úr fjölda þeirra sem byrja að nota sprautur. Talið er að á bilinu 500 til 700 sprautufíklar séu á Íslandi í dag, langflestir á höfuð- borgarsvæðinu. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir hækkandi aldur hópsins verulegt áhyggjuefni. „Aldurinn er það sem er alvarlegt í þessu. Meðalaldur sprautufíkla heldur áfram að hækka sem þýðir að fleiri eru sýktir af lifrarbólgu, með hjarta- skemmdir og alvarlegar sýkingar. Hóp- urinn er þyngri til að fást við fyrir heilbrigðisþjónustuna,“ segir hann. „Landspítalinn segir að hópurinn sé að stækka vegna þess að hann er að eldast og veikjast.“ Þórarinn þekkir til fólks sem hefur sprautað sig reglulega allt frá árinu 1980, þótt svo langur tími sé fátíður. Sumir komnir yfir sextugt Þór Gíslason, verkefnastjóri Frú Ragn- heiðar, tekur undir áhyggjur Þórarins. „Meginþorri þessa hóps er á bilinu 35 til 45 ára. Og það er í raun undarlegt hversu margir eru enn eldri, á bilinu 45 til 55 ára. Svo tínast til okkar einstak- lingar sem eru komnir yfir sextugt,“ segir hann. Magnús Gottfreðsson, sér- fræðingur á smitsjúkdómadeild LSH, segir þetta rétt þótt hópurinn sé vissu- lega mjög breiður með tilliti til aldurs- dreifingar. „Þetta er áhyggjuefni og flækir málin þegar fólk er með mörg önnur heilsu- farsvandamál í farteskinu,“ segir hann. 350 sprautufíklar árlega á Vog Mjög erfitt er að festa hendur á nákvæm- an fjölda virkra sprautufíkla á landinu. Tæplega 1.800 einstaklingar hafa sótt meðferð á Vogi vegna sprautufíknar frá árinu 1991 en að jafnaði koma þangað um 350 sprautufíklar ár hvert. Forsvars- menn meðferðarheimilisins telja að um 500 til 700 sprautufíklar séu á landinu, eins og áður sagði, sem nota efnin þó mismikið. Sjúkrabíllinn Frú Ragnheiður hefur þjónustað 262 sprautufíkla síðan í byrjun árs 2011. Í öllum tilvikum er um að ræða mjög virka fíkla. Þór Gíslason, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, telur að fjöldi þeirra sem notar sprautur daglega sé á bilinu 230 til 250. Hópurinn sem sprautar sig sjaldnar sé svo mun stærri. Erfitt að nota úti á landi Að sögn Þórs er alvarleg sprautufíkn mestmegnis bundin við Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. „Við höfum heyrt af hópum sem eru að sprauta sig í Hafnarfirði, útjaðri Reykja- víkur og á Akureyri,“ segir hann. „En þegar þú ert í svona mikilli neyslu þá er þér ekki vært í smærri samfélögum. Í borgarsamfélaginu eru fleiri úrræði, betra að fela sig og meira framboð á efnum. Fólk er ekki eins opinbert þar og í smærri bæjum.“ HIV SMIT MEÐAL SPRAUTUFÍKLAINNRITANIR OG FJÖLDI SPRAUTUFÍKLA Á VOGI MEÐALALDUR SPRAUTUFÍKLA HÆKKAR MEÐALALDUR SPRAUTUFÍKLA Á VOGI 1.786 er heildarfjöldi greindra sprautufíkla á Vogi á árunum 1991– 2009. Þar af eru 535 konur og 1.252 karlar. 2007 2008 2009 514 487 339 342 524 349 Innritanir á Vog vegna sprautufíknar Fjöldi sprautufíkla á Vogi 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 SÁÁ hefur ekki gefi ð út nýrri tölur frá Vogi en þær fyrir 2009, en Þórarinn Tyrfi ngsson yfi rlæknir, segir að þróunin undanfarin þrjú ár bendi til þess að meðalaldur sprautufíkla sé nú enn hærri en hann var árið 2009. 28,8 ára 30,1 30,2 30,5 31,2 31,9 32,7 33,4 33,7 33,9 ára Svala Jóhannsdóttir, fyrr- verandi starfskona Konukots, segir að ein meginástæða þess að læknadóp sé svo vinsælt sé „gæðastimpillinn“ sem fylgi því. „Fólk veit hvað það er að fá og getur fullvissað sig um að ekki sé búið að þynna efnið út, jafn- vel með eitri, eins og er oft raunin,“ segir hún. „Þegar þú kaupir eina töflu af ritalíni veistu hversu mikið virkt efni þú færð. Þegar þú sprautar þig með götuefni veistu í raun ekkert um innihald efnisins. Þú gætir „óverdósað“ og þú gætir verið enn í fráhvörfum.“ ➜ Læknadópi fylgir „gæðastimpill“ Gagnrýnir stjórnvöld fyrir metnaðarleysi Flestir sprautufíklar á aldrinum 35 til 45 Meðalaldur sprautufíkla hefur hækkað hratt. Fleiri heilbrigðisvandamál hrjá eldri fíkla. Þótt færri virðist ákveða að byrja að sprauta sig minnkar hópurinn ekki. Talið er að allt að 700 fíklar séu á landinu. Sumir eru komnir yfir sextugt. Áhrifaríkasta og þar með hættulegasta leiðin til að koma vímuefnum til heilans er að sprauta efnum í æð. Við það eykst þéttni vímuefnanna, viðtaka heilans hraðast og verk- unin margfaldast, sem gerir vímuna mun sterkari en ef efnin eru reykt, gleypt eða sogin upp í nefið. Á vefsíðu SÁÁ segir að neytendur líki vímunni við kynferðislega fullnægingu. Sprautufíklar eru að jafnaði bæði líkamlega og andlega veikari en aðrir vímuefnafíklar. Fíknin er þrálátari og erfiðari viðfangs og líkamlegir fylgikvillar og dauðsföll af völdum of stórra skammta eru mun algengari en hjá öðrum fíklum. Af þeim sökum eru sprautufíklar tíðir gestir á bráðamóttökum og almennum deildum sjúkrahúsa og er kostnaður vegna þjónustu til þeirra mikill ár hvert. HIV og lifrarbólga C eru alvarlegustu sjúkdómarnir sem herja á hópinn. Úr ársskýrslu SÁÁ ➜ Hættulegasta leiðin til vímu HÆTTULEGASTA LEIÐIN Áhrifaríkasta leið til vímu er að sprauta efnum í æð, sem gerir hana jafnframt þá hættulegustu. Elías Sæbjörn Eyþórsson kemst að þeirri niðurstöðu í BS-verkefni sínu í heil- brigðisvísindum við Háskóla Íslands árið 2011 að nála- skiptaþjónusta á Íslandi sé kostnaðarhagkvæm forvörn fyrir samfélagið gegn útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla. Samkvæmt niðurstöðum Elíasar er hægt að koma í veg fyrir 4,5 HIV-smit með slíkri þjónustu og bjarga 7,4 lífárum á tímabilinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skilgreinir aðgerð hagkvæma ef hún skilar einu lífsgæðavegnu lífári undir þrefaldri vergri landsframleiðslu á einstakling, og samkvæmt útreikningum Elíasar er kostnaðurinn innan þeirra marka á tímabilinu 2011 til 2020. ➜ Nálaskipti borga sig í krónum talið 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 AF 300 HIV SMITUÐUM FRÁ ÁRINU 1983 ER 61 FÍKILL FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is AðrirSprautufíklar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.