Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 74
8
Kínversk-íslenska
menningarfélagið, KÍM,
ef r ann ilgang að e a
menningartengsl á milli
almennings í Kína og á
Íslandi. Félagið var stofnað
. okt er og fagnar
því 60 ára afmæli nú í ár, en
það er elsta menningarfélag
heims, sem vinnur að
samskiptum við Kínverska
alþýðulýðveldið.
Kínverskar kvikmyndir og
Peking-óperan
Kínanefndin var stofnuð
sumarið , en hún vann að
undirbúningi sendinefndar,
sem Esperantosamtökin í
Reykjavík höfðu milligöngu
um að boðið yrði til Kína.
Þegar nefndin kom heim
frá Kína haustið hélt
star ð áfram og sýndi hún
meðal annars kínverskar
kvikmyndir og listmuni. Ári
síðar var Kínversk-íslenska
menningarfélagið stofnað.
KÍM nánast eini
tengiliðurinn
Frá þeim tíma til ársins
var KÍM nánast eini
tengiliður Íslands við
Kínverska alþýðulýðveldið
og hafa margir farið til Kína
á vegum félagsins til þess að
e a menningarsamskiptin.
Einnig hefur fjöldi listamanna
frá Kína komið til Íslands
fyrir tilstuðlan KÍM, og má
þar nefna tvær heimsóknir
frá Peking-óperunni,
list mleika okka og
tónlistarmenn.
Samskipti landanna orðin
margþættari
Samskipti Íslands og Kína eru
í dag orðin margþættari en
þau voru á fyrstu áratugum
félagsins en ennþá mikil þörf
fyrir það. Innan félagsins
hefur byggst upp mikil
þekking á kínverskum
málefnum sem margir
einstaklingar, stofnanir
og fyrirtæki nýta sér. KÍM
stendur að fjölmörgum
viðburðum og í ár verður efnt
til veglegrar afmælishátíðar
í tilefni þess að 60 ár eru frá
stofnun félagsins, meðal
annars má nefna landskeppni
Íslendinga og Kínverja í skák,
sýningu listakonunnar Lu
Hong, þátttöku kínverskra
kvikmyndamanna í alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í
Reykjavík næsta haust og
tónleika Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í september með
kínverskum stjórnanda og
ðluleikara.
Fremsta samtímatónskáld
Kínverja
Upphaf afmælishátíðarinnar
mörkuðu tónleikar Caput
hópsins í Hörpunni
laugardaginn 2. febrúar,
þar sem spiluð var kínversk
samtímatónlist. Meðal
annars voru þrjú nýleg
tónverk utt eftir eitt fremsta
samtímatónskál Kínverja, Ye
Xiaogang, en tónlist eftir hann
var frum utt á opnunarhátíð
lympíuleikanna í ejing
2008. Hægt er að nálgast
upplýsingar um viðburði
á vegum KÍM á heimasíðu
félagsins: www.kim.is
Einnig má fylgjast með
starfsemi félagsins á
fésbókarsíðu þess: www.
facebook.com/kinversk
islenskamenningarfelagid
-María Lind Ingvarsdóttir
Menningartengsl milli Íslands og Kína í 60 ár
Kínversk-íslenska menningarfélagið hefur unnið að auknum tengslum á milli landanna í 60 ár.