Fréttablaðið - 09.02.2013, Page 44
FÓLK|
LÍFSGLÖÐ Oddný segir lærdómsríkt og krefjandi að vera borgarfulltrúi en að vinnan og samstarfsfólkið sé ávallt skemmtilegt.
MYND/GVA
HELGIN
Enginn er góður í öllu. Ég er engin ofurkona en held stundum að ég geti orðið
það. Ég las nýlega uppörvandi
speki um að engin gæti orðið full-
komin móðir en að til væru milljón
leiðir í áttina að því að verða góð
móðir. Ég hef vissulega yndi af því
að hugsa um börnin en er glötuð
húsmóðir. Ég horfi í undrun á kon-
ur sem eru hugdjarfar í eldhúsinu,
búa til exótískt hummus og sitja
við hannyrðir að auki. Ég reyni það
ekki einu sinni en hef ekki heldur
minnimáttarkennd yfir því. Ég
kemst klakklaust frá eldamennsku
en hef þó meira gaman af því að
vera boðið í mat og er skemmti-
legur gestur sem getur haldið uppi
stuðinu og auk þess spilað á píanó
á móti,“ segir Oddný kát og skýjum
ofar á leið þvert yfir Ísland.
„Helgin er óvenjuleg því borgar-
stjórn í heild sinni, með manni
og mús, flýgur nú í fyrsta sinn til
fundar við bæjarstjórn Akureyrar.
Það er skemmtileg nýlunda og ég
hlakka mikið til því Akureyri er
uppáhaldsstaðurinn minn fyrir
utan Reykjavík,“ segir Oddný sem
líkast til tekur sundsprett og kíkir
á Bautann og Bláu könnuna eins og
hún gerir alltaf nyrðra.
DAGLEGUR SÖKNUÐUR
„Ég er með Reykjavík á heilanum.
Ég hef verið skotin í henni síðan
ég komst til vits og ára, skrifað
um hana bók og verið á kafi í tón-
listarsenunni sem er svo merkileg í
Reykjavík. Ég hef því staðið í sam-
félagslegri baráttu fyrir Reykja-
vík síðan ég var stelpa,“ útskýrir
Oddný sem er píanókennari að
mennt en sá fljótt að píanókennsla
yrði ekki farsæl blanda með fullu
starfi í borgarstjórn.
„Ég sakna þess á hverjum degi
að vera píanókennari og tel ekkert
starf jafnast á við kennarastarfið.
Í því er maður svo lánsamur eiga
daglegt samneyti við yndisleg börn
og unglinga, sjá þau taka framför-
um, finna traust þeirra og spjalla
um heima og geima. Sú endurgjöf
er óheyrilega dýrmætur fylgifiskur
kennarastarfsins sem fá störf kom-
ast í hálfkvisti við.”
Oddný segir pólitík hafa orðið
hlutskipti sitt eftir að hún þýddi
bókina Móðir í hjáverkum 2005.
„Bókin fjallar um veruleika
kvenna sem stunda krefjandi starf
samhliða uppeldi lítilla barna. Ég
var þá sjálf á bólakafi í uppeldi
smábarna en fór víða í tengslum
við bókina og uppgötvaði eftir-
spurn eftir rödd minni,“ segir
Oddný sem verið hefur með kennd-
ir til stjórnmála alla tíð.
„Ég var mjög virkur unglingur
í minni félagsmiðstöð og hvött til
mótunar og þróunar unglingalýð-
ræðis í hverfinu. Þá voru foreldrar
mínir og margir kennarar góðar
fyrirmyndir og fljótt blundaði í mér
að gefa til baka það sem mér var
gefið. Skrefið við að fara í próf-
kjör og á endanum í borgarstjórn
var því ekki svo súrrealískt og mér
þótti spennandi að komast hinum
megin við borðið og hafa áhrif á
uppvöxt í borginni.“
VILL HJARTSLÁTT LÍFSINS
Oddný er uppalin í Árbæ sem hún
hefur enn sterkar taugar til.
„Síðan ég byrjaði í menntaskóla
hef ég þó búið í 101 og alltaf liðið
vel. Þar kann ég vel við fjölbreyti-
leika mannlífsins og að börnin
gangi í skóla sem einkennist af
margbreytileika og eykur þeim
víðsýni. Ég er svo sérvitur að vilja
helst ekki nota bíl og þar hentar
miðbærinn vel. Mér finnst líka gott
að búa í miklu nábýli við nágranna
mína á meðan öðrum finnst gott
að búa í einbýli með háu limgerði
og stórum skjólveggjum í kring. Ég
vil finna hjartslátt lífsins í kringum
mig, geta spilað á píanó og fengið
vinkonurnar heim til að sitja fram
eftir því það er hluti af því að vera
til.“
EINSTÆÐ EN EKKI Á LAUSU
Oddný er einstæð tveggja barna
móðir. „Ég er einstæð en ekki á
lausu. Kærastinn er doktor í jarð-
eðlisfræði við háskóla í fjarlægu
landi og auðvitað vona ég að hann
sé á heimleið. Við erum geysilega
nútímalegt par sem hittist stundum
á Íslandi og stundum í útlöndum,“
segir Oddný sem skiptir jafnt for-
ræði og umgengni barnanna við
barnsföður sinn.
„Þegar ég er barnlaus hitti ég
vinkonur og fer á kaffihús en ég er
mikil félagsvera og þarf stundum
að minna mig á að það sé í góðu
lagi líka að vera heima og gera ekki
neitt,“ segir Oddný.
„Það er gaman að vera ég og
glasið alltaf hálffullt. Mér finnst
gaman að vera á fartinni en heima
er líka mikil eftirspurn eftir klass-
ískum kósíheitum um helgar; að
vera í náttfötunum, elda lasanja,
poppa og horfa á góða mynd. Það
er fastur liður og auðvitað allra
bestu stundirnar enda börnin minn
uppáhaldsfélagsskapur.“
Þegar Oddný kemur heim bíða
börnin og dagskrá Vetrarhátíðar.
„Við börnin erum miklir spila-
nördar og spilum nú gjarnan gamla
Matador með Víðimel, Loftleiðum
og Almennum tryggingum. Við end-
um því örugglega í Ráðhúsinu þar
sem Spilavinir verða með skemmti-
lega dagskrá. Að þessu sinni mæla
þeir með spilum þar sem lygi,
blekkingar og svindl ráða ríkjum
og það hljómar vel. Við sonur minn
getum verið bíræfnir svindlarar
og ætlum að fá útrás fyrir það allt
saman.“ ■ thordis@365.is
SKOTIN Í REYKJAVÍK
HÁLFFULLT GLAS Oddnýju Sturludóttur borgarfulltrúa þykir gaman að vera á
fartinni um helgar en er á sama tíma krafin um lasanja og kósíheit heima.
ÁSTFANGIN
„Ég er einstæð en ekki á
lausu. Kærastinn er doktor
í jarðeðlisfræði við háskóla í
fjarlægu landi.“
Leiðbeinandi
Jón Guðmundsson
garðyrkjufræðingur
Staðsetning námskeiða
Á höfuðborgarsvæðinu verða námskeiðin haldin í sal
á þriðju hæð hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands,
íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Hús 2, Engjavegi 6.
Fossheið i 1
800 Se l foss
S ími 578 4800
Hin sívinsælu ræktunarnámskeið okkar eru hafin
Skráning
Skráning og nánari upplýsingar eru
í síma 578 4800, á heimasíðu okkar
www.rit.is og á netfang rit@rit.is
Námskeið verða einnig haldin víða um land,
fylgist með á Facebook eða heimasíðum okkar,
www.rit.is og www.groandinn.is
Ræktun ávaxtatrjáa, 2 kvöld
Mánud. 11. og 18. feb. kl. 19:30 - 22:00
Verð kr. 12.800.-
Ræktun berjarunna
Mánud. 11. feb. kl. 17:00 - 19:00
Verð kr. 4.500.-
Matjurtaræktun, tvö kvöld
Fimmtud. 14. og 21. feb kl. 19:30 - 22:00
Verð kr. 12.800.-
Kryddjurtaræktun
Fimmtud. 14. feb. kl. 17:00 - 19:00.
Verð kr. 4.500.-
Leiðbeinendur
Auður I Ottesen
garðyrkjufræðingur
Jón Guðmundsson
garðyrkjufræðingur
Staðsetning námskeiða
Á höfuðborgarsvæðinu verða námskeiðin haldin í sal
á þriðju hæð hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands,
íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Hús 2, Engjavegi 6.
Fossheið i 1
800 Se l foss
S ími 578 4800
Hin sívinsælu ræktunarnámskeið okkar eru hafin
Skráning
Skráning og nánari upplýsingar eru
í síma 578 4800, á heimasíðu okkar
www.rit.is og á netfang rit@rit.is
Námskeið verða einnig haldin víða um land,
fylgist með á Facebook eða heimasíðum okkar,
www.rit.is og www.groandinn.is
Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
365 miðlar treysta okkur fyrir
öruggri dreifingu á Fréttablaðinu
Við flytjum þér góðar fréttir
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir