Fréttablaðið - 09.02.2013, Síða 28

Fréttablaðið - 09.02.2013, Síða 28
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Frá því í leikskóla hef ég verið voða upptekinn að því að verða leikari eða söngvari. Sem krakki horfði ég mikið á mynd-ir með Elvis Presley og söng lögin hans svo á leikskólanum á mjög bjagaðri ensku. Það eru til skemmtileg fjölskyldumyndbönd frá minni barnæsku þar sem ég syng til dæmis Amonsjúka, sem átti að vera All Suit Up, og reyndi að kenna foreldrum mínum að hreyfa sig eins og Elvis,“ segir Eyþór Ingi og hlær. Fjölskyldufaðirinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson er fæddur á Dal- vík árið 1989. Hann ólst þar upp en býr nú í Kópavoginum og er í fullri dagvinnu sem pabbi. Á kvöldin klæðir hann sig svo oftar en ekki í rokkgallann og skemmtir fólki með frábærri söngröddinni. „Ég hef verið að koma fram frá því ég var smá pjakkur, þá ann- aðhvort með harmonikkuna eða sem Ladda-eftirherma og ég hef alltaf fengið mikinn stuðning. Afi er duglegur að rifja það upp þegar ég var með honum í hest- húsinu og karlarnir í kring komu í kaffi. Þá vippaði ég mér upp á einn heybaggann og söng fyrir þá. Mamma og pabbi leyfðu mér líka oft að skemmta þeim sem komu í heimsókn. Svo var ég algjör lím- heili þegar ég var yngri og þuldi til dæmis upp heilu þættina af Heilsubælinu fyrir gesti og gang- andi,“ rifjar hann upp. Feimni hrjáði hann því ekki á sínum yngri árum en hann segir hana hafa ágerst með árunum. „Það er alltaf ákveðið óöryggi í mér. Ég er stundum á barmi þess að kasta upp úr stressi áður en ég kem fram en það lagast yfirleitt um leið og ég kem á sviðið því þar líður mér svo vel.“ Eyþór hélt til Akureyrar árið 2006, hóf nám í VMA og sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd skólans árið 2007. „Ég lullaðist í gegnum eina önn, tók þátt í keppninni og hætti svo eig- inlega strax eftir hana,“ segir Eyþór sem að eigin sögn hefur aldrei verið mikill námsmaður, enda með bullandi athyglisbrest og mikla lesblindu. „Ég hef samt gert tvær misheppnaðar tilraunir til að læra tónlist,“ segir hann og rifjar upp fyrri tilraunina. „Afi minn er mikill músíkant og getur gripið í flest hljóðfæri, þrátt fyrir að hafa aldrei lært á eitt ein- asta. Hann var alltaf tuðandi yfir því að geta ekki lesið nótur svo ég ákvað að læra á harmonikku svo ég gæti kennt honum það. Það gekk ekki alveg sem skyldi því ég fylgdist aldrei með nótunum held- ur spilaði bara eftir eyranu,“ segir hann hlæjandi. „Það er klárt mál að ég hef tóneyrað frá afa. Mömmu finnst reyndar voðalega gaman að syngja og pabbi getur blístrað heilu lögin eins og verið sé að spila þau á flautu, sem ég skil ekki því sjálf- ur get ég ekki blístrað. Ég hef samt aldrei heyrt pabba syngja en lang- ar mikið til þess.“ Þrátt fyrir að vera ekkert lærð- ur í tónlist syngur Eyþór eins og fagmaður og spilar á bæði gítar og píanó. Kunnáttuna segir hann hafa komið með reynslunni. „Ég er rosalega meðvitaður um það sem ég geri og hef áttað mig á hlutun- um smám saman,“ segir hann. Syngur stelpurnar í svefn Eyþór hefur verið í sambúð með Soffíu Ósk Guðmundsdóttur í tæp þrjú ár, en þau kynntust árið 2008. „Við hittumst fyrst kvöldið sem ég vann Bandið hans Bubba en þá óskaði hún mér bara til hamingju og var svo horfin. Fyrir tilviljun rakst ég svo á hana aftur stuttu seinna og þaðan leiddi eitt af öðru,“ segir hann glottandi en þau eiga nú dótturina Elvu Marín sem er rúmlega eins árs. Þar fyrir utan á Soffía, sem er sjö árum eldri en Eyþór, dæturnar Báru Katrínu og Kristínu Emmu úr fyrra sambandi og búa þær hjá þeim. Eyþór tekur föðurhlutverkið mjög alvarlega og segist oft syngja stelpurnar í svefn. „Það hent- ar mér augljóslega mun betur en að lesa fyrir þær,“ segir hann og hlær. Hann segir fjölskyldumann- inn Eyþór og rokkarann Eyþór vera mjög nána. „Nú til dags snýst rokkið svo mikið um það að vera heiðarlegur og samkvæmur sjálf- um sér. Rokkarar þurfa ekki leng- ur að ganga um í leðurbuxum, vera uppdópaðir og líma húsgögnin sín á hvolf, það er bara liðin tíð,“ segir hann. „Starstruck“ að hitta Ladda Eyþór kom fyrst fyrir augu almennings þegar hann tók þátt í raunveruleikaþáttunum Bandinu hans Bubba árið 2008. Skemmst er að minnast þess í einum þættin- um þegar Bubbi bað Eyþór Inga að gera sér þann eina greiða að taka aldrei þátt í Eurovision. Eyþór hlær við þegar þetta er rifjað upp. „Hann átti svo sjálfur lag í keppninni eftir þetta svo hann er örugglega ekkert of reiður. Hann er í það minnsta ekki enn búinn að hringja og skamma mig,“ segir hann hlæjandi. Eyþór var í fyrstu áhugalítill um að vera með í þátt- unum en lét sannfærast af Bubba. Hann sér ekki eftir því í dag því þeir voru mikill stökkpallur. Í framhaldi af þáttunum fékk Eyþór alls kyns tilboð og segir stærstu stund ferilsins hafa komið árið 2011 þegar honum bauðst að vinna með átrúnaðargoðinu, Ladda. „Þegar ég las með Ladda inn á teiknimyndina Lorex rætt- ist einn af þessum æskudraum- um sem maður bjóst aldrei við að myndu rætast. Laddi er hetjan mín og ég hef aldrei orðið eins „star- struck“ og þegar ég hitti hann. Hann er algjör sérfræðingur,“ segir hann. Draumurinn full- komnaðist svo þegar þeir stóðu saman á sviði í Vesalingunum það sama ár. Eurovision aldrei á planinu „Ég horfði alltaf á Eurovision sem pjakkur og á mín uppáhaldslög eins og hver annar,“ segir Eyþór og nefnir þar sem dæmi norska framlagið In My Dreams sem Wig Wam keppti með 2005 og sænska sigurvegarann frá því í fyrra, Loreen. Í mestu uppáhaldi hjá honum er þó lagið My Star sem Lettarnir í BrainStorm fluttu í keppninni árið 2000. „Það var alveg brilliant. Söngvarinn leit út alveg eins og ungur Mick Jagger og var ægilega spastískur,“ segir hann. Eyþór segist aldrei haft neitt á móti Eurovision þrátt fyrir áhuga- leysi á þátttöku hingað til. „Þetta var aldrei á planinu en ég er ofboðslega þakklátur fyrir þetta tækifæri. Þetta er strax orðið mikið ævintýri og ég efast ekki um að ég eigi eftir að búa að þessari reynslu til æviloka,“ segir hann. Þrátt fyrir að vera sjálfur blaut- ur á bak við eyrun þegar kemur að keppninni er hann undir leiðsögn tveggja reyndustu Eurovision- kappa okkar Íslendinga, Örlygs Smára og Péturs Arnar. Það hlýtur að vera mikill styrkur? „Já, heldur betur. Þeir þekkja allt sem varð- ar keppnina, sem er frábært. Svo skemmir ekki fyrir hvað þeir eru skemmtilegir líka,“ segir Eyþór. Að vanda hefur mikil umræða spunnist um lagið Ég á líf eftir að það sigraði Söngvakeppnina um síðustu helgi. Eyþór hefur ekki farið varhluta af þeirri umræðu en segir þátttökuna samt sem áður hafa verið þess virði. „Þegar öllu er á botninn hvolft erum við sáttir við það sem við erum að gera. Ég hafði alveg búið mig undir einhver leiðindi en það kemur manni samt alltaf á óvart hvað sumir eru fljótir að stökkva til og lyfta kyndlinum á loft út af fárán legustu hlutum. Við einbeitum okkur að jákvæðu viðbrögðunum sem hafa verið svo langtum fleiri en þau neikvæðu. Það er fjöldi fólks sem tengir við lagið og það er það sem skiptir okkur máli,“ segir hann. Skila á lokaútgáfu fyrir keppnina í Malmö um miðjan mars. Eyþór segir ekki vera búið að taka neinar ákvarðanir um breytingar en hann geti þó staðfest að hárið verði ekki klippt. „Allt annað er opið,“ segir hann og hlær. Það eru því spennandi tímar fram undan hjá þessum unga og hæfileikaríka manni sem lofar því þó að hann sé hvergi nærri hættur. „Ég er langt í frá búinn að toppa í lífinu, ég er rétt að byrja.“ Faðirinn og rokkarinn nánir vinir Eyþór Ingi Gunnlaugsson söng sig inn í hjörtu landsmanna þegar hann fl utti lagið Ég á líf í Söngvakeppninni og sigraði með yfi r- burðum. Eyþór Ingi sem hefur troðið upp síðan hann var lítill pjakkur segist hafa gert tvær misheppnaðar tilraunir til að læra tónlist. MIKILL FJÖLSKYLDUMAÐUR Eyþór og Soffía Ósk kynntust árið 2008 og hafa verið í sambúð í tæp þrjú ár. Þau eiga saman eina eins árs dóttur, Elvu Marín, auk þess sem Soffía á tvær dætur úr fyrra sambandi, Báru Katrínu 9 ára og Kristínu Emmu 6 ára. Þær fagna hér á sviðinu með parinu eftir að Eyþór sigraði söngvakeppnina síðastliðinn laugardag. MYND/VALGEIR MAGNÚSSON HEFUR TÓNEYRAÐ FRÁ AFA SÍNUM Eyþór Ingi hefur aldrei verið mikill námsmaður. Hann hefur gert tvær misheppnaðar tilraunir til að leggja stund á nám í tónlist en hefur að mestu kennt sér sjálfur. Tóneyrað segist hann hafa frá afa sínum sem hefur aldrei lært á neitt hljóðfæri en getur þó gripið í þau flest. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Tók þátt í uppfærslu á Óliver Twist með Leikfélagi Akur- eyrar Lék Jesú í upp- færslu VMA og MA á Jesus Christ Superstar Sigraði í Söng- keppni framhalds- skólanna fyrir hönd VMA með lagið Framtíð biður Sigraði í raunveru- leikaþáttunum Bandið hans Bubba Lék Riff Raff í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Rocky Horror Gekk til liðs við hljómsveitina Todmobile Lék Berger í uppfærslu Silfurtungls- ins á Hárinu Lék Maríus í uppfærslu Þjóðleik- hússins á Vesalingunum Sigraði Söngva- keppnina og keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision Tinna Rós Steinsdóttir tinnaros@frettabladid.is Söngvarinn og Eurovision-farinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er Dalvíkingur, rétt eins og Eyþór. Hann útskrifaðist úr grunnskólanum á Dalvík og fór þá beint að kenna tónmennt í skólanum. „Hann var bara 16 ára þegar hann byrjaði að kenna mér tón- mennt og ég man alltaf eftir atviki þar sem hann lét okkur teikna myndir í frjálsum tíma. Ég teiknaði mynd af honum á sviði og skrifaði þar fyrir ofan Friðrik Ómar í Eurovision eftir nokkur ár. Ég man að hann tók við myndinni og hló. Ég veit ekki hvað það var en ég gerði bara alltaf ráð fyrir því að hann myndi taka þátt í þessari keppni,“ segir Eyþór sem hefur ekki verið eldri en 10 ára þegar atvikið átti sér stað. Þeir eru góðir vinir í dag og það var til að mynda hugmynd Friðriks Ómars að Eyþór myndi skipta um jakka áður en hann steig á svið í einvíginu í Söngvakeppninni um síðustu helgi. Þeir komu fram saman á Freddie Mercury-heiðurstónleikunum í fyrra auk þess sem hljómsveitin Dalvík All-Star hefur tvisvar komið fram, en hún samanstendur af Eyþóri Inga, Friðriki Ómari, Matta Matt og Begga Kára. „Friðrik er einn skemmtilegasti trommari sem ég hef nokkru sinni spilað með,“ segir Eyþór. Vissi að Friðrik Ómar færi í Eurovision HELSTU SKREF Í FERLI EYÞÓRS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.