Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2013, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 09.02.2013, Qupperneq 80
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 52 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Heilabrot Hvað heitir þú? Jóhanna Björg Baldursdóttir. Hvað ertu gömul? Ég er sex ára, á afmæli í september og verð því sjö ára á þessu ári. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Ísaksskóla. Hvað er skemmtilegast að gera í skólanum? Það er mest gaman í heimilisfræði. Hvaða áhugamál áttu? Leik- list, lita, föndra og leika með Barbie. Hvað er besta leiksýning sem þú hefur séð? Gulleyjan, ég sá hana í Borgarleikhúsinu í haust. Áttu þér uppáhaldsleikara og -leikkonu? Já, Selma Björns, Þórunn Erna Clausen og Björn Jörundur eru í uppáhaldi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að setja upp leikrit með Barbie-dúkkunum mínum, bæði leikrit sem ég hef séð og svo bý ég líka til leikrit sjálf, t.d. Ævintýrarugl- ið. Þá læt ég Barbie-dúkkurn- ar leika hin ýmsu hlutverk og útbý búninga með smá hjálp frá mömmu og farða þær ef þarf. Svo finnst mér auðvitað mjög gaman að fara í leikhús. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Ég ætla að verða leikkona. Krakkasíðan frétti að þú hefð- ir troðið upp í Hörpunni, get- urðu sagt mér frá því? Selma Björns bauð mér að vera með í krakkakór á Abba-tónleik- um í Hörpunni síðasta sumar. Við sungum „I have a dream“ ásamt Jóhönnu Vigdísi á stóra sviðinu í Eldborg fyrir fullu húsi. Það var mjög gaman, ég var pínu kvíðin fyrir tónleikana en svo gekk þetta mjög vel. Setur upp leikrit með Barbie-dúkkunum Jóhanna Björg Baldursdóttir er mikill leikhúsunnandi þrátt fyrir ungan aldur. Henni þykir mjög gaman að fara í leikhús og ekki síðra að setja upp leikrit þar sem Barbie-dúkkurnar hennar eru í aðalhlutverki en hún höfundur og leikstjóri. BARBIE Í SJÓRÆNINGJAHLUTVERKI Jóhanna með Barbie-dúkku sem komin er í hlutverk sjóræningja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Langafasta hefst á öskudegi, miðvikudegi í sjö- undu viku fyrir páska. Föstuinngangur stendur frá sunnudeginum á undan og getur borið upp á 1. febrúar til 7. mars og fara þeir víðast hvar í hinni vestrænu kirkju fram með fögnuði fyrir föstutím- ann. Hér á landi er ekki haldið upp á sunnudag- inn lengur en haldið er upp á mánudaginn með bolludegi, þriðjudaginn með sprengidegi og svo hefst langafasta á miðvikudeginum með ösku- degi. Bolludagur, sem væntanlega fékk ekki nafnið fyrr en snemma á 20. öld, og öskudagur hafa að nokkru leyti skipt um hlutverk. Lengi vel var mánudagurinn í sjöundu viku fyrir páska hefð- bundinn frídagur barna í skólum og þá tíðkaðist víða um landið að ganga í skrúðgöngu í grímu- búningum og að slá köttinn úr tunnunni. Þeir siðir hafa væntanlega borist frá Danmörku eða Noregi. Árið 1917 hafði frídagurinn verið færður yfir á öskudaginn víðast hvar á landinu og siðirnir fluttust með. Að ganga í skrúðgöngu og slá kött- inn úr tunnunni datt þó víðast hvar upp fyrir á 20. öld, en hélst þó við á Akureyri og hefur þaðan smám saman aftur verið að breiðast út á ný. Bollur, át og aska Bolludagur, sprengidagur og öskudagur marka upphaf lönguföstu en þá mátti ekki borða kjöt í fj örutíu daga. 1. Þór, Hallur og Sveinn eru fjórir frískir strákar. Hvernig? 2. Hvaða garður er alltaf blautur? 3. Hvað er það sem brosir við öllum, en hlær þó ekki að neinum? 4. Hvaða blað er ekki hægt að rífa? 5. Stundum hef ég höfuð, stundum ekki, stundum er ég með tagl en stundum ekki. Hver er ég? 6. Hvort er þyngra: eitt kíló af blýi eða eitt kíló af dúni? 7. Ég sé það en þú sérð það ekki, samt er það mun nær þér en mér. Hvað er það? 8. Hvers vegna er flóðhesturinn ekki hræddur við tígrisdýrið? SVÖR 1. Þórhallur er sá fjórði. 2. Tanngarður. 3. Sólin. 4. Hnífsblað. 5. Hárkolla. 6. Jafnþungt, eitt kíló! 7. Hnakkinn á þér. 8. Þeir eru ekki í sama heimshluta. Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 30 í hópnum, hvað heldur þú að það séu margir teningar í þessari kubbahrúgu.“ „Á ég þá bara að telja þá?“ spurði Lísaloppa. „Það lærir enginn neitt með því að láta alltaf þann besta bara gera hlutina,“ bætti hún við. „Ja, ekki held ég að ég geti talið þessa teninga,“ sagði Róbert vondaufur. “Þið megið ekki ákveða það fyrirfram,“ sagði Lísaloppa. „Svona nú, allir að reyna. Hvað eru margir teningar í þessarri teningahrúgu?“ Þau hin stundu öll, en byrjuðu að telja. Getur þú hjálpað þeim að telja teningana í teningahrúgunni? Athugaðu að þeir teningar sem eru undir og á bakvið þá fremstu sjást ekki en þarf þó að telja með. Svar: 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.