Fréttablaðið - 09.02.2013, Qupperneq 38
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38
Ég var nú ekkert ákveðinn í því hvað ég vildi verða þegar ég fór í inntöku-prófið í Statens Teater-skole í Kaupmanna-höfn enda var ég bara að
aðstoða Signýju Páls við atriðið
hennar í inntökuprófinu. Það end-
aði samt þannig að ég komst inn
en ekki hún, en hún varð seinna
leikhússtjóri á Akureyri. Ég var
ekki lengi í skólanum, var rekinn
eftir eitt ár. Þetta var á hippaárun-
um og ég þurfti auðvitað að prófa
allt sem hægt var að prófa, mætti
50% í skólann og hafði nákvæm-
lega engan áhuga á þessu. Ég hafði
verið formaður Herranætur í MR
og í kringum það stúss fékk ég eig-
inlega ógeð á hefðbundinni leiklist.
Það var hluti af uppreisn æskuár-
anna sem gekk út á það að vera á
móti öllum borgaralegum hefðum
þannig að ríkisleiklistarskóli til-
heyrði auðvitað að vissu leyti óvin-
unum. Ég var búinn að fá þrjár
viðvaranir en ákvað samt síðasta
kvöldið að vera frekar með komm-
únunni minni en mæta í skólann.
Morguninn eftir var mér sagt að
taka dótið mitt, ég gæti svo komið
aftur þegar ég væri búinn að taka
mig saman í andlitinu. Ég náttúru-
lega dansaði út á götu æpandi „Ég
er frjáls, ég er frjáls!“ en ég hef
oft séð eftir þessu síðan.“
Brottreksturinn mikið áfall
Leiklistarferillinn tók samt ekki
enda þarna, heldur stofnaði Árni
Pétur leiklistarhóp sem hét Kraka
og sýndi víða um Danmörku. Í
millitíðinni hafði hann þó komið
heim og reynt að stofna frjáls-
an leikhóp sem hafði aðstöðu á
bílaverkstæði í Hveragerði en sá
draumur gekk ekki upp og hann
hélt til Danmerkur á ný í þeim til-
gangi að stunda leiklistarkenn-
aranám. Eftir áralanga dvöl í Dan-
mörku og öfluga starfsemi með
Kröku hélt hann heim til Íslands
á ný og hóf nám við Leiklistar-
skólann. „Ég sá að það var erfitt að
komast inn í bransann hér heima
eftir allan þennan tíma úti og tók
tvö ár í Leiklistarskólanum sem
endur- og framhaldsmenntun.
Ég þótti nokkuð gamall þegar ég
útskrifaðist, 34 ára, en ég var vel
tengdur inn í leiklistarheiminn hér
enda höfðu margir af þeim sem
voru að reyna að gera nýja hluti
komið út og leikið með Kröku um
tíma. Ég vann mikið með Gíó, Guð-
jóni Pedersen, og fyrsta sýningin
sem kom okkur báðum á kortið var
Kontrabassinn sem við settum upp
í bakhúsi við Kjörgarð.“
Eftir þá sýningu var Árni Pétur
fastráðinn við Borgarleikhúsið þar
sem hann var þangað til honum
var sagt upp árið 2000.
Hvernig upplifun var það að
vera sparkað úr leikhúsinu? „Það
var rosalegt áfall en ég var reynd-
ar orðinn mjög latur leikari, var
eiginlega búinn að missa áhug-
ann. Þótt það sé þægilegt að fá
föst laun verður leikari að fá að
minnsta kosti eitt hlutverk á ári
sem hann svitnar yfir og hugsar:
ég get þetta aldrei. Það er alveg
nauðsynleg ögrun. Þetta gerðist
ekki hjá mér síðustu árin í Borgar-
leikhúsinu þannig að ég var bara
kominn með inniskóna inn í bún-
ingsherbergi. Eftir á að hyggja var
þetta rosalega gott fyrir mig en ég
tók þetta mjög nærri mér, upplifði
mikla höfnun. Brottrekstur leik-
ara er alltaf erfiður, hann missir
ekki bara vinnuna heldur virð-
ingu og félagsleg tengsl og svo er
þetta blásið upp í blöðunum þannig
að ég hrundi eiginlega alveg. Ég
bjó einn, var nýskilinn og bara
lamaðist hálfpartinn. Það sem hélt
mér gangandi var hugsunin um
að passa að ónæmiskerfið hryndi
ekki. Ég byrjaði að taka vítamín,
fór í líkamsrækt, fór að skoða and-
leg málefni og almennt að vinna
með sjálfan mig. Ég er búddisti
og þar er talað um að helvíti hafi
bæði jákvæða og neikvæða hlið
því þegar þú ert kominn á botninn
spyrnirðu þér upp. Þú getur auð-
vitað valið að liggja á botninum og
marinerast en það er ekki minn
stíll. Smátt og smátt fékk ég lífs-
viljann aftur og byrjaði að vinna
með frjálsum leikhópum sem end-
aði með því að ég fór að leika með
Vesturporti í Rómeó og Júlíu. Það
var stórkostlegt ævintýri, maður
var að vinna í London marga mán-
uði á ári og á endalausum ferða-
lögum. Svo hefur þetta bara hlaðið
utan á sig og ég hef eiginlega
aldrei haft meira að gera.“
Seinni blómgunin
Er það ekki óvenjulegt að vera
að blómstra sem leikari rúmlega
sextugur? „Nei, eiginlega ekki. Ég
bjóst samt reyndar við að þetta
myndi gerast seinna. Í Noh-leik-
húsinu japanska er talað um seinni
blómgun en hún á sér yfirleitt ekki
stað fyrr en skömmu áður en dauð-
inn sækir þig. Fyrri blómgunin
er auðvitað þegar þú ert ungur og
fagur leikari eins og ég var einu
sinni, standandi fremst á sviðinu
með bláu augun fljótandi í tárum.
Svo kemur tímabilið þegar þú eld-
ist og upplifir það að alveg sama
hvað þú gerir á sviðinu þá fylgja
augu áhorfenda unga hæfileika-
lausa stráknum við hliðina á þér.
Þú sérð að áhorfendur vilja horfa
á æskuna, eins og fólk vill horfa
á lömb eða folöld, það er kraftur
æskunnar sem er mest spennandi.
Fertugi leikarinn verður bara að
taka því og halda áfram að vinna.
Þá nær hann því sem kallast seinni
blómgun eins og við sjáum oft
hjá eldri leikurum sem allt í einu
springa út. Þetta er að gerast hjá
mér núna einfaldlega vegna þess
að það er skortur á leikurum á
mínum aldri. Ég held líka að unga
fólkið hugsi til mín þegar það vant-
ar eldri mann í sýningar því ég
hef alltaf sagt já þegar ungir leik-
stjórar hringja í mig og biðja mig
að vera með í einhverju spennandi.
Oftast er það í litlum verkefnum
sem ekkert er borgað fyrir en það
skilar sér seinna. Þegar Gísli Örn
hringdi í mig og bað mig að vera
með í Rómeó og Júlíu átti hann
ekki von á að þetta yrðu nema tíu
sýningar sem myndu ekki skila
Vill dansa
nakinn
áttræður
Árni Pétur Guðjónsson segist vera á seinna
blómgunartímabilinu sem leikari enda sjaldan
verið meira áberandi í íslenskri leiklist. Leikur
aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Hæ Gosa og
eitt aðalhlutverka í Segðu mér satt sem frum-
sýnt var í Kúlunni í fyrrakvöld.
BLÓMGAST Árni Pétur segist verða spenntari fyrir sjálfum sér sem leikara með árunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ég er algjörlega heillaðar af því sem
kallað er „dysfunctional“ fjölskyldur.
Held þær séu það flestar reyndar.
Segðu mér satt fjallar um eina slíka,
baráttuna um athygli hinna fjölskyldu-
meðlimanna, öll hlutverkin sem við
leikum innan fjölskyldunnar, allar
sögurnar sem eru aldrei sagðar, lygina.
Þetta eru allt hlutir sem við erum öll
alltaf að fást við og mér finnst það
spennandi.
Á ungdómsárum mínum var bókin
Sanity, Madness and the Family eftir
R.D. Laing mikið lesin og við höfðum
róttækar hugmyndir um að breyta
þessu staðnaða fjölskylduformi.
Reyndum það með kommúnunum
en einhvern veginn komum við alltaf
aftur að þessu hefðbundna fjölskyldu-
formi, sennilega af því að það er það
sem við búum við á mótunarárunum.“
Baráttan í fjölskyldunni
FJÖLSKYLDAN Árni í hlutverki sínu í Segðu mér satt ásamt Ragnheiði
Steindórsdóttur sem leikur konu hans og Sveini Ólafi Gunnarssyni sem leikur
son þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
neinum launum en sýningarnar
urðu 450.“
Dansa nakinn á áttræðisafmælinu
Þú ert mjög duglegur að taka þátt
í framsæknum sýningum með
ungu fólki, er aldrei óþægilegt að
vera „gamli maðurinn“ í hópnum?
„Þegar ég var að vinna með Vest-
urporti í London voru öll hin þrjá-
tíu árum yngri en ég. Það var helst
þegar pabbi þeirra og mamma
komu í heimsókn sem ég gat rætt
við fólk á mínum aldri. Það er mjög
algengt að ég sé langelstur í leik-
hópnum, sem er fínt, gaman og
ögrandi en stundum erfitt. Þess
vegna er svo gaman að vinna með
Ragnheiði Steindórs núna í Segðu
mér satt. Við höfum ekki leikið
saman síðan í Lýsiströtu á Herra-
nótt árið 1970. Það er annars konar
ögrun. En ég verð bara spenntari
fyrir sjálfum mér sem leikara eftir
því sem ég eldist. Draumur minn
er að vera með gott leikhús um átt-
rætt. Jafnvel fara til Japans og
læra butoh og gerast butoh-dansari
í ellinni. Ég hef alltaf verið heill-
aður af dansi. Þegar ég var krakki
var ég sídansandi og langaði
óskaplega að læra ballett. Þegar
ég var fimm, sex ára töluðu pabbi
og mamma við mann sem seinna
varð áhrifamaður í íslensku leik-
húsi og spurðu í hvaða ballettskóla
væri best að senda strákinn. Við-
komandi svaraði um hæl að það
mættu þau alls ekki gera því þá
yrði drengurinn sódómískur. Ég
held því fram að þessi maður hafi
eyðilagt glæsilegan feril minn sem
ballettdansara.“
En hvaða hlutverk ætlarðu að
leika í leikhúsinu þínu þarna um
áttrætt? „Lér konungur er algjört
möst, ég verð að taka hann. Og
Lafði Macbeth. Svo hugsa ég að
þetta verði bara alls konar dans-
sýningar. Hef sagt frá því áður að
draumurinn er að dansa nakinn á
ákveðnum akri á Spáni á áttræðis-
afmælinu. Ég býst við að ég verði
að standa við það.“
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is